Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1995, Side 46

Ægir - 01.03.1995, Side 46
Jónas Haraldsson, skrifstofusjóri L.I.U. Viljum ekkert samstarf við hryðj uverkasamtök í síðasta tölublaði Ægis birtist viðtal við Árna Finnsson, starfsmann Green- peace-samtakanna, sem við íslend- ingar þekkjum af biturri reynslu. Þótt maður sé ýmsu vanur þegar þessi samtök eiga í hlut, og ekki sízt Árni Finnsson, þá tekst þessum aðilum enn og aftur að koma manni á óvart með furðulegum og oft barna- legum málflutningi. Er ekki að ástæðulausu að mörgum finnst Greenpeace vera veruleikafirrt um- hverfissamtök. Upplýsingar og ofbeldi I viðtalinu fullyrðir Árni Finnsson að baráttuaðferð Greenpeace sé að koma upplýsingum til almennings. Jafnframt sé meginreglan að beita ekki ofbeldi. Er það nýtt fyrir mönnum að Greenpeace viðurkenni að samtökin beiti ofbeldi, þótt það sé ekki algild regla. Er ekki að ástæðulausu að Davíð Oddsson forsætisráðherra kallaði Greenpeace hryðjuverkasamtök sem segir heilmikið um hug íslendinga til Greenpeace og hvernig Greenpeace hefur komið ár sinni fyrir borð gagn- vart okkur íslendingum. Hvað áðurnefnda upplýsingamiðlun til almennings snertir þá er Green- peace þekkt fyrir að grípa tii rangtúlk- ana í áróðursskyni fyrir málstað sinn. Má nefna í því samhengi ab Alþjóða- hafrannsóknarráðiö neitaði Green- peace um áheyrnaraðild að ráðinu á þeim forsendum að Greenpeace væri ekki hæft til að fara með vísindaleg gögn, sem ætti ekki ab koma mönnum á óvart sem þekkja til áróðurs Green- peace þar sem tilgangurinn helgar meðalið. Það sem vekur sérstaka furbu í við- talinu við Árna Finnsson eru eftirfar- andi ummæli, sem rétt er að taka upp orðrétt. Hvalveiðar íslendinga „Það er margt sameiginlegt í afstöbu íslenskra stjórnvalda og Greenpeace í umhverfismálum sem vib ættum að geta unnið saman að án þess ab láta ágreining um einstök atriði spilla því. Jónas Haraldsson. Auövitað hefur hvalveiðimálið vald- ib erfiðleikum í samskiptum okkar við þjóðir eins og Islendinga. Við gerðum þau mistök á sínum tíma að berjast eingöngu gegn hvalveiðum íslendinga án þess ab leggja samtímis áherslu á þau baráttumál okkar sem íslendingar studdu. Við hefðum víba geta unnið betur saman en hvalamálið varð á milli. Nú eru engar hvalveiðar í gangi svo við ættum ekki aö þurfa að deila um það. Hrefnuveiðar eru ekki stærsta hagsmunamál íslendinga. Hitt er alveg ljóst ab hrefnuveiðarn- ar og afstaða Greenpeace í því máli verður ekki notað sem skiptimynt til þess að semja einhvers konar frið við íslendinga. Vib mununt ekki hvika frá okkar stefnu enda varla naubsynlegt að kaupa íslendinga til þess að gera þeð sem þeir þurfa að gera." Hroki og einfeldningsháttur Þessi ummæli bera meb sér hroka og einfeldningshátt. Heldur Greenpeace virkilega að íslendingar hefbu viljað vinna í samstarfi með Greenpeace varðandi t.d. mengunarmál á sama tíma og Greenpeace var að berjast með ofbeldi gegn hvalveiðum okkar íslend- inga. Um leið er því lýst yfir aö Green- peace muni ekki hvika frá baráttu sinni gegn hvalveiðum, enda á ekki að þurfa að kaupa íslendinga til ab gera það sem þeir þurfa að gera. Sem er hvað, ég spyr? Enn á ný á að reyna að fá íslendinga til samstarfs við Green- peace undir forystu þeirra að sjálf- sögðu. Nú eru þab fiskverndunarmálin sem Greenpeace hefur tekið upp á arma sína og ætlar að kenna fiskveiði- þjóðum heims allt um þau mál. Slettireka öllum til ama Þaö sem Árni Finnsson og Green- peace-samtökin vilja alls ekki viður- kenna er sú staðreynd ab hvorki Islendingar né aðrar fiskveiðiþjóðir hafa neinn áhuga á því að eiga nokk- urt samstarf við þessi samtök, enda engin þörf á því. Það er nákvæmlega ekkert sem Greenpeace hefur nýtt fram að færa nema að reyna að troða sér inn í umræðuna í misskildu hlut- verki frelsarans. íslendingar vilja leysa sín vandamál sjálfir eða í samstarfi við siðaðar þjóðir, án slettireku eins og fyrirbærib Greenpeace er öllum til ama og leiöinda ab venju. Eitt er víst að hagsmunaaðilar í íslenzkum sjávar- útvegi munu eftir sem áður berjast gegn Greenpeace bæbi hérlendis sem erlendis. □ 46 ÆGIR MARS 1995

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.