Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 14
hin fullkomnu lög. Það er sagt að hlutverk þeirra hafí einungis verið gyllt í ræðum mælskumanna og í kennslustundum.31 Kenning Rómarréttar um náttúrurétt endurspeglast vel í skrifum Cícerós.32 Rit hans höfðu mikil áhrif. Cíceró skilgreindi náttúrurétt - hin sönnu lög - sem sam- svörun heilbrigðrar skynsemi og eðlis hlutanna.33 Þessi lög væru algild, og maður kæmist að hinu óbreytanlega eðli þeirra með því að nota skynsemina, líkt og þegar við spyijum í dag í lögfræðinni hvað „hinn skynsami maður myndi gera“. Hugs- unin er sem sagt sú að maðurinn hafi skynsemi og þegar henni sé rétt beitt, þegar hún sé notuð á réttan hátt, þ.e. í samræmi við eðli hluta og grundvallarlögmál, þá sé hún tæki til þess að finna hin réttu svör. Með skynseminni finnum við þannig grundvallarreglur laganna. Rómveijamir lögðu þannig til náttúruréttarkenning- arinnar hugmyndina um skynsemi mannsins eða hyggjuvit.34 Samkvæmt Rómarrétti var ekki litið svo á að náttúruréttur væri æðri settum rétti þannig að hinn síðarnefndi viki ef árekstur yrði.35 Cíceró mun hafa verið fyrstur til að halda því fram að lög sem stönguðust á við náttúrurétt væru ógild. Ef einhver löggjafi, sagði hann, myndi mæla fyrir um að þjófnaður eða fölsun erfðaskrár væru löglegar athafnir, þá væru það ekki lög frekar en samþykktir gerðar á fundi í bófaflokki.36 KRISTIN KIRKJA OG TÓMAS FRÁ AKVÍNÓ Kristnir heimspekingar og kennifeður tileinkuðu sér kenningu Stóumanna um náttúrurétt. Páll postuli talar til dæmis um kröfu lögmálsins sem er „ritað í hjört- um“ heiðingjanna.37 Heilagur Ágústínus kirkjufaðir38 setti fram þá hugmynd að maðurinn hefði verið frjáls og búið við náttúrurétt til syndafallsins en eftir það hefði hann verið í fjötruin syndar og settra laga.39 31 Sama rit, bls. 28. 32 Marcús Túllíus Cíceró (106-43 f. Kr.), rómverskur stjómmálamaður, mælskumaður og rit- höfundur. Varðandi náttúrulög er oft vitnað í rit hans De Re Publica, tilvitnunin hefst svona: „Sönn lög eru heilbrigð skynsemi sem eru í samræmi við náttúruna; þau gilda alls staðar, eru óumbreytanleg og eilíf', III. 22,33. 33 Lloyd, sama rit, bls. 108. 34 Finnis kallar þetta „practical reasonableness“, sem hér er ýmist þýtt sem „verkleg skyn- semi“, „hyggjuvif ‘ eða „viturleiki". 35 d'Entréves, sama rit, bls. 34. Sjá nánar um ius naturale og ius gentium hjá B. Nicholas. sama rit, bls. 54 o. áfr. 36 Lloyd. sama rit, bls. 108. 37 Rómverjabréf: 2:14-15, sbr. Encyclopedia Britannica, „natural law“. 38 Heilagur Agústínus kirkjufaðir (354-430), biskup í Hippo í N-Afríku, var einn mesti hugsuður kristinnar kirkju í fornöld. 39 Encyclopedia Britannica, „natural law“. 256
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.