Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1995, Page 21

Ægir - 01.03.1995, Page 21
ureyri og var fyrstur skuttogara með búnað til þess að frysta fisk um borð. Síðan hefur togaraflotinn í vaxandi mæli sótt í fullvinnslu. Dæmigerður togari vinnur aflann um borð og er fisknum skipað upp tilbúnum á er- lendan markað. Útgerð frystiskipa er sá þáttur sem skilar mestum hagnaði nú um stundir og undanfarin ár hafa útgerðarmenn togara sótt í slíkar veið- ar í vaxandi mæli og ísfisktogurum fækkað. Árið 1993 voru 69 ísfisktogar- ar skráðir með afla en 64 vinnsluskip og af þeim eru 39 skip talin vera frysti- togarar en mismunurinn er skip og bátar sem stunda ekki eingöngu veiðar þar sem aflinn er frystur um borö. Alls eru þetta 133 skip en í Sjómannaalm- anaki 1995 eru skráðir 110 eiginlegir skuttogarar. Árið 1994 nam aflaverð- mæti ísfisktogara 10,6 milljörðum og hafði aukist milli ára um 1,8% en afla- verðmæti frystitogara nam 13,9 millj- örðum og jókst um 7,7% milli ára. Kvótakerfið og niðurskurður veiði- heimilda hefur leitt til vaxandi sóknar í úthafsveiði utan íslenskrar lögsögu á Reykjaneshrygg og í Barentshafi og með því hafa margir togarar, sérstak- lega vinnsluskip, mætt vaxandi sam- drætti í leyfðum afla. í upphafi árs 1995 er vinnsluskipið Guðbjörg ÍS nýjasta og glæsilegasta fiskiskip íslendinga og á það sameigin- legt með ýmsum fyrirrennurum sín- um að vera talin fullkomnasta fiski- skip í heiminum. □ Heimildir: Heimir Þorleifsson: Saga íslenskrar tog- araútgerðar fram til 1917. Þorleifur Óskarsson: íslensk togaraút- gerð 1945-1970. Ásgeir Jakobsson: Kastað í Flóanum. Bjarni Guömarsson: Togaraútgerð í Reykjavík 1920-1931. Grein í Landshagir, þættir úr íslenskri at- vinnusögu, gefnir út í tilefni 100 ára afmælis Landsbanka Islands. Öldin okkar 1971-1990. Ægir, afmælisrit 1959. Hafrannsóknastofnun, fjölrit nr. 37: Nytjastofnar sjávar 1993/94. Útvegur 1993. Fiskifélag íslands. Örvar HU kom til heimahafnar á Skagaströnd í apríl 1982. Hann var smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri, 499 brl. að stærð. Örvar var fyrstur íslenskra togara með fullvinnslulínu um borð og var aflinn flakaður og frystur úti á sjó. SWAN NET LTD kynnir HEKLU flottrollin Léttara í drætti. Auðveld sjósetning. Trollið fer klárt í sjó. Heklan er úr snúnu nyloni. Skverar sig mjög vel eða 7,6% af ummáli belgsins. Léttara að taka það og láta það fara. Trollið er úr vatnsvörðu efni sem gerir það að verkum að þegar það er komið inná tromluna er það nánast þurrt, Eftirtalin skip hafa valið Heklu: Margrét EA Breki VE Gnúpur GK Runólfur SH Klakkur SH Akureyrin EA Kynntu þér flottrollin frá SWAN NET LTD hjá: Ellingsen hf. Reykjavík Sími5628855 Fax 5621877 Netagerðin Ingólfur Vestmannaeyjum Sími 4811235 Fax 4813063 ÆGIR MARS1995 21

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.