Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1995, Side 16

Ægir - 01.12.1995, Side 16
SJAVARSIÐAN VIÐ NÁNARI ATHUGUN Einn sjómaður slasast á dag Á árunum 1973 til 1993 komu til meðferðar á slysadeild Borgarspítalans 7.713 slasaðir í sjóslysum eða að meðaltali 367 slasaðir á ári. Þetta þýðir að á hverjum degi á þessum tímabili slasaðist einn sjómaður nógu illa til þess að hann væri fluttur á slysadeild en á Borgarspítalanum hefur slösuðum og veikum sjómönnum um árabil verið veitt viðamikil þjónusta. Þangaö eru fluttir til meðferðar langflestir alvarlega slasaðir sjómenn af öliu landinu og nánast allir sem slasast á nálægum miöum. Þeir 7.713 sjómenn sem komu á slysadeild á umræddu 20 ára tímabili skiptust þannig að 3.638 voru frá Reykjavík en 4.030 utan Reykjavíkur. Karlar voru í miklum meirihluta eða 97,6%. 3,8% þeirra sem komu frá Reykjavík þurfti að leggja inn en 9,5% þeirra sem komu utan af landi og má það teljast nokkuð eðlilegt þar sem menn eru varla fluttir um Iangan veg undir læknishendur án þess að meiðslin séu alvarleg. Síðustu ár virðist heildarinnlögnum heldur hafa fækkað ef tekin eru saman þriggja ára tímabil. Á árunum 1991 til 1993 voru lagðir inn 63 sjómenn vegna af- leiðinga slysa meðan 99 voru lagðir inn á næstu þremur árum á undan. Þeir sem slasast á síðari hluta tímabilsins sem rannsóknin nær til eru eldri en áður. Á þriggja ára tímabili 1982 til 1984 voru slysin langalgengust í aldurshópnum 20 til 24 ára en tíu árum síðar eru þau algengust í hópnum 25 til 29 ára. Á sama tíma hefur orð- ið mikil fækkun slysa í aldurshópnum 15 til 19 ára. Þessa þróun má trúlega rekja til betri menntunar, forvarnastarfs, nýrra starfshátta og breyttrar útgerðar. Slysatíðni þessara 20 ára er nokkuð misjöfn. Skýrt sést að slysum fjölgar mjög á ár- unum 1985 til 1988. Síðan hefur dregið vemlega úr slysum í Reykjavík en nrinna úti á landi. Hver er nákvæm skýring þessa er ekki gott að segja. Á árunum 1985 til 1988 fjölgaði ársverkum við fiskveiðar um ca. 1000. Lítinn hluta þess má rekja til auk- innar vinnslu um borð en stærstan hluta til mikillar fjölgunar smábáta sem varð á þessum árum. Þessar niðurstöður em úr rannsókn sem Brynjólfur Mogensen læknir á slysadeild Borgarspítalans hefur unnið og kynnti nýlega á ráðstefnu í Esbjerg. Brynjólfur legg- ur til að lögð verði meiri áhersla á forvarnastarf en áður og slysa- og sjúkdómaskrán- ing verði stórbætt frá því sem nú er. Koma þurfi á stórbættri fjarskiptalæknisþjón- ustu. Brynjólfur telur brýnt og leggur til að komið verði á fót heilbrigðisstofnun sjó- farenda að fyrirmynd flestra landa í kringum okkur og yrði stofnunin staðsett á Borgarspítalanum og bæri ábyrgð á eftirtöldum þáttum: a) skipulagninu á gmnn- og símenntun sjófarenda, b) samræmdri slysa- og sjúkdómaskráningu, c) fjar- skiptalæknisþjónustu sjófarenda, d) umsjón meö lyfjakistum og e) öflugri upplýs- ingamiðlun til allra forvarnaraðila þar sem upplýsingar úr slysa- og sjúkdómaskrán- ingu eru notaðar. FJÖLDI Árlegur fjöldi ANNÁLL ■M Tveir rækjutogarar, Erik BA H og Kan BA, bætast í flota Bíldddælinga. Togararnir eru keyptir af Royal Greenland og rækjuverksmiðjurnar á Bíldudal, Blönduósi og Sauðárkróki samein- ast um kaupin á þeim. Samtals geta togararnir fryst 80 tonn á sól- arhring og veröur þeim haldið til veiöa á Flæmingjagrunni. ■■■ Hólmadrangur hf. á Hólma- mÆ vík hefur tekið frystiskipið Andey SF frá Hornafirði á leigu og hyggst halda skipinu til úthafs- rækjuveiða fyrst um sinn. ■■■ ísfélag Vestmannaeyja kaup- ir 15 ára gamalt nóta- og togveiðiskip frá Hjaltlandi fyrir rúmar 300 milljónir. Burðargeta skipsins er um 1000 tonn en það er búið sex kælitönkum. Skipið verður afhent í apríl í vor. ■■■ Fiskistofa úrskurðar að þó Kfl stækkun skipa við breyting- ar sé meira en 20% þurfi ekki að úrelda rúmmetra á móti. Fiskistofa úrskurðaði að Farsæll GK þyrfti ekki að leggja inn úreldingu þó fyrirhuguð stækkun næmi 50%. ■M Engey RE kemur til landsins Kfl eftir gagngerar breytingar í Póllandi. Sólblóm hf. heitir nýstofnað fyrirtæki sem mun ætla að stunda smokkfiskveiðar við Falk- landseyjar í samvinnu við heima- menn. Mjög auðug smokkfiskmið eru í nágrenni eyjanna og gott verð fæst fyrir aflann. ■■■ Útgerðarfyrirtækið Vísir í Grindavík kaupir Frey ÁR frá Þorlákshöfn. Hluti af kvóta Freys fylgir með í kaupunum. Fyrir á Vísir fjóra báta. PPI Fiskimjöl og lýsi hf. í ■U Grindavík kaupir notað nóta- og flottrollsskip frá Skot- landi. Skipið er norsk smíði frá 1978, getur borið tæp 1000 tonn, þar af 760 tonn í sjókælitönkum. Kaupverðið er 350 milljónir. 16 ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.