Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.12.1995, Qupperneq 45

Ægir - 01.12.1995, Qupperneq 45
Rými og stærðir: Eiginþyngd.................. 1595 t Særými (djúprista 5.50 m)... 2349 t Buröargeta (djúprista 5.50 m) 754 t Lestarrými................... 942 m3 Bremsuolíugeymar............. 537 m3 Ferskvatnsgeymar.............. 62 m3 Mæling: Rúmlestatala................. 846 Brl Brúttótonnatala............. 1531 BT Rúmtala................... 3409.6 m3 Vélbúnaður Aðalvél: Deutz SBV6M-540, sex strokka fjórgengisvél meö forþjöppu og eftirkælingu, 2207 KW (3000 hö) við 600 sn/mín. Gír og skrúfubúnaður: Lohmann & Stolterfoth, niðurgírun 3.64:1, skrúfa 4ra blaða Liaaen skiptiskrúfa, þvermál 3200 mm í hring. Ásrafall: Á fremra aflúttaki aðalvélar er riðstraumsrafall frá A. Van Kaick, gerð DIDB 140 H/100, 962 KW (1203 KVA), 3 x 380 V, 50 Hz. Hjálparvélasamstœður: í vélarúmi ein Volvo Penta TAMD-120 Ak, 180 KW (245 hö) vib 1500 sn/mín, sem knýr 166 KW (208 KVA), 3 x 380 V, 50 Hz riðstraumsrafal. Aftast á milliþilfari s.b.-megin ein Caterpillar 3412 DITA, 435 KW (591 hö) við 1500 sn/mín, sem knýr 400 KW (500 KVA), 3 x 380 V, 50 Hz riðstraumsrafal. Afgasketill: Pyro E 160. Stýrisvél: Tenfjord I-240-2ESG/625, tengd Becker flipastýri. Rafkerfi: 3 x 380 V/220 V, 50 Hz. Ferskvatnsframleiðsutceki: Atlas AFGU-l-E-7. Vökvaþrýstikerfi: Hydraulik Brattvaag lágþrýstikerfi, fimm rafdrifnar Allweil- er dælur á 30 bar þrýstingi (2 x 2900 og 2 x 1300, auk minni dælu) og þrjár raf- drifnar Allweiler dælur á 40 bar þrýst- ingi (2 x 1300 og 1 x 940 2ja hraða). Kœlikerfi (frystikerfi): Tvær Sabroe kæliþjöppur sem þjóna frystitækjum og lest, kælimiðill Freon 22. íbúðir Almennt: íbúðir fyrir 28 menn auk sjúkraklefa, á þremur hæöum fram- skips, þ.e. á neðra þilfari, á efra þilfari Verksmiðjuhvalveiðiskipið Peder Huse við afhendingu árið 1969. Skipið var búið vinnslulínum fyrir fryst hvalkjöt í lóðréttum og láréttum plötufrystum, þ.e. skorið hvalbuff fryst í lofttæmdum umbúðum, kjöt fryst í blokk sem hráefni fyrir kjötiðnað og kjöt fryst í blokk sem dýrafóður. Einnig með búnað til framleiðslu á hvallýsi úr spiki og beinum. Skipið gat lestað 500 tonn af hvalkjöti (F&F,4-69). Ferill skips Skipið, sem í upphafi hét Peder Huse, er smíðað árið 1969 í Noregi hjá A.M. Liaaen A/S í Álesund, smíðanúmer 114 hjá stöðinni. Skipið var smíðað sem hvalveiöiverksmiðjuskip og var á sínum tíma eina hvalveibiverksmiðjuskip Norðmanna. Við smíðina var tekið mið af því aö skipta yfir í hefðbundnar skuttogveiðar síðar og var skipið því smíðað meö skuttogarafyrirkomulagi með tilheyrandi skutrennu. Sú breyting átti sér stað um áramótin 1972-1973, og var þá sérbúnaður við hvalveiðarnar fjarlægður, frammastur meb útsýnis- tunnu, göngubrú o.fl., og hvalbakur framlengdur aftur að yfirbyggingu, og settur í skipið vinnslu- og frystitækjabúnaöur fyrir flakavinnslu. Árið 1977 er skipt um aöalvél í skipinu, úr 2400 ha June Munktell í núverandi 3000 ha Deutz. Stærstu breytingarnar eru síðan gerðar árið 1984, en þá er skipið lengt um 10.44 m, smíöuð ný íbúðarhæö (mun stærri) og brú á hvalbaksþilfar, íbúöir endurnýjaðar, vinnslu- og frystitækjabúnaður endurnýjaður o.fl. Skipiö er upphaflega smíðað fyrir Torodd Huse & Co í Álesund í Noregi, en eigandaskipti verða árið 1981, en þá er skráður eigandi A/S Peder Huse í Ále- Peder Huse eftir breytinguna í flakafrystitogara 1972-1973. Búiö að fjarlægja sérbúnað framskips vegna hvalveiða og lengja bakkann aftur að yfirbyggingu. sund. Árið 1990 verður K/S Seahunter (A/S Longvatrál, Álesund) skrábur eig- andi og 1991 er skipið skráb eign K/S Seahunter II (Foinco Invest A/S, Oslo). Árið 1992 kaupir Sirena Star Management Inc., Kobenhavn í Danmörku skip- ið og það fær nafniö Sirena Star með heimahöfn í Halifax. Nýr eigandi, Ottó Wathne hf., á Seyðisfirði, kaupir síðan skipið af norskum banka í maí 1994 og það er skráð á íslenska skipaskrá 2. júní 1994. ÆGIR 45

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.