Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1995, Blaðsíða 19

Ægir - 01.02.1995, Blaðsíða 19
bendingar gáfu til kynna. Nú er svo komið að aldursdreifing stofnsins í stofnmælingunni 1994 einkennist al- farið af lélegum árgöngum. Ýsa Á 3. mynd er sýnd aldursdreifing eins til tíu ára ýsu í stofnmælingum 1985-1994 á öllu rannsóknasvæðinu. Undanfarin ár hafa árgangar 1984 og 1985 verið uppistaðan í ýsustofninum. Þessum árgöngum, einkum árgangi 1985, má fylgja eftir í gegnum stofn- inn árin 1986 til 1988. í stofnmæling- unni 1990 einkenndist aldursdreifing ýsunnar einkum af heldur jafnari ár- gangastærð eins til sjö ára ýsu, en 5 ára ýsa af árgangi 1985 var þó enn áberandi. Jafnframt var eins árs ýsa af árgangi 1989 í talsveröu magni. Á ár- inu 1991 voru tveir yngstu árgangar stofnsins yfirgnæfandi I fjölda. Þessir árgangar frá árunum 1989 og 1990 komu svo enn betur fram í stofnmæl- ingunni 1992 og 1993. Sérstaklega er árgangurinn frá 1990 sterkur og hann er yfirgnæfandi í aldursdreifingunni 1994 sem fjögurra ára fiskur. Árgang- urinn frá 1993 kemur og nokkurð sterkur inn sem eins árs fiskur í stofn- mælingunni 1994. 3. mynd. Aldursdreifing ýsu 1985- 1994 á öllu rannsóknasvæðinu í fjölda fiska (milljónir). Lengdardreifing Lengdardreifing er reiknuð þannig að hún sýni dreifingu meðalfjölda fiska á togmílu á hverju lengdarbili. Þorskur Lengdardreifing þorsks á norður- og suðursvæði er sýnd á mynd 4. Á árun- um 1985 og 1986 bar talsvert á þorski minni en 20 cm og á bilinu 20-30 cm, þ.e. 1 árs og 2 ára þorskur af árgöng- unum 1983 ogl984. Frá árinu 1987 ber mjög lítið á eins árs þorski, þ.e. þorski sem er um 10-15 cm að lengd. Lengdardreifing þorsks úr stofnmæl- ingu árið 1994 er frábrugöin lengdar- dreifingunni undanfarin ár að því leyti að nú bar aftur i fyrsta sinn á eins árs þorski. Annað sem er athyglisvert er að þegar skoðuð er lengdardreifing á norðursvæði tímabilið 1985-1994 má sjá hve fiskum á togmílu hefur fækkað undanfarin ár miðaö við upphaf rann- sóknatímans. Á suðursvæði einkennist lengdar- dreifing aflans af því að tiltölulega lít- ið er af smáfiski á þeirri slóð. Mest er af fiski á bilinu 60-80 cm flest árin en árin 1985 og 1986 fengust nokkrir smærri þorskar einnig á suöursvæði. Engin nýliðun var því á suðursvæði Höfundar greinarinnar (Ljósm.: Haukur Snorrason) Einar Jónsson Björn Æ. Steinarsson Gunnar Jónsson Gunnar Stefánsson Ólafur K. Pálsson Sigfús A. Schopka árin 1987-1992. Aðeins örlaði á smá- fiski 1993 og lengdardreifingin 1994 á suðursvæði sker sig úr að því leyti að í fyrsta sinn verður vart við eins árs þorsk þar í einhverjum mæli. Þróunin á suðursvæði er svipuð og á norður- svæði, fiskum á togmílu hefur farið fækkandi síðan 1990. Ýsa Á árinu 1985 og 1986 einkenndist lengdardreifing ýsu á norðursvæði af tveimur toppum, annars vegar við tæplega 20 cm og hins vegar við 30 cm lengd (5. mynd). Hér var fyrst og fremst um árgangana 1984 og 1985 að ræða, sem reyndust mjög áberandi í ýsuveiöunum og lengdardreifingu ýsunnar næstu árin. Árið 1990 bar aft- ur á eins árs ýsu á norðursvæði en þar var stærsti toppurinn í lengdardreif- ÆGIR FEBRÚAR 1995 19

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.