Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1995, Síða 49

Ægir - 01.12.1995, Síða 49
geymslum fremst og aftan við íbúðarými er togþilfar skipsins. Aftantil á hval- baksþilfari er íbúðarými. Togveiðifyrirkomulag: Fyrir tvær vörpur undirslegnar og tilbúnar til veiða á tog- þilfari, auk varatrolla. Aðalmál: Mesta lengd ................. 81.90 m Lengd milli lóðlína.......... 72.00 m Breidd (mótuð)............... 14.60 m Dýpt að efra þilfari.......... 9.35 m Dýpt að neöra þilfari......... 6.80 m Rými og stærðir: Eiginþyngd.................... 2137 t Særými (djúprista 6.80 m)... 4686 t Burðargeta (djúprista 6.80 m) 2549 t Lestarými (frystilestar).... 976 m3 Lestarrými (mjöllest).......... 545 m3 Lýsisgeymar.................... 160 m3 Brennsluolíugeymar............. 990 m3 Ferskvatnsgeymar................ 80 m3 Mæling: Rúmlestatala.................. 1955 Brl Brúttótonnatala............... 2541 BT Rúmtala..................... 7148.2 m3 Vélbúnaður Aðalvél: Mak 6M 551 Ak, sex strokka fjórgengisvél með forþjöppu og eftir- kælingu, 2574 KW (3500 hö) við 375 sn/mín. Gír og skrúfubúnaður: Tacke HSN710, niðurgírun 2.08:1, með tvö úttök (1500 sn/mín) fyrir rafala. Escher Wyss 240 R skiptiskrúfubúnaður, 4ra blaða 3400 mm, 180 sn/mín skrúfa í Hodi skrúfuhring. Ásrafalar: Tveir Garbe Lahmeyer; rið- straumsrafall af gerð DSM 500/45-4B, 500 KW (625 KVA), 3 x 400 V, 50 Hz og jafn- straumsrafall af gerð GL 560/29-4k, 427 KW fyrir togvindu. Hjálparvélasamstœðíir: Tvær Mak 6M 281 Ak, 589 KW (800 hö) við 750 sn/mín, sem knýja riðstraumsrafala frá Garbe Lahmeyer af gerð DSM 560/44-8, 500 KW (625 KVA), 3 x 400 V, 50 Hz. Önnur hjálparvélin knýr einnig 427 kW jafnstraumsrafal frá Garbe Lahmeyer af gerö DGL 630/40-6. Stýrisvél: Neuenfelder Maschinen labrik. Afgasketill: Sambyggður afgas- og olíu- Scombrus (nú Siglir Sl 250) á siglingu, nýsmíðaður. Ferill skips Skipið, sem hét í upphafi Scombrus, er smíðað árið 1975 í Vestur- Þýskalandi hjá Rickmers Rhederei GmbH, Rickmers Werft í Bremerhaven, smíðanúmer 385 hjá stöðinni, og er síðasti verksmiðjutogarinn sem stöðin smíðaði og tilheyrir svokallaðri þriðu kynslóð verksmiðjutogara. Á tuttugu ára tímabili, frá 1957 til 1976, smíðaði stöðin um og yfir 40 skut- og verksmiðjutogara. Scombrus var eini togarinn sem smíöaður var eftir þess- ari teikningu. Þess má geta að ísfisktogarinn Karlsefni RE (1253), sem keyptur var til landsins árið 1972, var smíðaður hjá stöðinni. Scombrus var smíðaður fyrir FMS "Scombrus" Fischfang GmbH & Co (meðlimur í Pickenpack Group), Hamborg í Vestur-Þýskalandi, en árið 1986 kaupir National Sea Products Ltd. í Halifax, Kanada, skipið og fær það þá nafnið Cape North. í febrúar 1994 kaupir Siglfirðingur hf. á Siglufirði skipið og fær það þá nafnið Siglir og í febrúar 1995 fær skipiö íslenskt skrásetningar- skírteini og verður Siglir SI 250, skipaskrárnúmer 2236. Mynd, tekin um borð í Scombrus (nú Siglir Sl 250), sýnir m.a. fyrirkomulag á togþilfari og bakkaþilfari, flotvörpuvindu á togþilfari og tólf-tromlu tog- og hjálparvindu á bakkaþilfari. Eftir að skipið kemur til landsins eru gerðar ákveðnar breytingar á vinnslu- og frystibúnaði o.fl., m.a. bætt við tveimur plötufrystum. ægir 49

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.