Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1995, Blaðsíða 45

Ægir - 01.02.1995, Blaðsíða 45
Skipsströnd fyrir Oræfum Samantekt frá Kvískerjum Meðal gagna sem bárast til Ægis vib vinnslu greinar um flakaskrá var skemmtileg og fróðleg samantekt Kvískerjabræðra um skipsströnd fyrir Öræfum frá því sögur hófust til dagsins í dag. Bræðurnir á Kvískerjum eru löngu þjóðkunnir fræðimenn hver á sínu svibi og þessi skrá er meðal þess sem liggur eftir þá og barst til Ægis af Sjóminjasafninu í Hafnarfirði. Það mun einkum hafa verið Flosi Björnsson sem vann að gerb hennar. Eins dauöi er annars brauð Skráin telur 39 skipsströnd fyrir Öræfum, rekur staðsetn- ingu, nöfn skipa, afdrif, orsök strands og hver not urðu af skipinu, en Öræfabændur litu á skipsströnd sem hlunnindi og nýttu það sem hægt var úr flökunum. Flökin voru rifin og timbriö nýtt til bygginga, farmur og tæki seld hæstbjóð- anda og skipsklukkur enduðu sem kirkjuklukkur. Elsta skip- ið á skránni er skip Þórðar Illuga Eyvindssonar sem strand- aði á Breiðársandi um 910 á leið frá Noregi. Samkvæmt skránni má ætla að allir hafi komist af. Frægasta skipið á skránni er náttúrlega Het Wapen von Amsterdam, stundum kallað „gullskipið", sem strandaði á Skaftafellsfjöru 19. september 1667 í illviðri. Farmurinn var dýrmætur og hefur mikib verið leitað ab flakinu - án árang- urs enn. Skipsklukka varð kirkjuklukka Sem dæmi um „gott strand" má taka Rover of Newcastle sem strandaði á Hnappavallafjöru 14. nóv. 1817. Skipið var mannlaust þegar það fannst. í athugasemdum er skráb timbur, járn og klukka í farminum og talsvert hafi komið til uppboðs, þar á meðal hvítar útsæðiskartöflur sem voru sett- ar niður í Svínafelli en klukkan varb að kirkjuklukku. Dapurlegur þáttur útgerðar endurspeglast í skránni Saga fiskveiða við suðurströndina endurspeglast á dapur- legan hátt í skránni en í lok 19. aldar stranda þar franskar fiskiskútur en þýskir og breskir togarar eftir aldamótin. Stundum varð mannbjörg og stundum ekki. Fyrsta íslenska skipið í þessari skrá er Veiðibjallan, flutningaskúta með hjálparvél sem fór upp á Fellsfjöra 14. nóvember 1925 eftir að hafa laskast í óveðri. íslendingar virðast hafa kunnað betur að varast hættur sandanna fyrir Öræfum því næsta óhapp þar sem íslenskt skip strandar er skráð 1963. Eftir 1966 eru 9 skipsströnd skráð og eru þab eingöngu íslensk fiskiskip og varð alltaf mannbjörg og yfirleitt tókst ágætlega að draga skipin á flot. Síðasta færslan í skránni er Nökkvi VE sem strandaði 9. maí 1980, 6 km vestur af Ing- ólfshöfða í slæmu veðri. Mannbjörg varð. O Togarabrúökaup Brúðhjónum, sem kjósa sérstætt umhverfi fyrir gift- ingarathöfnina, stendur nú til boða að láta splæsa sig saman um borð í gamla Grimsby-togaranum Ross Tig- er sem nú er fljótandi sjóminjasafn í Grimsby. Athöfnin er framkvæmd af Alf Hodson, fyrrum tog- araskipstjóra, nú leiðsögumanni í safninu, í hefð- bundnum vinnufötum togaramanna, sjóstakki, klof- stígvélum og meb sjóhatt. Eftir að þessi nýja þjónusta var kynnt hefur fjöldi fyrirspurna borist til safnsins. Að sögn forstjóra safnsins stendur til að færa út kví- arnar í þessum efnum og bjóða í framtíðinni fjölþætt- ari þjónustu, s.s. brúðkaupsferðir norður að heim- skautsbaug og ennfremur sérstaka útfararathöfn þar sem ösku látinna er varpað í sjóinn. (Fishing News, jan. 1995) o Austurströnd 1-170 Seltjarnarnes 'v Sími: 562-5580 • Heima: 552-7865 Fax: 562-5585 Eigum á lagen hina viOunkenndu DUTCHI nalmótora SKIPAVARAHLUTIR HF. HABSTÆÐ VERÐ 0,25 ■ 90 kW220/380 - 380/060 volt Allan gerðir flansa ÆGIR FEBRÚAR 1995 45

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.