Ægir - 01.03.1995, Page 35
HVAÐ ER RETT SKIPASKRA?
Listinn sem hér er birtur er ekki tæmandi, sérstaklega ekki þegar tíunduð eru véla-
skipti í smærri bátum. Erfiðlega gekk að útvega lista sem tæki til allra breytinga á flot-
anum á árinu og er greinilega pottur brotinn í upplýsingasöfnun þeirra eins og opin-
berir aðilar standa að henni og nauðsynlegt að samræming og endurnýjun til sam-
ræmis við nútímakröfur fari fram.
Siglingamálastofnun ríkisins lætur vinna skipaskrána hjá Skýrsluvélum ríkisins og
þar er hún geymd í um 10 ára gömlu tölvuumhverfi sem er þungt í vöfum og ófull-
komið á ýmsan hátt. Fiskifélag íslands heldur einnig skipaskrá og það gerir Fiskistofa
líka og einhver munur er milli þessara skráa þótt þær byggi allar í raun á sama grunni.
Listinn yfir lengingar og vélaskipti í þilfarsskipum er fenginn frá Fiskifélagi íslands
og sömuleiðis listinn um lengingar á opnum bátum. Skrá Fiskifélags er tæmandi um
þau skip sem hún nær til.
30 ára reynsla!
C Vélaviðgerðir
v Rennismíði
• Málmsprautun og
rafsuða á öxla
Plötusmíði VÉLAVERKSTÆÐI
• Skrúfuviðgerðir og fl. JÚHANNS OLAFS H/F
Reykjavíkurvegur 70 • Hafnarfirði • Sími: 555 2811 • Bréfsími: 565 0140
Listann yfir öll önnur véla-
skipti útbjó Pétur Svavarsson,
starfsmaður Vélorku hf., fyrir
Ægi. Listinn er byggður á skipa-
skrá Siglingamálastofnunar og
búinn til með því að færa upp-
lýsingar úr henni yfir í Access-
gagnagrunn. Vélorka seldi vélar í
alls 24 báta á síðasta ári. Þeir eru
þó ekki allir á listanum því
nokkrir þeirra voru ekki búnir að
tilkynna breytingar til Siglinga-
málastofnunar þegar listinn var
tekinn saman í byrjun mars.
Reikna má með að svo sé einnig
um aðra umboðsaðila, þ.e. að
þeir hafi selt vélar í fleiri báta en
listinn gefur til kynna. Meðan
núverandi horf er á söfnun upp-
lýsinga í skipaskrá er ekki hægt
að birta lista sem er fullkominn.
Það er ætlun Ægis að birta yfirlit
yfir breytingar á skipum árlega
og við þorum hiklaust að lofa ít-
arlegri lista að ári.
Skipaskrá þyrfti að vera að-
gengilegri og bjóða upp á fjöl-
breyttari möguleika en nú er. Því
er hvatt til þess að þeir aðilar
sem koma við þessa sögu leggist
á eina ár til þess aö bæta ástand-
ið. íhugandi er hvort ekki eigi að
halda eina mjög ítarlega skipa-
skrá í landinu til aö koma í veg
fyrir tvíverknað. □
1985-1995
SKIPAVWGERDIR
Öll almenn járnsmídri
ryðfríU stál 09 ál
Gerum verðtilboð
Vanir menn vönduð vinna
5TBL-0RKB
Skútahraun 11 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0399 Fax 565-0399
Bílasími 985-27687
03
O)
2
ÆGIR MARS 1995 35