Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1995, Síða 21

Ægir - 01.12.1995, Síða 21
hann að fjögurra manna áhöfn ættu að duga til að sinna þeim verkum sem fyrir liggja- „Þessi áætlun verður að standa því ég er þegar búinn að fá fimm til sex bókanir í ýmis verkefni," sagði Þorgeir í samtali við Ægi. Skipt verður um brú á Elding- unni og hún flikkuð upp á ýmsan hátt og mun minna meira á skemmtisnekkju en dráttarbát að endurbyggingu lokinni. Elding var smíðuð 1965 til 1967 í Kópavogi eftir teikningum að kanadísk- um tundurskeytabát. Hún er 27,42 metrar á lengd, 6,86 metrar á breidd og er skráð 105 brl. með tvær Caterpillar-vélar en hvor þeirra er 527 hö. Hún er nú skráð sem dráttarbátur. Eldingin átti stuttan feril sem dráttar- bátur og björgunarskip, en svo eignaðist Fiskveiðasjóður hana í kringum 1970 og þá keyptu útgerðarmenn í Sandgerði grip- inn og breyttu henni í rækjuskip og hún var um árabil gerö út þaðan og frá Dalvík undir nafninu Arnarborg. Þegar þeim ferli lauk var hún úrelt sem fiskiskip og Köfun- arstööin hf. eignaðist hana og skírði Orion og þar var hún notuð sem dráttar- bátur um árabil. Þegar Köfunarstöðin varð gjaldþrota var Eldingin komin í mikla niðurníðslu og lá í nokkur ár í hálfgerðu reiðileysi og vanhirðu þar til Þorgeir keypti hana. Þorgeir vinnur allt sjálfur við endur- bygginguna og ber reyndar mörgum iðn- aðarmönnum ekki vel söguna sem hann segir að hugsi meira um kjaftagang, kaffi- og reykingapásur en að halda áfram að vinna. Ég vil hafa spennu í lífinu „Hann er ódrepandi þessi bátur. Hon- um er ekki ætlaö að enda í brotajárni eins og margir héldu. Ég ætlaði upphaflega að kaupa hann og rífa úr honum vélarnar og selja en þegar ég var svo kominn með hann í hendurnar þá hætti ég við og á- kvað að laga hann." En er þetta ekki gífurlega dýrt fyrirtæki og hefði ekki verið tryggara að vinna á- fram á borpöllunum? „Þetta mun ekki kosta meira en góður sumarbústaður," segir Þorgeir. „Það er á- gætt að labba með kaffibrúsann í vinnuna á hverjum morgni og horfa svo bara á sjónvarpið á kvöldin en svo flatt líf er ekki fyrir mig. Ég verð að hafa einhverja spennu og óvissu í þessu og þess vegna er ég aö þessu." En hvernig heldur Þorgeir að gangi að fá tilskilin leyfi fyrir bát með eins fjölþætta notkun og hann ætlar Eldingunni? „Ég hef ekki áhyggjur af því. Það er góður maður frá Siglinga- málastofnun sem hefur litið eftir þessu hjá mér og við skulurn bara sjá til þegar verkinu er lokið hvað hann verður skráður fyrir marga farþega og þess háttar. Ég ætla ekki að standa í neinu stappi við reglugerðir og svoleiðis. Ég get alltaf farið með bátinn í burtu frá landinu ef svo ber undir." □ Við óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla ogfarsœldar á nýju ári. CNDnlMCf DALVÍK, SÍMI: 96 - 61670, PÓSTFAX: 96 - 61833 ÆGIR 21

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.