Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1995, Síða 20

Ægir - 01.12.1995, Síða 20
Elding endurfæðist „Þessi bátur er sá albesti sem ég hef veriö á. Þetta er algjör sjóborg," sagöi Þorgeir Jóhannsson eigandi Eldingar í samtali viö Ægi. Suöur í Kópavogshöfn liggur bóga- breitt skip, rauömálaö, með nafninu Elding málað á brúarskyggniö. Þessi sjón vekur athygli og hlýjar endur- minningar hjá gömlum síldarsjó- mönnum sem leib eiga um. Eldingin var um árabil þekktasta björgunar- og dráttarskip Islend- inga. Síbustu síldarárin, þegar flot- inn var á veiðum fyrir austan land, var Elding aldrei langt undan þeg- ar þurfti aö skera úr skrúfu eöa bjarga mönnum úr vandræðum. Skipstjóri og aðalkafari var Haf- steinn Jóhannsson sem margt mætti um skrifa þó ekki veröi þaö gert hér. Eldingin er sérstætt skip sem á langan og skrautlegan feril sem björgunar- sklp, dráttarbátur og rækjubátur. Eldingin hefur átt langan og skrautlegan feril í ýmsum hlutverk- um en nú er hún komin aftur heim til föðurhúsanna í tvennum skiln- ingi. Annars vegar vegna þess að hún var smíðuð í Kópavogi en hins- vegar vegna þess að núverandi eig- andi hennar og sá sem er að gera hana upp og endurbyggja er Þorgeir Jóhannsson bróðir Hafsteins. Þorgeir starfaði sem kafari um árabil á Akra- nesi og víðar og var í áhöfn Eldingar á blómatíma hennar. Hann hefur verið búsettur í Noregi um árabil og starfað á olíuborpöllum þar. Þorgeir Jóhannsson eigandi Eldingarinnar vinnur hörðum höndum við endurbyggingu hennar í Kópavogshöfn. Dráttarbátur og skemmtibátur Hann ætlar að gera Eldinguna að alhliða dráttarbát og skemmtibát sem henti jafnvel til þess að vinna að björgunarstörfum og sigla með ferðamenn um sundin blá í hvala- skoðun og grillveislum. Hann vinn- ur samkvæmt þeirri áætlun að skipið verði klárt í apríl í vor og þá telur 20 ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.