Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1995, Blaðsíða 36

Ægir - 01.12.1995, Blaðsíða 36
„Ekki þá, þeir komust lengst meö að kenna mér að taka í nefið, en það mistókst. Þetta voru ágætis karlar." Á þessum árum var að byggjast það sem nú eru grónar götur í Vesturbæn- um og þar byggðu margir togaramenn enda var á þessum árum sérstök virð- ingarstaða og eftirsótt að vera á togara og aflasælir voru þjóðþekktar persónur sem allir báru virðingu fyrir. Þetta var um borð í Hannesi ráðherra á togveiðum á árunum 1932-35 en þeg- ar Markús var 15 ára fór hann fyrsta heila sumarið sem fullgildur háseti á Hannesi á síldveiðar, fyrsta sumarið af fjórum. „Það gekk stundum vel og stundum illa. Föður mínum var betur lagið að veiða í trollið en nótina." á Jóni Ólafssyni í upplestrarfríinu vorið sem ég útskrifaðist og hafði ekki skræð- urnar með mér." Eftir Verslunarskólaprófið tók við samfelld sjómennska og siglingar milli landa á stríðsárunum utan eitt ár sem Markús sat á skólabekk í Stýrimanna- skólanum og útskrifaðist þaðan 1943, slétt tvítugur. Hann fékk stýrimanns- stöðu á flutningabátnum Sverri frá Ak- ureyri þá um sumarið og var í strand- siglingum. Fyrsta stýrimannsplássið sem Markús fékk á togara var á Kára hjá Alliance. Það var fólgið í því aö leysa stýrimenn- ina af í siglingum, en annars var hann háseti. Skipstjóri á Kára var Guðmundur Helgi Guðmundsson og Markús segir að hann hafi fiskaö allvel. Hannes ráöherra á síldveiðum ca. 1935-38. Hannes var frægt aflaskip undir stjórn Guðmundar Markússonar, föður Markúsar. Markús var oft með föður sínum á sjónum, en varð 15 ára messagutti á Hannesi ráðherra 1937 eða 1938. Hannes ráðherra var smíðaður í Bretlandi 1926, 445 brl. skráð lengd 45,91 m með 880 hestafla vél. Hann var með stærstu togurum í flotanum fyrir stríð, aðeins Garðar og Reykjaborg voru stærri. Á sjóinn í upplestrarfríinu Markús lærði ekki til sjómennsku strax þó hugur hans stæði til þess. Hann settist fyrst á skólabekk í Verslun- arskólanum og lauk prófi þaðan tæp- lega 17 ára gamall árið 1940. „Ég hefði getaö orðið kaupmaður prófsins vegna, en hæfileikarnir til þess voru nákvæmlega engir. Ég fór á sjóinn En var þab ekki hættulegur starfi aö sigla með fisk til Englands á stríðsárun- um? Lögðu menn í hverja ferð vitandi að hún gæti orðið sú síðasta? Það er hægt að detta á bananahýði „Fjandakornið ég held að menn hafi ekkert hugsað um það. Það fóru margir í sjóinn á þessum árum, en það er líka hægt að detta á bananahýði í landi og drepa sig eða hvur veit hvað. Þetta fylgdi starfinu og þá varð ab hafa það. Vib fengum áhættuþóknun fyrir sigl- inguna, vissa upphæð á dag. Við sigldum oft í gegnum brak á leiðinni, en þar sem við Iönduðum í Hull, Grimsby á austurströndinni og Fleetwood á vesturströndinni varð maður ekki mjög mikið var við stríðiö, þó helst í Hull. Ég sá aldrei skemmdir á húsum þarna á vesturströndinni og líf- ið sýndist ganga nokkuð sinn vana- gang. Englendingarnar eru svoleiðis, þeir eru svo seigir." Markús sigldi klakklaust öll stríðsár- in og árin eftir það og fylgdist þannig með því hvernig uppbyggingin fór fram. Þó áhafnir togara hafi lítið séð af stríðinu í Englandi þá blasti önnur mynd við í Þýskalandi eftir stríðið, en Markús kom til Bremerhaven 1946 með íslenskum togara. Borgir voru algjörlega í rústum og mikill skortur á mat og ýmsum nauðsynjum. Sníkti lýsi á flöskur „Það kom fólk úr landi og sníkti lýsi hjá okkur á flöskur. Við vorum með lýsistanka og gáfum fólki umyrðalaust. Eg held að þetta vesalings fólk hafi eng- an pening haft til að bjóða sem borgun enda hefðum við sjálfsagt ekki tekib við því. En snyrtimennskan á fólkinu var eftirminnileg þó ekki gengi það í skart- klæðum. Ég man eftir lóðsinum í Brem- erhaven, sem var fyrir stríð skipstjóri á e/s Europe sem var ásamt e/s Bremen stærsta farþegaskip í Evrópu, 50 þúsund tonna skip. Þegar hann var að fara frá borði sendi pabbi mig eftir tveimur smjörlíkisstykkjum handa honum." Markús sá þarna mikil umskipti, en hann hafði tvisvar sinnum siglt með togurum til Þýskalands fyrir stríðið. Eftir stríðið tók við mikil uppbygging og endurnýjun í íslenska togaraflotan- um og Markús fór sem stýrimaður á Norðfjarðartogarann Egil rauða sem Hergeir Elíasson stýrði, en vistin þar var stutt því fljótlega fékk Alliance nýjan Jón forseta frá Bretlandi og Guðmundur fabir Markúsar tók viö skipstjórn þar en Markús varb stýrimaður hans. 36 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.