Ægir - 01.02.1995, Blaðsíða 9
ekki fisk til þess að selja. Þetta er ekki
gott kerfi og sú ríkisstjórn sem sest að
völdum næst hlýtur að þurfa að end-
urskoða margt í sambandi við sjávarút-
veginn.
Sú stjórn þarf til dæmis að kalla til
sín ráðgjafa sem ekki hafa hagsmuna
að gæta. Við sjáum ríkisstjórn eftir rík-
isstjórn setjast að völdum í þessu landi
og það eru alltaf sömu tíkartapparnir
sem mæta sem ráðgjafar um sjávarút-
veg. Eini munurinn á hægri og vinstri
stjórn er sá að eitt árið ber meira á for-
stjóranum á Neskaupstað en hitt árið
er það forstjórinn í Granda. En þeir
sitja í sömu nefndinni og hafa sömu
skoðanir."
Útgerðir í ánauð
Vita þá stjómmálamenn ekki nógu
mikið um atvinnugreinina?
„Þeir fá ekki rétta mynd af því sem
er að gerast. Undanfarin ár hafa bátar
fengiö kvóta af togurum. Sumar fisk-
vinnslustöðvar sem eiga mikinn kvóta
hafa látið bátana veiða allan sinn
þorskkvóta. Þannig eru útgerðir í
ánauð við að veiða fisk fyrir 50 krónur
kílóið sem hægt er að fá 80-90 krónur
fyrir á markaði. Ef þetta er ekki kúgun
á útgerðarmönnum og sjómönnum þá
veit ég ekki hvað þetta er.
Síðasta lagasetning Alþingis um
kvótaviðskipti og upphrópanir sjó-
mannasamtakanna um kvótasvindl
hafa gert það að verkum að kvótaverð-
ið er orðið hærra en markaðsverð á
fiski. Verðið á þorski til vinnslunnar,
hvort sem er á markaði eða í föstum
viðskiptum, er mun lægra en verðið á
óveiddum þorski. Þetta er mjög alvar-
legt og segir okkur fyrst og fremst það
að kvótaverðið er ekki lengur útgerðar-
virði heldur fiskvinnsluvirði.
Sjómenn segja alltaf að þeir vilji
ekki taka þátt í kvótakaupum en
hvernig á aö vera hægt aö versla með
kvóta ef enginn má koma nálægt þeim
viðskiptum."
Mjög óréttlátt athæfi
En hafa sjómenn ekki kvartað með
réttu undan þátttöku í kvótakaupum?
„Ég sé ekkert athugavert við að
áhöfn á bát sem búinn er með sinn
kvóta sameinist um að útvega sér
vinnu með kvótakaupum. Þetta mál
hefði sjálfsagt aldrei komið upp ef ein-
stakar útgerðir hefðu ekki stundað það
að selja fyrst allan kvótann af bátnum
og kaupa síðan annan kvóta og látið
sjómennina taka þátt í því. Það er
mjög óréttlátt athæfi."
Hver er lausnin? Á að gefa viðskipti
með kvótann alveg frjáls?
„Um leið og allur fiskur fer á mark-
að kemur rétt verð á kvótann og hann
verður útgeröar virði. Fyrst menn eru
með kvótakerfi og heimta hagræðingu
FISKKER, TROLLKULUR OG PLASTBRETTI
PÓSTHÓLF 50, 620 DALVÍK, SÍMI 96 - 61670, BRÉFSÍMI 96 - 61833
ÆGIR FEBRÚAR 1995 9