Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Qupperneq 22
forsendur til að njóta þeirra. Og heill samfélagsins kallar á lög. Stjómandi þjóð-
félags á sjálfur engan rétt á að vera hlýtt, en hann hefur vald til að setja lög. Lög
sem slrk em siðferðilega bindandi og stjómandanum ber að framfylgja þeim.
Finnis viðurkennir að lög geti verið andstæð almannaheill, og ef þau séu það
verði þau ekki lengur siðferðilega bindandi. Valdi sem stjómanda sé falið beri
honum að beita í þágu almannaheilla, ef lagaboð hans séu andstæð almannaheill
eða brjóti gegn meginreglum viturleikans, þá séu þau ekki bindandi í krafti þess
að vera boð stjórnandans, eins og þau ella myndu vera.84
Finnis lítur á mannréttindi í mjög víðum skilningi og minnir þannig á rök
nytjastefnumanna. Mannréttindi verða ekki aðskilin frá almannahag. Hann til-
greinir sem dæmi um mannréttindi m.a.: „almennt siðferði og reglu í samfélag-
inu“ og „heilsugæslu“.85 En andstætt nytjastefnumönnum telur Finnis sum
mannréttindi vera algild, svo sem „réttur til að líf manns sé ekki tekið í þeim til-
gangi að fullnægja einhverju öðru markmiði" eða „réttur til að vera ekki dæmd-
ur fyrir rangar sakir“.86 Það skipti því engu máli hvort þessi réttindi séu almennt
viðurkennd eða skilningur sé á þeim í samfélaginu. Þau eru til eins og stærð-
fræðilögmálin.
GAGNRÝNI
Alveg frá tímum Fom-Grikkja hefur verið deilt um náttúrurétt og um tengsl
náttúruréttar og laga. Deilan hefur ekki alltaf verið háð með þessi hugtök að
vopni, en deiluefnið hefur um margt verið hið sama. Hér að framan var til
dæmis minnst á deilu sófistanna og Sókratesar um eðli réttlætis og um það
hvort lög væm bara mannasetningar eða ættu sér æðri uppruna. Hér hefur saga
gagnrýni á náttúmrétt ekki verið rakin, en einstöku sinnum hefur verið minnst
á gagnrýnendur samhengisins vegna. Myndin verður samt varla fullgerð nema
bent sé á nokkur atriði sem deilt hefur verið um. Það verður þó engan veginn
um tæmandi upptalningu að ræða.
Oft er því haldið fram að náttúruréttarkenningin sé of óljós til þess að hægt sé
að beita henni á verkleg efni. Einnig hefur því oft verið haldið fram að það væri
ekki um að ræða eina náttúruréttarkenningu heldur margar, og það í sjálfu sér
þýddi að ekkert yrði á náttúrurétti byggt. Hugtakið „náttúruréttur" hefur ekki
alltaf verið skilgreint á sama hátt, áherslurnar hafa ekki alltaf verið hinar sömu.
Þetta má væntanlega tengja þróun skilnings mannsins á tilvem sinni og al-
heimsins, og sú þróun á sér vissulega sögu. I þróunarsögu hugtaks sem varðar
skilning okkar á eðli tilverannar er eðlilega margt um króka og villur, þannig að
84 Sama rit, bls. 359-360. Finnis telur þetta álitaefni annars vegar hafa átt of stóran sess í um-
ræðunni um náttúrurétt, og hins vegar oft hafa verið einfaldað of mikið. Svo flókið mál verði
ekki „smækkað í setningu eins og lex iniusta non est iex‘\ sjá nánar sama rit kafla XII.
85 Sama rit, bls. 218.
86 Sama rit, bls. 225.
264