Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.12.1995, Qupperneq 40

Ægir - 01.12.1995, Qupperneq 40
sumum skipum, þau lögðust út á ytri höfn og svo var áhöfnin selflutt um borð í áföngum eftir því sem hún fannst. Ég var með góðan kjarna, en reyndi að vinna gegn þessu vandamáli með því að ráða fleiri en þurfti. En það gat komið fyrir að allir mættu og þá varð að hafa það." Markús segir að hann hafi aldrei látið sér detta í hug að fara á síld því hann hafi ekk- ert kunnað á það veiðarfæri. Síðutogarar hverfa Eftir að síldin brást 1968 varð miklu auðveldara að manna síðutogarana og Markús segir að útgerð Júpít- ers, sem hann stýrði allt til 1973, hafi gengið þokkalega, en í erfiðleikum sjöunda ára- tugarins lögðu jafnvel gömul og gróin togarafélög eins og Alliance upp laupana eftir 60 ára sögu. Upphaf skuttogaraaldar er jafnan miðað við 1970 og þeim fjölg- aði mjög á næstu árum og síðutogurum fækkaði nokkuð hratt, en sá síðasti þeirra var Harðbakur EA sem var seldur í brotajárn 1979. 1973 tók Markús við skipstjórn á Aðalvík KE sem var nýr skuttogari gerður út frá Keflavík. „Mér gekk sæmilega að skipta yfir á skuttog. Þetta var sóma sjóskip, en ég hefði viljað fiska meira. Svo þegar ég kom úr einum túrnum og sá auglýst eftir veiðieftirlitsmönnum hjá sjávarút- vegsráðuneytinu lét ég slag standa, sótti um, fékk starfið og hætti sem skip- stjóri 1976." Með þessu lauk 27 ára skipstjórnar- ferli Markúsar. Hvernig líkuðu honum umskiptin? „Ég á auðvelt með að breyta til. Ég átti alltaf auðvelt með að skipta um skip, skipta um hús og mér líkuðu vel þessi umskipti. Ég tek breytingum sem sjálfsögöum hlut." Sumir litu á mann sem svikara Veiðieftirlitið varð síðan starfsvett- vangur Markúsar næstu 14 árin, en 1990 tók hann pokann sinn í bókstaf- legri merkingu og hætti til sjós 67 ára gamall. Hann var í hópi fyrstu veiðieftirlits- mannanna og starfið fólst í því að fara um allt land í veiðiferðir með togur- um og bátum, mæla aflann, fylgjast með veiðinni og gefa skýrslur til Haf- rannsóknastofnunar og láta loka svæðum ef hlutfall smáfisks var of hátt og leggja til stærð lokaða hólfs- ins. Markús kynntist því mörgum skipstjórum, skipum og mönnum. Ekki var starf eftirlitsmannsins alltaf vinsælt og stundum líkaði skipstjór- um ekki við ákvarðanir um skyndilok- un, en Markús segist aidrei hafa ljáð máls á rökræðum um þau mál og hafði aldrei samband nema við þann skipstjóra sem hann var hjá í það og það sinn. „Þetta var ekki erfitt starf, maður mældi reglulega og hafði augun hjá sér. Ef allt var í lagi var mælt kannski tvisvar á dag, en oftar ef maður sá að það var smátt í því." Mælingin fólst í því að taka um 100 fiska úr holi, mæla þá og vega og fylla út skýrslu um málið. Markús segir að umgengni skipstjórnarmanna hafi oft verið ábótavant og veiðieftirlitið hafi ekki alltaf náð tilætluðum árangri. „Mér líkaði þetta mjög vei þó ég vissi vel að sumir kollegar mínir litu á mann sem hálfgerðan svikara. Ég var löngu búinn að sjá að fiskur fór þverr- andi. Það gat hver maður séð sem vildi sjá. Ég varð ekki var við neina breytingu á hugsunarhætti skipstjóra þann tíma sem ég starfaði við veiðieftirlitið." Varðstu var við að menn hentu fiski? „Það er aldrei hægt að komast hjá því að einhver smáfiskur slæðist með, hann kemur meira segja í þorskanet. Það er ekki eftir- sóknarvert við að fiska smá- fisk, það er ekkert gott við það. Þetta gerðu menn samt meðan ég var í eftirlit- inu. Þeir lágu og drápu kóð- in dögum saman ef þeir voru ekki reknir í burtu. Héngu á línunni og toguðu í þessu rusli Ég var einu sinni um borð í togara á Halanum og við vorum einskipa að þvælast í frekar lélegu fiskiríi, en það var þokkalegur fiskur það sem það var. Ég fór eitthvað að spyrja skipstjórann hvar flotinn væri og hann sagðist skyldu sýna mér það. Við kipptum svolítið og komum á fiski- slóð. Þar lét hann fyrst botntrolliö fara og tók 15 tonn á stuttum tíma og tók síðan svipað magn í flottrollið. Bæði hölin kolféllu því það var allt of mikið af smáfiski í þessu, þetta var hálfgert rusl satt að segja. Þarna var nú samt að veiðum allstór floti togara og hafði verið um hríð. Ég lét loka svæðinu, en þá lágu þeir á línunni og héldu áfram að toga í sama ruslinu. Þetta eru kolvitlausir menn. Ég veit ekki hvað þeir voru lengi búnir að vera í þessari veislu, en svona framferði er glæpsamlegt. Ég fór í þetta starf til þess að leggja mitt af mörkum til þess að bjarga þorskstofninum, en ég veit ekki hvort það tókst að bjarga svo miklu. Eftirlitið hefði þurft að vera skeleggara. Þó menn létu það ekki uppi þá veit ég að sumir skipstjórar litu á eftirlitið sem andstæðinga sína og stunduðu aðrar veiðislóðir meðan það var um borð." 40 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.