Ægir - 01.02.1995, Blaðsíða 29
um borð í skipinu?
2. gr.
Vinni skipverji einn á vinnustað í skipinu
getur hann ákveðið hvort reykt sé þar, en
tekið skal tillit til þeirra sem þangað eiga er-
indi.
í vinnurými þar sem tveir eöa fleiri skip-
verjar vinna eru tóbaksreykingar óheimilar
nema skv. samkomulagi skipverja og skal
þannig frá málum gengið að reykingar valdi
ekki óþægindum fyrir þá sem ekki reykja.
Reykingar má leyfa á salernum enda sé
fullnægjandi loftræsting þar með útsogi.
3. gr.
í matsölum og setustofum má heimila
reykingar á sérstökum svæðum skv. sam-
komulagi skipverja. Þar sem því verður við
komið skal matsölum og setustofum skipt
þannig að annars vegar séu reykingar leyfð-
ar en hins vegar ekki. A reyksvæðum skal
skylt að koma fyrir útbúnaði til að soga út
reyk eða á annan hátt þannig frá málum
gengið að reykur berist ekki yfir á reyklausa
svæðið.
Hvorki má reykja við matargerð né í nánd
við óvarin matvæli, sbr. 5. málsgr. 10. gr.
heilbrigðisreglugerðar nr. 149/1990, með
síðari breytingum.
4. gr.
Þar sem tveir eða fleiri búa saman í svefn-
klefa eru reykingar óheimilar nema með
samkomulagi allra er þar búa. Reykingar í
hvílum eru þó ávallt bannaðar.
5. gr.
Að öðru leyti en um getur í 2.-4. gr. fer
um reykingar um borö í skipum skv. sam-
komulagi skipverja.
Merkingar.
6. gr.
Þar sem tóbaksreykingar eru óheimilar
skal það gefið til kynna með merkingum eða
á annan greinilegan hátt.
Loftræsting.
7. gr.
Þar sem tóbaksreykingar eru leyfðar skal
vera fullnægjandi loftræsting með útsogi.
Eftirlit og viburlög.
8. gr.
Ágreining sem upp kann að koma um
framkvæmd þessara reglna skal leitast við að
leysa um borð í skipinu með viðræðum skipstjóra og þeirra skipverja sem í
hlut eiga.
Telji skipverji að reglur þessar séu brotnar og að ekki hafi náðst að leysa
ágreining í samræmi við ákvæði 1. málsgr. getur viðkomandi kært það til
trúnaðarmanns á viðkomandi skipi.
Sætti skipverji sig ekki við úrlausn samkvæmt 2. málsgr. getur hann
skotið málinu til Siglingamálastofnunar ríkisins.
9. gr.
Um brot gegn reglum þessum fer skv. lögum nr. 74/1984, sbr. þó 8. gr.
10. gr.
Reglur þessar, sem settar eru í samráði viö Siglingamálastofnun, með
stoð í 3. málsgr. 13. gr. Iaga nr. 74/1984, öðlast þegar gildi. O
Fullkomin staðsetning í lengd
og breidd og lórantölum
Nýr VALSAT 02L. GPS
8 tungla móttaka. 50 minnispunktar. Stefna og hraði.
Skyndistaðsetning. Tenging fyrir allar gerðir plottera.
Innstimplun minna í lórantölum. Kompásleiðrétting o.fl.
SÍNUS HF.
Rafeinda-, sigiinga- og fiskileitartæki
GRANDAGARÐI 1A • SÍMI 28220 • BOX 813
ÆGIR FEBRÚAR 1995 29