Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1995, Síða 22

Ægir - 01.12.1995, Síða 22
Vita- og hafnamálastofnun setur upp nýtt kerfi: Á varla sinn líka í heiminum „Þetta fór af staö sem einstakt verkefni en hefur þróast mikiö meö sjómönn- unum, í samræmi viö þeirra þarfir. Viö sáum ekki í upphafi hvert þessar til- raunir mundu leiöa okkur," sagöi Gísli Viggósson forstööumaður rannsókn- ardeildar Vita- og hafnamálastofnunar í samtali viö Ægi. Vita- og hafnamálastofnun hefur tekiö í notkun mjög fullkomið upplýs- ingakerfi sem miölar til sjófarenda upplýsingum um ölduhæö, sjólag, veö- urfar og tíöni alda. Upplýsingarnar koma til notendanna glænýjar gegn- um talvél sem er afar auöveld í notkun og fljótlegt aö fá sérhæföar upplýsing- ar. Kerfiö byggir á sístreymi upplýsinga frá tólf sjálfvirkum veðurstöðvum í iandi, staösettum í vitum og höfnum og frá sex úthafsölduduflum sem tengd eru veðurstöövum. Landinu er skipt í fjögur svæði svo auðvelt er að nálgast nákvæmlega þær upplýsingar sem hver notandi þarf á aö halda. Þessum upp- lýsingum er ætlað að auka öryggi sjó- farenda og auðvelda sjósókn þannig að sjófarendur geti fengið upplýsingar um aöstæöur til siglinga eða sjósóknar við landið og inn og út úr höfnum á ná- kvæmlega sama hátt og stjórnendur flugvéla fá upplýsingar um veður og aðstæður til flugs. Vita- og hafnamálastofnun hefur í samvinnu við nokkra innlenda aðila, einkum verkfræðistofuna Hugrúnu, þróað búnað til að veita sjófarendum upplýsingar um veður, sjólag og sjávar- föll. Kerfið byggir á sjálfstæðum mæli- stöðvum sem komið er fyrir í höfnum. Mæld er ölduhæð á rúmsjó og í innsigl- ingum til hafna, flóðhæð og ýmsir veð- urfars- og ölduþættir. Upplýsingum er komið á framfæri eftir ýmsum leiðum. Hafnarverðir lesa af mælitækjum og gefa upplýsingar í gegnum talstöð. Unnt er að fá upplýsingar um síma beint inn á tölvu um borð í skipi eða með sambandi við símsvara. Aftakaveðrið 9. janúar 1991 Þróun þessa búnaðar hefur tekið nokkur ár og brautin hefur ekki alltaf verið þráðbein og ekki séð enn fyrir enda hennar. Upphafið má rekja til þess þegar Vita- og hafnamálastofnun setti upp öldumælisdufl við innsigling- una til Hafnar í Hornafirði í kjölfar mikils aftakaveöurs sem þar varð 9. jan- úar 1990. Tölva fylgdist meö mæling- unum og skráði og var hafnarvörður- inn beðinn að gæta tölvunnar sem var geymd í húsakynnum hafnarinnar og skjárinn staðsettur þannig aö sást á hann inn um gluggann en þar birtust talnarunur sem gáfu til kynna tíma, ölduhæð, tíðni o.þ.h. Sjómenn á Höfn, sérstaklega smá- bátasjómenn, voru fljótir að átta sig á eiginleikum þessa nýja tækis og lágu á glugga hafnarvarðar og í símanum til hans í tíma og ótíma þegar veður var tvísýnt. Fram tii þess hafði sjóveður verið metið eftir ótal þáttum sem ekki verður brugðið mælitæki á en ekki síst á sjónmati á því hvernig ósinn leit út við tilteknar aðstæður. Tölvan gerði sjómönnum kleift að yfirfæra sína þekkingu og reynslu yfir á talnarunurn- ar á skjánum og fljótlega hættu þeir að fara á fætur þegar veðurútlit var ótryggt heldur hringdu niður á höfn og létu horfa á skjáinn. Vita- og hafnamálastofnun gekk þegar til móts við þennan áhuga sjó- mannanna og sett var upp veðurathug- un í samvinnu við Veðurstofuna og mælir í Ósnum sem fylgdist með sjáv- arföllum. Þessar upplýsingar berast nýjar á skjáinn í aðgengilegu mynd- rænu formi. Að hringja í elskuna sína Síðan var enn bætt um betur og eig- inkona eins starfsmanns Verkfræðistof- unnar Hugrúnar las inn á talgervil sem svarar með þýðri röddu sjómönnum í veiðihug. Sjómenn eru sannarlega með á nótunum því á Hornafirði, þar sem kerfið hefur verið lengst í gangi, voru skráð allt að 160 símtöl á sólarhring í desember þegar álagið var mest. „Sjómennirnir fóru fljótlega að kalla hana „elskuna sína" og tóku miklu ást- fóstri vib þessa rödd sem eflaust hefur átt sinn þátt í áhuga þeirra og já- kvæðni," sagði Gísli Viggósson. Kerfið á Hornafirði var upphafið að því neti sem nú er orðið opið öllum gegnum símsvarann en í byrjun þessa árs var samskonar sjálfvirkt innsigling- arkerfi sett upp í Grindavík svo nú er hátæknivætt sívirkt flæbi upplýsinga frá þessum tveimur innsiglingum sem eiga það sameiginlegt að vera ákaflega viðsjárverbar en jafnframt fjöifamar. Auk þess hafa verið settar upp stöðvar í vitunum á Garðskaga, Bjargtöngum, Straumnesi, Hornbjargi, Fonti á Langa- nesi, Dalatanga, Kambanesi og Skarðs- fjöru, en auk þess eru stöðvar Veður- stofunnar á Gufuskálum og í Grímsey tengdar við kerfið. En til viðbótar koma síðan sex úthafsdufl sem staðsett eru suöur af Hornafirði, Vestmannaeyjum og Grindavík, vestur af Garðskaga og Straumnesi og á Grímseyjarsundi. Stefnt er að því ab fjölga úthafsduflum og setja upp ný norðaustur af landinu. Svipaður búnaöur er kominn í gagn- ið við Reykjavíkurhöfn, Grundartanga- höfn, Hafnarfjarðarhöfn, Patreksfjarð- arhöfn, Dalvíkurhöfn og Þorlákshöfn. Þetta upplýsingakerfi er einnig afar mikilvægt fyrir flutningaskip sem þurfa ab geta nálgast upplýsingar um abstæð- ur á ókunnum stað. Sjólag, veður og flóðhæð getur skipt sköpum varðandi 22 ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.