Ægir - 01.02.1995, Blaðsíða 13
JANÚAR
mannaeyja. Skipið var lengt og
margvíslegar breytingar gerðar á
því og kostuðu alls tæpar 120
milljónir. Eftir breytingar ber
Gullbergið 950 tonn af loðnu.
■Hj Jóna Eðvalds SF 20 kemur í
fyrsta sinn til heimahafnar
á Hornafirði. Skinney hf. gerir
skipið út en það var keypt frá Pet-
erhead í Skotlandi og er 14 ára
gamalt. Jóna Eðvalds er með sjó-
kælitanka fyrir aflann og ber 280-
380 tonn eftir sjómagni. Skip-
stjóri verður Ingólfur Ásgrímsson.
Wfk Fiskiðjan-Skagfirðingur
■kaupir 700 tonna ufsakvóta
úr kvóta ESB sem veiddur er und-
an ströndum Irlands. Ufsinn mun
að mestu leyti fara í salt.
■R Þróunarsjóður sjávarút-
Eiifl vegsins tekur tilboði Stöðv-
arhrepps í hlutabréf sjóðsins í
Gunnarstindi hf. á Stöðvarfirði og
Breiðdalsvík. Um er að ræða 32%
hlutafjár í fyrirtækinu að nafn-
virði 84 milljónir. Tilboð Stöð-
firðinga hljóðaði upp á 38,5 millj-
ónir en fyrir átti hreppurinn
17,5% hlutafjár í fyrirtækinu.
Loðnan fundin. Örn KE 13
Ísm kemur að landi með fyrstu
loðnuna á vetrarvertíðinni sem
tekin er til vinnslu á Seyðisfirði.
Vertíðin hefur gengið afar brösótt
frá því í haust og illviðri hamlað
leit og veiðum í janúar.
mm Frambjóðendur Sjálfstæðis-
w£m flokksins á Vestfjörðum
sameinast um að mótmæla nú-
verandi kvótakerfi. Þeir vilja
koma á flota- og sóknarstýringu í
stað kvótakerfis. Davíð Oddsson,
formaður flokksins, segir ekki
saka að ræða málið. Kristján
Ragnarsson, formaður Landssam-
bands íslenskra útvegsmanna, tel-
ur tillögurnar ekki fallnar til að
byggja upp þorskstofninn og í
sama streng tekur Þorsteinn Páls-
son sjávarútvegsráðherra sem tel-
ur tillögurnar óvísindalegar.
SJAVARSIÐAN
MAÐUR MANAÐARINS
Maður mánaðarins er JÓN Ingvarsson stjórnarformaður Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna. Sölumiðstöðvarmenn glímdu allan janúarmánuð við stærsta
keppinaut sinn, íslenskar sjávarafurðir. Átökin snerust um það hvor samtökin
skyldu sjá um að selja afurðir Útgerðarfélags Akureyringa en viðskiptin hafa til
þessa veriö í höndum SH. Til stób að íslenskar sjávarafurðir flyttu höfuðstöðvar
sínar norður til Akureyrar og var flutningur viðskiptanna eitt af skilyrðunum.
Sölumiðstöðvarmenn, meb Jón Ingvarsson í far-
arbroddi, brugðust hart við og náðu eftir snarpa
glímu að halda sínu. Sölumiðstöðin mun flytja um
þribjung starfsemi sinnar norður til Akureyrar og
stuðla að margþættum aðgerðum til styrktar at-
vinnulífi nyrðra.
Jón Ingvarsson er fæddur 8. september 1942,
sonur Ingvars Vilhjálmssonar og Áslaugar Jónsdótt-
ur. Ingvar stundaði síldarsöltun en stofnaði 1944
fyrirtækið ísbjörninn sem var um árabil eitt stærsta
og þekktasta fiskverkunarfyrirtæki í Reykjavík.
Jón ingvarsson kemur víða við í íslensku viðskiptalífi. Hann situr í stjórn
Granda hf., Eimskip hf., Þróunarfélags íslands og Coldwater Seafood. Hann hefur
verið stjórnarformaður SH um árabil.
Jón er kvæntur Önnu I. Sigtryggsdóttur og á með henni þrjár dætur, Áslaugu,
Unni og Guðrúnu.
„Mér virbist augljóst að þegar til kastanna kom voru pólitískir hagsmunir látn-
ir víkja fyrir hagsmunum Útgerðarfélags Akureyringa og víðtæk samstaða náðist
um að SH skyldi áfram selja afurðir fyrirtækisins,” sagði Jón í samtali við Ægi um
úrslitin.
„Sú ákvörðun tel ég ab hafi byggst á tveimur skýrslum sem óháðir rekstaraðilar
gerðu fyrir Akureyrarbæ. Niðurstöður þeirra sýndu meðal annars að SH hefði
styrkari fjárhagslega og markaðslega stöðu, bybi framleiðendum hærri verð og
tæki lægri umboðslaun."
ORÐ I HITA LEIKSINS
„Það er ansi dapurt að flotinn skuli vera kominn niður fyrir 40 skip í þessari ver-
stöð landsins og nú er svo komið ab héban má ekki fara meiri kvóti eba fleiri
skip." MagnÚs Kristinsson, formaður Útvegsbændafélagsins í Vestmannaeyjum,
um þriðjungsfækkun í flota heimamanna á fjórum árum.
„En það er ljóst að það eru til fleiri „vondir menn" en vib." Einar Svansson,
framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar á Sauðárkróki, svarar í Feyki gagnrýni á veiöar
skjpa Skagfirðings hf. yfir hátíðar.
„Eg sit í brúnni á togvakt, úti er logn eins og venjulega og hitinn er um 40 gráð-
ur á Celsíus. Sjávarhitamælirinn sýnir mér 32 gráður á Celsíus, dýptarmælirinn
16 fabma og það lóöar lítið á fiski." Örn Traustason lýsir togveibum á Lyngey
við Afríku í bréfi til Eystrahorns.
„Togararútgerðarmenn hafa mjög sterka stöðu á íslandi. Þeir rába yfir íslands-
banka, stærsta bankanum og stærsta lánasjóðnum. Þennan styrk hafa stjórnmála-
menn ljáð þeim." Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, í
samtali við Fiskaren í Noregi.
ÆGIR FEBRÚAR 1995 13