Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1995, Side 10

Ægir - 01.03.1995, Side 10
sakað um liið gagnstœöa, að hvetja til þess að menn hendi fiski. „Því hefur verið stórlega ofgert en ég óttast hins vegar að þegar heimildir eru orðnar eins litlar og þær eru nú séum við komnir á þröskuld þess að umgangast auðlindina með neikvæð- um hætti. Að henda fiski eða koma honum framhjá vigt er óhæfa sem ekki á að viðgangast." Drögum ekki taum fiskvinnslunnar Nú deila LÍÚ og samtök sjómanna hart um fiskverð og sölu á fiski. Eru samtökin ekki farin að gœta hagsmuna fiskvinnslunnar með auknum fjölda frystitogara? „Til margra ára var stór hluti míns starfs að sitja í Verðlagsráði og taka þátt í að ákveða verð á fiski. Þetta er hætt sem betur fer því þetta var ná- tengt opinberum afskiptum. Ég tel samtökin ekki draga taum fiskvinnslunnar. Sumir sakna þess að ekki sé lágmarksverð á fiski, en mark- aðurinn verður að fá að ráða þessu. Það eru nú hörð átök milli sjómanna og þeirra aðila sem eru með veiðar og vinnslu á einni hendi og þau mál verð- ur að leysa á vettvangi. Okkar menn biðja nú ekki um lágmarksverð á fiski og þegar við sátum með sjómönnum í Verðlagsráði vorum við aldrei vændir um að draga taum vinnslunnar." Nútíminn vill aldrei viðurkenna að það séu góðir tímar. Hvemig lítur fram- tíðin út? Eru góðir tímar framundan? „Við höfum áhyggjur af ákveðnum stofnum. Við sækjum í auknum mæli í úthafskarfann en það gera fleiri og það hljóta að vera okkar hagsmunir að koma þeim veiðum undir einhverja stjórn. Grálúðan var okkur dýrmæt en er nú vandfundin og lítið vitað um hana. Þó umræðan snúist um þorskinn er margt við að fást eins og aflabrestur á loðnu sýnir best. Það var ákveðiö áfall bæði fyrir vísindin og okkur sem hvergi fundum loðnuna frekar en vísindamenn." Höfum áhyggjur af úthafskarfanum Við sjáum fréttir af stöðugt fleiri er- lendum togumm sem íslendingar leigja og gera út hér í nágrenninu. Er þetta framtíðin? „Þetta er verulegt áhyggjuefni og mér finnst þetta ekki rétt. Það er verið að sækja í úthafskarfann sem kominn er að mörkum í sókninni og þegar kvótinn verður ákveðinn milli þjóða þá getur þetta framferði komið okkur í koll. Nú eigum við Islendingar nógu mörg skip til að sækja það sem okkur ber og viö eigum að nýta okkar stóru og góðu skip utan lögsögunnar til þess að rýma fyrir öðrum innan hennar en ekki að sækja skip til annarra landa þar sem menn hafa gefist upp á útgerð eft- ir að hafa veitt upp fiskistofna. Sókn i takmarkaöa auðlind kallar á reglur sem allir fara eftir og allir skuiu vera jafn- settir. Að ætla að fara að stórauka sóknina með aðkeyptum og aðfluttum skipum er að fara offari enn einu sinni." □ Útgerðarmenn Sjómenn Aðstandendur sjómanna Nýtið ykkur þjónustu strandarstöðvanna Hringið og pantið samtal um eftirtaldar stöðvar: Reykjavík Radíó (Gufunes Sími: 91-11030/ 16030 skip Sími: 91-672062 bifreiðar Isafjörður Radíó Sími: 94-3065 SiglufjörSur Radíó Sími: 96-71108 Nes Radíó Sími: 97-71200 HornafjörSur Radíó Sími: 97-81212 Vestmannaeyjar Radíó Sími: 98-11021 Auk símtalaafgreiöslu hlusta strandarstöðvarnar á kall- og neyðartíðnum skipa og bifreiða, rás 16, 2182 KHz og 2790 KHz, allan sólarhringinn, alla daga ársins og ann- ast fjarskipti við leit og björgun. SJÓMENN! MUNIÐ TILKYNNINGASKYLDUNA 10 ÆGIR MARS 1995

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.