Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Page 16

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Page 16
voru hin guðlegu lög, sem eru birt í ritningunni, til dæmis boðorðin tíu. Og loks í fjórða flokknum lög manna. Þau skyldu sett fyrir almanna hag. Lögin eru nauðsyn- leg vegna þess að náttúrurétturinn tekur ekki til nærri allra þeirra vandamála er rísa í samskiptum fólks í samfélagi.44 Annars vegar þarf að ákveða á hvaða sviðum er nauðsynlegt að setja lagareglur og hins vegar hvert innihald þeirra á að vera. Gildi laga leiðir af náttúrurétti, en lög eru ekki eftiröpun eða eftirherma af náttúrulög- unum. Löggjafmn nýtur sama sköpunarffelsis og arkitekt, segir Tómas frá Akvínó 45 Tómas kenndi að væru lög manna ekki í samræmi við náttúrulög væru þau ekki lög heldur hlytu þau þá að vera ranglát og væru ekki siðferðilega bindandi. Ríkisstjóm sem misnotaði vald sitt með því að setja ranglát lög eða andstæð almanna hag hefði fyrirgert rétti sínum til þess að vera hlýtt. En hann sagði ekki að þar með væri tvímælalaust réttlætanlegt að óhlýðnast slíkum lögum. A.m.k. mælti hann með hlýðni við ranglát lög í sumum tilvikum.46 Með endurreisnartímanum víkur alheimshyggja miðalda fyrir hugmyndum um frelsi og frjálsan vilja mannsins og þar með sjálfstæðum þjóðríkjum.47 Ver- aldarhyggja fer að láta á sér kræla, eins og sjá má til dæmis í ritum Machia- vellis,48 og rök byggð á náttúrurétti verða vopn í stjórnmáladeilum. Talsmenn siðbótarinnar og síðan gagn-siðbótarinnar beittu rökum náttúruréttar en rök þeirra voru oft með öðrum áherslum en rök Tómasar frá Akvínó. Aðrir skóla- spekingar eins og Vilhjálmur frá Ockham49 og Franciscó Suárez50 töldu upp- sprettu laganna vera hinn Guðlega vilja, en ekki hina Guðlegu skynsemi eins og hjá Tómasi, og Suárez taldi til dæmis jus gentium einfaldlega og eingöngu vera mannasetningar og vildi aðskilja hann alveg frá náttúruréttinum.51 Þessi vilja- hyggja hafði mikil áhrif um tíma, til dæmis á Húgó Grótíus. En kenning Tómasar frá Akvínó náði aftur áhrifum og varð hugmyndafræðilegur grunnur náttúruréttarlegra páfaboða Leós XIII og arftaka hans.52 44 Finnis, sama rit, bls. 28-29. 45 Finnis, sama rit, bis. 28; S.T. I-II, q. 95 , a. 2. 46 Lloyd, sama rit, bls. 110. 47 Sama rit, bls. 111. 48 Niccolö Machiavelli (1469-1527) var ítalskur stjómvitringur og rithöfundur. Hann setti fram í ritinu Furstanum kenningar um nauðsyn öflugs ríkisvalds, hagsmunir þess skyldu sett- ir ofar öllu og valdhöfum því leyfilegt að beita öllum tiltækum ráðum í þess þágu (Heimild: Ensk-íslensk orðabók, Örn og Örlygur, Reykjavík, 1984). 49 Vilhjálmur frá Ockham (1285-1349) var enskur fransiskana munkur og einn áhrifamesti heimspekingur 14. aldar. 50 Francisco Suárez (1548-1617) var spánskur heimspekingur og guðfræðingur sem tilheyrði jesúítareglunni. Hann hafði áhrif á þróun náttúruréttarhugtaksins frá miðöldum til nútíma hugsunar. 51 Lloyd, sama rit, bls. 112. 52 Encyclopedia Britannica, „natural law“. 258

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.