Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1995, Page 13

Ægir - 01.03.1995, Page 13
SJÁVARSÍÐAN FEBRÚAR 18111 MAÐUR MÁNAÐARINS landi er mjög sterkur eða um 100 þúsund tonn og ætti að vera óhætt að veiða 3 þúsund tonn ár- lega. Austfirskir útvegsmenn sýna málinu áhuga. M Níu frystihús hafa sótt um Ifta úreldingarstyrk úr Þróunar- sjóði sjávarútvegsins en sam- kvæmt lögum um sjóðinn á hann að veita styrki til úreldingar fisk- vinnsluhúsa. Stærst húsanna sem sótt hafa um úreldingu er frysti- hús Hólaness á Skagaströnd. Þró- unarsjóður vinnur að því aö út- færa reglur um hvernig staðið skuli að úreldingu húsanna. Útgerðarfélagið Akkur á Fá- HH skrúðsfirði, sem nýlega seldi rækjutogarann Klöru Sveins- dóttur til ísafjarðar, stendur í samningaviðræðum um kaup á 56 metra löngum úthafsveiðitog- ara frá Nýfundnalandi. Frystigeta skipsins er 60 tonn á sólarhring. Rækjukvóti Klöru Sveins var seld- ur með henni til ísafjaröar en gert er ráð fyrir að gera umræddan togara út á úthafskarfaveiðar og rækjuveiðar í úthafinu. PPI Tjaldanes ÍS staðiö að ólög- ■i legri löndun afla framhjá vigt í Hafnarfirði. Þetta er í fyrsta skipti sem skip er kært fyrir slíkt svindl. Skipstjórinn segist í fjöl- miðla hafa verið að bjarga sér. M Grænlenska loðnuskipinu Ui Ammassat bannað að stunda loðnuveiðar í íslenskri lög- sögu og að flytja hrat frá skipum sem flokka loðnu úti á sjó. Skip- stjórar mótmæla þessari ákvörðun sem þeir telja rangláta. PPJ Togaraskýrsla LÍÚ sýnir að ■■■ aflaverðmæti frystitogara jókst um 7,7% á síðasta ári á með- an aflaverðmæti ísfisktogara jókst um 1,8%. Gullver NS var með mest aflaverðmæti ísfisktogara, um 272 milljónir, en hæstur frystitogara var Baldvin Þorsteins- son EA með tæpar 578 milljónir. Maður mánaðarins er Lárus GrÍmsson skipstjóri á Júpíter ÞH. Lárus og hans menn flokkuðu loðnu til frystingar úti á sjó í miklum mæli og fóru fremstir í flokki þeirra sem fitjuðu upp á nýjungum í því efni. Júpítersmenn notuðu ýmsar aðferðir til þess að losna við úrgangsloðnu, sendu m.a. stóran pramma með dráttarbát vestur til Bolungarvíkur. „Þetta gekk að mörgu leyti vel. Framkvæmdin, þ.e. flokkunin sjálf og allt það, gekk samkvæmt áætlun en að þessu sinni náðum við ekki næstum því eins miklu magni og við ætluðum. Mikil áta í loðnunni var rneira vandamál en venjulega gerist. En það gengur betur næst," sagði Lárus í samtali við Ægi. Lárus Grímsson er fæddur 3. mars 1951 í Reykjavík. Foreldrar hans eru Grímur Jónsson læknir í Hafnarfirði og Gerda Jónsson kona hans. Eiginkona Lárusar er Jóhanna Daðey Kristmunds- dóttir úr Dýrafirði og dóttir þeirra er Þórdís Harpa, f. 1973. Lárus lauk prófi úr Stýrimannaskólanum 1975 og hefur verið skipstjóri á nótaskipum í 20 ár, m.a. á Hilmi II, Hafrúnu og Ljósfara en tók við Júpíter 1988. Júpíter á 4% loðnukvótans sem myndi skila 40 þúsund tonnum miðað við milljón tonna heildarveiði. Ljóst er að skipið nær ekki úthlutuðum kvóta sínum á þessari vertíð en viku af mars hafði Júpíter veitt rúm 10 þúsund tonn frá áramótum. Júpíter ÞH 61 er upphaflega síðutogari smíðaður í Bremerhaven í Þýskalandi árið 1957 og var gerður út sem slíkur frá Reykjavík af Tryggva Ófeigssyni. 1979 var skipt um brú, byggt yfir þilfar og skipt um aðalvél en annars er hann lítt breyttur frá upphafi. Burðargetan er rétt 1300 tonn. „Hann er orðinn roskinn en það er mikið eftir í honum enn. Hann telst til okkar elstu en jafnframt bestu skipa." ORÐ í HITA LEIKSINS „Þetta hefur verið mér mjög góður tími og þessi 50 ár sem ég hef verið á sjónum hafa liöið hratt." Arinbjörn Sigurðsson, landsfrægur aflaskipstjóri, tekur pok- ann sinn og lýsir ferlinum í samtali við fréttabréf Granda. „Einhvern tíma hefði það þótt guðlast að nefna fullyrðingar innan veggja LÍÚ um að fiski væri hent í sjóinn í stórum stíl, en nú framleiða menn þar á bæ áróð- ursplaköt til að stemma stigu við þessum glæp." Hörður Kristjánsson í forystu- grein Vestfirska fréttablaösins 8. febrúar. „Það er hörmungaraðbúnaður hjá sjómönnunum sem eru þarna. Ef slys verða eða óhöpp er þetta ægilegt iíf ef engin er aöstoðin." ÞÓrður B. Sigurðsson, yfir- vélstjóri á Óðni, talar við VSFÍ-fréttir um lífið í Smugunni. „Sjómannaforystan er hér aö reiða til höggs gagnvart fiskvinnslufólki um land allt sem á eftir að lifa í eilífri óvissu um það hvort það getur fengið vinnu eða ekki." KristjáN Ragnarsson, formaöur LÍÚ, um aðgerðir samtaka sjómanna og Samtaka fiskvinnslustöðva án útgeröa í fiskverðsmálum. „Þetta feilspor okkar síðastliðin tíu ár í stjórnun fiskveiða er búið að kosta þjóð- ina mörg hundruð milljarða í glötuðum verðmætum." Sveinbjörn JÓNSSON, á Suðureyri, um kvótakerfið í Vestfirska fréttablaðinu 15. febrúar. ÆGIR MARS 1995 13

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.