Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1995, Page 35

Ægir - 01.12.1995, Page 35
Markús á Marzinum: glópalán Þetta var „Ég hef alltaf verif) heppinn. Þa& var yfir mér eitthvað giópalán. Mér hlekktist aidrei á, rak ekki svo mikið sem stefnið niður og fiskaði oft ágæt- lega." Maðurinn sem tekur svo hæversklega til orða heitir Markús Guðmundsson og er fyrrverandi togaraskipstjóri, löngum kenndur við Marz RE 261 sem var þekkt aflaskip í eigu Tryggva Ófeigssonar, þess kunna útgerðar- og athafna- manns. Markús tók við Marzinum þegar hann kom nýr 1954 og stýrði honum farsællega í um 10 ár. Á Marzinum sló hann met sem trúlega stendur eitthvað fram á næstu öld, en 1955 kom Marzinn alls með 7.395 tonn að landi og er það mesti afli sem togari hefur fiskað á einu ári við Islandsstrendur fyrr og „Ég man nú ekkert sérstaklega eftir þessu ári. Þetta hefur sjálfsagt verið mik- ið karfi. Ég fór aldrei í Skerjadýpið eftir karfanum, en hafbi mikið dálæti á bleyðu á bláendanum á Jökultungunni. Þar fiskaði ég oft vel." Markús var alla sína starfsævi um borð í togurum. Hann byrjaði ungur með föbur sínum á Hannesi ráðherra á kreppuárunum og hætti ekki á síðutog- urum fyrr en hann hætti sem skipstjóri á Júpíter árið 1973. Þá tók Markús við skuttogaranum Aðalvík og stýrði henni í þrjú ár, en þá gerðist hann veiðieftir- litsmaður og hætti því ekki sjós fyrr en 1990 eftir rúmlega hálfrar aldar sjó- mennsku. „Ég fæddist 1923 og ólst upp á Unn- arstígnum í Vesturbænum í Reykjavík. Faöir minn var sjómaður mestalla sína ævi, frá því ég man fyrst eftir mér. Hann var hjá Alliance-félaginu, fyrst með Jón forseta sem síöar strandaði við Stafnes. Hann var ekki um borb þá, heldur var kominn á nýtt skip, Tryggva gamla, sem hann stýrði lengi. Síðan var það Hannes rábherra, þá Jón Ólafsson og loks nýi Jón forseti sem var smíðaöur eftir stríð. Hann stýrði honum til 1950, en þá tók ég við. Þá fór gamli maöurinn í land, kom- inn fast ab sextugu, og setti upp hænsnabú á þeim slóðum sem KR-völl- urinn við Frostaskjól er núna, en þar átti hann erfðafestuland. Vib það dútl- abi hann um árabil og undi sér vel." Foreldrar Markúsar voru Guðmund- ur Markússon ættaður úr Ölfusinu og Unnur Erlendsdóttir sem ættuð var austan af fjörðum. Guðmundur var nafntogaður aflakóngur og allra skip- stjóra fisknastur og setti mörg aflamet á sinni tíð, sérstaklega á Hannesi ráb- herra. Markús var annar í röð fjögurra systkina, þriggja bræðra og einnar syst- ur. Fimm ára í Bugtinni „Fyrsta skipti sem ég fékk að fara með var víst þegar ég var fimm ára en ég man lítið eftir því. Þá var farið hérna rétt út í Bugtina til þess ab fiska í skráp- inn sem kallað var, en úrgangssaltið eft- ir vertíðina var kallað skrápur. En eftir að ég varð 10 ára fór ég með pabba á hverju vori áður en ég fór í sveitina til frændfólks míns á Akureyri, en þar var ég í fjögur sumur. Ég hafði svo sem ekkert hlutverk um borð svona ungur. Mínar helstu lífsreglur voru að muna að taka lýsi á morgnana og að þvælast ekki fyrir. Það hefur löngum þótt góð regla um borð í trollara." Lærðirðu margt af togarajöxlunum? Jón forseti var aö sögn Markúsar eitt besta skip sem hann hafði með að gera. Jón forseti var fyrsta skipið sem hann var skipstjóri á 1950, þá 27 ára gamall, einn yngsti togaraskipstjóri sem þá var til sjós. Jón forseti taldist til nýsköpunartogara, smíðaður í Bretlandi 1948, 675 brl., 55,58 m skráð lengd með 1.000 hestafla gufuvél. ÆGIR 35

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.