Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Síða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Síða 27
Sigríður Ingvarsdóttir er dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur Sigríður Ingvarsdóttir: NÝMÆLI í RÉTTARFARSLÖGGJÖF Á SVIÐI SIFJARÉTTAR. RÉTTARFAR í MÁLUM SAMKVÆMT HJÚSKAPAR- LÖGUM NR. 31/1993 OG BARNALÖGUM NR. 20/1992 1. MÁL SEM REKIN ERU FYRIR DÓMSTÓLUM SAMKVÆMT BARNALÖGUM OG HJÚSKAPARLÖGUM Grein þessi er að stojhi til erindi sem höfundur flutti á málþingi Dómarafélags íslands og Lögmannafélags íslands 9. júní 1995 á Þingvöllum. Hér á eftir er ætlunin að gera grein fyrir þeim réttarfarsreglum sem gilda við meðferð mála sem rekin eru fyrir dómstólum samkvæmt hjúskaparlögum og bamalögum. Bamalög em nr. 20/1992 og tóku gildi 1. júlí 1992 en hjúskaparlög nr. 31/1993 gengu í gildi 1. júlí 1993. Verður fyrst tilgreint hvaða mál það eru sem rekin em fyrir dómstólum á gmndvelli þessara laga. Síðan verður fjallað um málsmeðferðarreglur og þá fyrst og fremst sérreglur réttarfarsins sem gilda um meðferð þessara mála. Að síðustu verður fjallað um gagnaöflun í forsjár- málum. Verða þar nefnd atriði varðandi framkvæmdina, þ.e.a.s. vinnu fyrir dómstólum í framangreindum málum, helstu vandamál sem við er að glíma og hvemig verður séð við þeim. Skilyrði fyrir því að mál verði rekin fyrir dómstólum á grandvelli hjúskapar- laga og bamalaga er að sakarefnið sé ekki undanskilið lögsögu dómstóla. í barnalögum er sýslumanni falið úrskurðarvald í tilteknum málum svo sem varð- andi framfærslu, meðlag og umgengnisrétt. Slíkum kröfum, t.d. um greiðslu 269

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.