Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.12.1995, Qupperneq 51

Ægir - 01.12.1995, Qupperneq 51
kyntur ketill, gufuframleiðsla 60/20 tonn á sólarhring, þrýstingur 6.5 kg/cm2. Rafkerfi: 3 x 380 V/220 V, 50 Hz riðstraumur. Jafnstraumskerfi (Ward- Leonard) fyrir togvindu. Ferskvatnsframleiðslukerfi: Seck, 15 tonn á sólarhring. Vökvaþrýstikerfi: Rafdrifnar dælur fyrir vökvaknúna flotvörpuvindu, kapalvindu og bakstroffuvindur. Kœli- og frystikerfi: Kerfi frá Grenco með Freon 22 kælimiðil en frystar og lestar eru með pækilkerfi (Brine); þrjár Grasso RC 4211 og ein Grasso RC 311 kæliþjöppur, knúnar af 90(86) kW rafmótorum. Þá eru fjórar Rotocold kæliþjöppur fyrir tólf stöðva plötu- frystana. Fyrir loftkælingu íbúða er Grasso RC211 kæliþjappa. íbúðir Almennt: íbúðir fyrir 59 menn á þremur hæðum, þ.e. á neðra þilfari, á efra þilfari og á bakkaþilfari; 10 x 3ja manna, 9 x 2ja manna, 11 x eins manns klefar, auk sjúkraklefa. Neðra þilfar: 8 x 3ja manna klefar, 4 x 2ja manna klefar, snyrtiaðstaða með fjórum salernisklefum og fjórum sturtuklefum, snyrting með salerni og sturtu og hlífðarfatageymsla. Efra þilfar: 2 x 3ja manna klefar, 5 x 2ja manna klefar, eins manns klefi, sjúkraklefi með sérsnyrtingu, eldhús, tveir borðsalir, setustofa, matvæla- geymslur (þurrgeymsla, kælir, frystir), snyrting með fimm salernisklefum og þremur sturtuklefum, sánaklefi, sal- ernisklefi, stakkageymsla o.fl. Bakkaþilfar: íbúðir skipstjóra og yfirvélstjóra sem skiptast í setustofu, svefnklefa og snyrtingu, 8x1 manns klefar, snyrting með tveimur sal- ernisklefum og tveimur sturtu- klefum. Vinnslurými Móttaka afla: Fiskmóttaka, um 120 Ht3 að stærð, aftast í vinnslurými og wögulegt að hleypa í hana um tvær fiskilúgur, framan við skutrennu. Vinnslubúnaður: Vinnslulínur fyrir bolfiskflök, heilfrystingu og mjöl- vinnslu; ein Bader 412 hausunarvél fyrir stóran bolfisk; tvær Baader flök- unarvélar fyrir bolfisk, 99 og 189 V, tvær Baader 51 roðflettivélar, og tvær Baader 424 A karfahausunarvélar (með sugu), tvö Póls FL 125S flokkunarkerfi, tvær Póls S 125-3 tölvuvogir, Sivaron bindivél. Mjölverksmiðja: Schlotterhose fiski- mjölsverksmiðja með 2 x Westfalia SAOG skilvindum fyrir lýsisfram- leiðslu, Alfa Laval 210 mjölskilju, afköst verksmiðju 50 tonn af hráefni á sólarhring. Frystitœki: 4 x 13 stöðva láréttir Jackstone plötufrystar (1930 x 1120 mm) og 2 x 12 stöðva láréttir Jack- stone plötufrystar (1550 x 1120 mm). Afköst í heilfrystingu um 52 tonn á sólarhring. Lestarými Almennt: Ein aðallest (788 m3) fyrir frystingu og ein mjöllest (545 m3), auk þess ein minni lest (188 m3) fyrir frystingu. Frystilest: Aðallest er undir neðra þilfari, framan við vélarúm, einangr- uð og klædd með harðviði, búin kælileiðslum og tréuppstillingu. Lyfta flytur afurðir í lest. Framantil á lest er eitt lestarop og losun um tilheyrandi losunarlúgu á bakka- þilfari um lúgustokk. Mjöllest: Til hliðar við og aftan við mjölverksmiðju er einangruð og klædd lest, búin til geymslu á sekkjuðu mjöli. Losun er um lúgu á togþilfari og í fiskmóttökubotni. Frystilest (auka): Framan við aðal- lestina er minni frystilest, einangruð og klædd með glertrefjahúð og búin kæliblásurum. Á lest er eitt lestarop og losun um tilheyrandi losunarlúgu um lúgustokk. Vindubúnaður Togvinda: Ein rafdrifin togvinda með 12 tromlum, þ.e. tveimur aðaltromlum, sem taka hvor 3200 m af 28 mmo vír, tveimur gilsa- tromlum, fjórum grandaratromlum og fjórum hjálpartromlum, knúin af 525 ha Garbe Lahmeyer jafn- straumsmótor (Ward-Leonard). Togátak vindu á miðja tromlu er 17.5 tonn og tilsvarandi dráttar- hraði 120 m/mín. Vindan er staðsett á bakkaþilfari, aftan við yfirbyggingu. Flotvörpuvinda: Ein vökvaknúin Brissonneau and Lotz flotvörpuvinda með 10.85 m3 tromlu, togátak 9.5 tonn og tilsvarandi dráttarhraði 60 m/mín. Hjálparvindur afturskips: Tvær 8 tonna rafknúnar Hatlapa Siemens vindur með tromlu og kopp fyrir pokalosun, útdrátt á vörpu o.fl. Bakstroffuvindur: Tvær vökvaknún- ar J&E hjálparvindur fyrir bakstroffu- hífingar. Loswiarvindur: Tvær 3ja tonna raf- knúnar Hatlapa Siemens vindur fyrir losunarbómu framan við brú. Akkerisvinda: Rafdrifin frá Walcker & Co. Kapalvinda: Vökvaknúin vinda frá Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar hf. Rafeindatæki, tæki í brú o.fl. Siglingatœki: Atlas 7600 AC/TM ratsjá, Decca Bridge Master C251/4 ratsjá, Anschútz Standard 4 gyró- áttaviti, Anschútz sjálfstýring, Hoppe vegmælir, Trimble NT 100 og Navtrac XL (GPS) móttakarar með Nav Beacon XL leiðréttingarbúnaði, Macsea stjórntölva. Fiskileitartœki: Atlas Fischfinder 782 dýptarmælir, Simrad SX 202 sónar, Furuno CN 22 höfuðlínu- mælir, Simrad FS 3300 höfuð- línusónar, Wesmar TCS 700 höfuö- línusónar, Scanmar C 604 aflamælir. Fjarskiptatœki: Debeg 1500 W aðaltalstöð með stuttbylgju, tvær Motorola 250 W millibylgju- talstöðvar, Sailor RT 143, RT 144 og RT 2047 örbylgjustöðvar. Furuno FAX 210 veðurkortamóttakari, Magnavox MX 2400 Standard A gervitunglasamskiptatæki, Toshiba telefax. Annað: Stjórntæki í brú fyrir tog- vindu (allar tromlur), flotvörpuvindu og hjálparvindur afturskips. □ ÆGIR 51

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.