Ægir - 01.02.1995, Blaðsíða 10
eiga ekki að vera neinar hömlur á við-
skiptum með hann.
Annars vil ég ekki leggja neitt til
sem styrkir kvótakerfið því ég er alfarið
á móti því og tel aö það sé orðið að al-
gjörri ófreskju.
Mér finnst að fiskveiðistýring eigi
að vera svæðisbundin. Hér kringum
Reykjanesið eru 4-5 ættstofnar af ýsu.
Ég hef farið höndum um milljónatugi
ýsukvikinda og þekki það vel. Ég tel að
veiðiþolið fari þar af leiðandi eftir
svæðum."
Aldrei tekið tillit til fjölda
einstaklinga
Hvað finnst þér annars um vinnu-
brögð Hafrannsóknastofnunar?
„Ég er á móti því aö það er ekki tek-
ið tillit til fjöida einstaklinga. Þegar
Hafró talar um nýliðun er alltaf talað
um fjölda einstaklinga, þ.e. seiða, en
þegar kemur að aflaúthlutun þá er
mælt í tonnum.
Þegar við veiddum 250 þúsund
tonn af þorski veiddum við 100 millj-
ónir einstaklinga að meðaltali 2,5 kg
hver fiskur. Hefði hver fiskur verið
þrjú kíló en heildarmagnið þaö sama
hefðum við veitt 87 milljónir einstak-
linga en 13 milljónir hefðu lifað
áfram. Á þessu getum við aldrei tapað
vegna þess að ef þetta er röng skoðun
þá kemur það í ljós og þá getum við
veitt meira. Við njótum vafans.
Svo finnst mér að eigi að skipta
svæðum milli veiðarfæra og afmarka
hvar má veiða með trolli, snurvoð og
hvar með netum. Að leyfa öll veiðar-
færi alls staðar eykur líkurnar á því að
við eirum engu.
Ágreiningurinn milli landshluta um
netaveiði við suðvesturhornið skýrir
þetta vel. Netaflotinn hefur minnkað
gífurlega undanfarin ár og net í sjó eru
sennilega aðeins 20% af því sem þau
voru á viðmiðunarárum kvótans. Eftir
10 ára kvótakerfi sést enginn árangur
af stórkostlegri friðun hrygningar-
stofns vegna minni netaveiða.
Það er smáfiskadráp togaranna sem
er skaðvaldurinn. Stofninn kemst
aldrei á legg ef ungviðið er alltaf drep-
ið.
Hagræðingin sem átt hefur sér stað í
útgerðinni gleymdi að taka tillit til
verndarsjónarmiða. Það getur ekki ver-
ið fiskvernd að taka kvóta af iitlum,
afllitlum bát sem veiddi í net og línu
og færa yfir á 3000 ha. togara. Sú
skipting sem var milli báta og togara
fyrir daga kvótakerfisins hefði átt að
haldast. Það átti að halda hlutfallinu
milli báta og togara sem hefði enn-
fremur haldið ákveðinni skiptingu
milli svæða af sjálfsdáðum."
Geta tvö lík átt lifandi afkvæmi?
Hefur hagrœðingin þá leitt afsér út-
rýmingu þorsksins?
„Það gekk yfir tískubylgja í hagræð-
ingu. Það var ráöist í að sameina alls
konar stór fyrirtæki sem kannski voru
hálfdauð og gjaldþrota. Ég hef aldrei
heyrt um að tvö lík geti átt lifandi af-
kvæmi. Þeir sem skipuleggja hagræð-
ingu vita ekkert í sinn haus um sjávar-
útveg og fiskvinnslu þrátt fyrir sína
menntun enda hafa þessar undirstöðu-
atvinnugreinar verið hornreka í
menntakerfinu.
Mér fannst Fiskvinnsluskólinn á sín-
um tíma vera góöur skóli og bráðnauð-
synleg menntun í landinu á þeim
tíma. Síðan hefur ekkert gerst og skól-
inn í Hafnarfirði er að líöa undir lok
þó áfram sé kennt á Dalvík.”
Hvemig er félagsleg staða smáfram-
leiðanda eins og þín?
„Ég er í Samtökum fiskvinnslu-
stööva og tel töluveröan ávinning af
því. Maður verður að láta í sér heyra.
Það þýðir ekki að standa utan samtaka
af einhverri minnimáttarkennd. Ég hef
mínar skoðanir og enga minnimáttar-
kennd og tel að stór samtök hafi gott
af því aö hlusta á raddir hinna smærri.
Samtök verða að vera opin fyrir öllum.
Við sjáum hvernig fer fyrir samtökum
sem laga sig ekki að tímanum, það sést
best á slagnum milli ÍS og SH um yfir-
ráðin í ÚA á Akureyri.”
Stóru samtökin hafa beitt menn
þvingunum
„Þessi stóru sölusamtök hafa beitt
menn þvingunum gegnum tíðina.
Menn hafa verið í ánauð hjá þeim.
Þessi samtök hafa gleymt því hver á
peningana en það er framleiðandinn.
Þau detta í þá gryfju aö verða fyrst og
fremst söluskrifstofa fyrir stærstu fyrir-
tækin og hin smærri verða að laga sig
eftir því.
Okkur var á sínum tíma bannað að
senda eitt tonn í viku af ferskri síld inn
á markaðinn í London því Síldarút-
vegsnefnd taldi að það stefndi hags-
munum Islendinga á Evrópmarkaði í
hættu.
Sem betur fer er þessi hugsunarhátt-
ur að líða undir lok. Þessi stóru samtök
eiga að veita ákveðna grundvallarþjón-
ustu og líta eftir undirboðum. Við eig-
um að nýta samstöðuna en leyfa
ákveðið frelsi." ö
Hverjir kaupa mjöl og lýsi?
í nýútkominni skýrslu Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins um útflutt mjöl
og búklýsi á árinu 1994, eftir Júlíus Guðmundsson, kemur fram að alls voru
flutt úr 164.097 tonn af mjöli á árinu. Þar af var loðnumjöl 123.228 tonn.
Stærsta viðskiptalandið var Bretland
en þangað fóru 69.117 tonn en
Danmörk keypti 41.745 tonn. Af 14
viðskiptalöndum alls var minnst
flutt til S-Kóreu eða 20 tonn. Útflutt
búklýsi á árinu nam alls 79.597
tonnum. Noregur keypti mest af
lýsi eða 27.689 tonn en Holland
fylgdi fast á eftir með 23.443 tonn.
Minnst var flutt af lýsi til Bandaríkj-
anna eða tæp 523 tonn.
10 ÆGIR FEBRÚAR 1995