Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1995, Side 38

Ægir - 01.12.1995, Side 38
þar sem fiskurinn hélt sig. Skipstjórar höfbu á þessum tíma enga skýra mynd af botninum í líkingu við það sem fiski- ieitartæki nútímans bjóða upp á. Lærðir þú líka af pabba þínum aö stjórna mannskapnum? „Ég veit ekki hvort ég náði nokkurn tíma sömu tökum á því og hann, en hann hafði ákaflega gott lag á mönn- um. Hann hafði engan heraga, þab þýð- ir ekkert, en menn báru virðingu fyrir honum. Þetta er nokkuð vandasamt því það er illa séð að vera með of mikla stífni og yfirlæti. Þegar ég tók við skipstjórn fyrst á Jóni forseta þá þekkti ég náttúrlega áhöfnina og leit á þá sömu augum og sjálfan mig. Þetta gekk ágætlega." Fleira veit sá er fleira reynir Skipstjórar hafa oft verið taldir til galdramanna á ísiandi. Af þeim og þeirra aðferðum vib veiöarnar ganga sögur og sumir eru sagðir gæddir yfir- náttúrlegum hæfileikum. Hvaba ráðum beitti Markús vib veiðarnar? „Eg hafði alla tíð eina meginreglu og hún snýst um frumkvæði. Maður fiskar ekki fisk sem annar er búinn að fá og verður því að reyna að pota eitthvað sjálfur. Fyrst er að hafa allt í lagi um borð í skipinu og síðan aö vera þar sem fiskurinn er og það reyndi ég. Það heppnast ekki alltaf en oftar ef frum- kvæðið er notaö. Ég fór samkvæmt þessu oft einskipa þangað sem ég taldi að fiskur væri og aörir voru ekki búnir að reyna. Stund- um gekk það vel, stundum ekki. Svo verður maður að vera hæfilega kæru- laus. Stundum þegar ég sá eitthverjar hrufur á dýptarmælinum þá lét ég bara vaða yfir það og þannig fann ég oft fisk. Það kom fyrir að maður fann nagga og holur sem gáfu vel af sér og ekki var vitað um áður. Fleira veit sá er fleira reynir, segir í Grettissögu og í mínum huga hefur aflasæld alltaf verið sama og frumkvæði. Þeir hafa alltaf fiskað best sem voru sjálfstæðastir." Við veiðar á Selvogsbanka þurfti ekki bara ab gæta sín á úfnum botni. Land- helgislínan lá um veiðisvæðið og Mark- ús segist alltaf hafa sett sína togbauju nákvæmlega á línuna. Þetta gerðu margir skipstjórar og þá þótti öðrum auðvelt að miöa við þær. „Það sló enginn Bjarna Ingimarssyni á Neptúnusi við í navígasjón. Hann var að loftskeytamaður var um borð í hverju skipi og samskiptin við land og önnur skip fóru fram á morsi. Þá tíðk- aðist ekki ab liggja í stöðinni og vera stöðugt að segja hvab hafði fengist í Markús í brúnni á Júpíter RE sem hann stýrði frá 1964 til 1973 og var því samfleytt yfirmaður á síðutogur- um í 30 ár, en hann út- skrifaðist úr Stýri- mannaskólanum 1943. snillingur og hinir fóru aldrei inn fyrir baujurnar hans, en hann setti þær oft það utarlega að það var alveg óhætt að fara inn fyrir en því þorbu fáir." Margir hafa líkt þessu við dulargáfur og skipstjórar hafa sagt sögur af draum- um fyrir fiski. Kannast þú við slíkt? „Já, ég hef heyrt margt slíkt og meira að segja mig hefur dreymt fyrir fiski. Það var sjaldan og því miður fór ég ekki alltaf eftir því, en sá þab oft eftir á. Mér var líkt farib og karlinum sem kona hans lýsti svo að hann væri svo snjall að hann stæði næst Guði. A þeim væri sáralítill munur, en þó sá að Guð sæi allt fyrir fram en karlinn eftir á." Var alltaf illa við talstöðina Markús segist aldrei hafa rætt slíka hluti viö aöra togaraskipstjóra sem hann kynntist mörgum um dagana. Hann var einfari í hópi skipstjóra á mib- unum og var mjög frábitinn því að vera stöbugt að spjalla við önnur skip í tal- stöbinni eins og margir gera. Markús segist hafa andstyggð á því og best sé að treysta á sjálfan sig. Hann vildi lengi vel helst ekki hafa talstöö í brúnni og hirti lítt um „meldingar" annarra. „Ég varð að fá mér þetta í restina til þess að vera ekki eins og eftirlegukind, en mér hefur alltaf verið illa viö þetta." Meldingar á dulmáli Áður fyrr var þetta með þeim hætti hverju holi og segja hvar skipið væri statt. Flotinn skiptist í hópa, tvo eba fleiri eftir atvikum, sem höfbu samskipti við sinn hóp á dulmáli eba kóda. Þess- vegna voru hóparnir kallaðir kódafélög og lutu ákveðnum reglum. Markús segir að á sjötta áratugnum hafi togaraflot- inn t.d. skipst í tvö kódafélög, en þau hafi stundum verið fleiri áður fyrr. Þannig skiptist hvert skip á upplýsing- um við takmarkaðan hóp skipa. Kódinn byggðist á bókstafadulmáli og var skipt um lykla með reglulegum hætti til þess að korna í veg fyrir að hinir gætu ráðið í dulmáliö. Skipin sendu frá sér skeyti á vissum tímum dags á fjögurra tíma fresti, fyrst snemma á morgnana og seinast rétt fyrir miðnætti. Félögin lutu ákveðnum reglum. Þannig urðu skipstjórar að sækja form- lega um inngöngu í kódafélag sem þeir vildu tilheyra og var umsókn þeirra þá borin undir félagana sem fyrir voru og samþykkt eða felld. Markús var um tíma formaður í stærra kódafélaginu af tveimur. Venjulega báru kódafélögin ekki nöfn, en Markús minnist þess ab um tíma fyrir stríð var við lýði kódafé- lag sem var í gamni kallað Stóra nor- ræna. Sumir skipstjórar vildu aldrei vera meb í stórum kódafélögum heldur héldu sig utan þeirra eða í litlu félagi með örfáum öbrum. Þessi félög lögðust af þegar farið var 38 ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.