Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Side 3
TÍMARIT é &
lögfræðingA
4. HEFTI 45. ÁRGANGUR DESEMBER 1995
UMRÆÐA
Ekki verður betur séð en umræða um dómstóla og einstök dómsmál hafí færst
í vöxt á undanfömum árum. Sama máli sýnist gegna um störf lögmanna. Þótt
ekki liggi í augum uppi af hvaða ástæðum það er má leiða líkur að því að þar
eigi nokkurn hlut að máli aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði sem
fram fór árið 1992 og tilkoma nýrra héraðsdómstóla. Við það urðu allar línur
skýrari í réttarkerfinu en áður höfðu verið og auðveldara fyrir þá sem ekki
þekktu gjörla til að gera sér grein fyrir því hvernig réttarkerfið er skipulagt og
hvernig framgangur mála er innan þess. Þó skortir nokkuð á að menn átti sig til
fullnustu á ýmsum þáttum þess, t.d. ber enn nokkuð á því að ekki séu dregin
mörk á milli rannsóknarvalds, ákæruvalds og dómsvalds, því að stundum er
þessum þáttum réttarkerfisins slengt saman og þeir allir settir undir hatt dóms-
valdsins. Engu að síður virðist miða verulega í þá átt að mönnum verði ljós
skilsmunur þessara valdþátta og mætti það vera til marks um að almenn þekk-
ing hafi aukist á þessu sviði.
Umræðan fer fram að stórum hluta á vegum fjölmiðlafólks, þótt töluvert sé
einnig um það að einstaklingar og forsvarsmenn félagasamtaka leggi orð í belg.
Allt lýðræði á að þola umræðu, bæði góða og vonda, en umræðan er að sjálfsögðu
misjafnlega marktæk og fer það eflaust að mestu eftir því á hvaða grunni hún er
byggð. Marktæk umræða hlýtur að verulegu leyti að byggjast á því að sá sem
tekur þátt í umræðunni hafi ákveðna lágmarksþekkingu á umræðusviðinu og
staðreyndum þess máls sem til umfjöllunar er hverju sinni. Að öðrum kosti er
hætta á því að umræðan verði ómarktæk, jafnvel hlægileg, ekki síst þegar menn
gera sig digra, stundum skaðleg, í besta falli gagnslaus, nema þá að því leyti að
þátttakandinn kann að hafa þjónað lund sinni sér til sáluhjálpar. Það er gömul saga
og ný að þekkingu á staðreyndum þarf til rökréttrar hugsunar og er hún þeim mun
nauðsynlegri láti menn hugsun sína koma fyrir sjónir almennings.
245