Ægir - 01.02.1995, Blaðsíða 8
Hver er þessi Logi?
„Ég er skagfirskur Húnvetningur og lít á mig sem mesta Skagfirðing
landsins því ég kom undir í Málmey en faðir minn var síðasti ábúandi þar.
Ég er fæddur í mars en á jólum sama ár brann ofan af fjölskyldunni og ég
var lagður í jötu. Eftir það fluttum við úr eynni og síðan hefur hún verið í
eyði."
Logi flutti ungur með foreldrum sínum til Keflavíkur og ólst þar upp
sem hiuti af „bítlakynslóðinni” og segist því í rauninni vera Suðurnesja-
maður.
„Ég er mikill Suðurnesjamaður líka. Þaö eru bara örfáir Grindvíkingar
meiri Suöurnesjamenn en ég.”
Foreldrar Loga heita: Þormóður Guðlaugsson og Guðbjörg Þórhallsdótt-
ir. Logi er kvæntur Bjargey Einarsdóttur sem annast skrifstofuhald fyrir
Tros sf. og saman eiga þau fjögur börn. Steinbjörn f. 1970 er i námi í
Bandaríkjunum, Guðbjörg Glóð f. 1972 er í námi í sjávarútvegsfræðum.
Gunnar er f. 1978 og Ljósbrá 1982.
Logi fékkst við almenn störf til sjós og lands á Suðurnesjum, var talsvert
til sjós á unglingsárum og vann í frystihúsum. Hann settist á skólabekk
1972 í Fiskvinnsluskólanum og útskrifaðist 1975. Síðan hefur hann unnið
við eigin fyrirtæki, ístros sf. og Tros sf., auk þess að vera um hríð hjá Andra
hf. í Njarövík og Sjöstjörnunni í Keflavík.
Suðurnesjum. Síðan eru báðar blokk-
irnar tengdar landsbyggðinni með fjar-
skiptum og tölvuneti. Það væri mjög
auðvelt að samræma tölvunetið með
því að taka upp annað kerfið af þeim
tveimur sem eru í gangi.”
Nú hafa menn sagt við mig að fyrir
utan 4-6% þóknun tii markaðanna séu
tekin aukagjöld fyrir ýmsa þjónustu. Er
þetta rétt?
„Þetta er ekki fagleg gagnrýni. Þetta
hefur oft verið rekið ofan í menn. Það
er hægt að fá allskonar prósentur út
eftir því hvað verðið er hátt á mark-
aðnum hverju sinni. Túkallinn sem þú
borgar fyrir þjónustuna er ekki sama
hlutfall hvort sem þú selur á 50 eða
100 krónur. Menn henda einhverjar
tölur á lofti sem eru svo bara vitleysa
þegar horft er á heildarmyndina. Það
rétta í málinu er að það kostar um 4%
í heildina að vera á markaðnum. En
fyrir það fær seljandinn 100% trygg-
ingu fyrir því að fá vöruna greidda og
því að leitað verður að hæsta fáanlega
verði."
Það er enn vitlaust gefið
Eru þá andstœðingar markaðanna
bara nískir íhaldskurfar sem eru að
spoma gegn nýjungum?
„íslendingar höfðu hvorki keypt né
selt fisk fyrir árið 1987. Þeir bara áttu
fiskinn. Fiskverð var ákveðið í nefnd
sem úthlutaði verðinu og sölumenn
erlendis tilkynntu eftir á hvað fengist
hefði fyrir afurðirnar. Þetta var ekki
gott kerfi.
Þegar frelsið kom gjörbreyttist allt
en það er enn vitlaust gefið í þessum
bransa. Meðan kvótaeigendur hafa
enga skyldu gagnvart samfélaginu um
ráðstöfun aflans er vitlaust gefið. Þeir
segjast eiga fiskinn en samt stendur í
lögunum að þeir eigi hann ekki heldur
sé auðlindin sameign þjóðarinnar.
Ég vil sjá að sjómenn og útgerðar-
menn fari fyrir hönd okkar út á sjó og
sæki fiskinn. Þegar þeir koma í land
greiðum við hæsta verð fyrir eftir efn-
um og ástæðum. Þetta er þjóðhagslega
hagkvæmast."
Alitaf sömu tíkartapparnir
sem ráögjafar
Myndi þessi breyting ekki einkum
koma sjómönnum til góða þar sem stór
hluti sjómanna býr við fastákveðið verð
sem er 30-40% lœgra en markaðsverð?
„Það þarf að endurskoða hluta-
skiptareglur sjómanna. Þær eru leifar
af gömlu fastákvaröanakerfi ríkisins
sem bjó til grundvöll undir flotann.
Það er komin í gang ný hugsun og ný
verðmyndun og því hlýtur að þurfa aö
endurskoða þessa hluti líka."
Þetta eru nú varla mjög vinsœlar
skoðanir?
„Mig varðar ekkert um það. Þetta
snýst ekki um vinsælar skoðanir eða
óvinsælar heldur skynsemi. Sjáðu fyrir
þér tvö fiskverkunarhús hlið við hlið.
Annað húsið framleiðir í frost fyrir
stóru samtökin og fær að jafnaði 100
krónur á kílóið meðan hitt selur fersk-
an fisk á 500 krónur kílóið en hefur
8 ÆGIR FEBRÚAR 1995