Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Page 28
meðlags, yrði vísað frá dómi samkvæmt 1. mgr. 24. gr. laga um meðferð einka-
mála nr. 91/1991. Hins vegar væri unnt að höfða mál til endurskoðunar á með-
lagsúrskurði sýslumanns samkvæmt 60. gr. stjómarskrárinnar sem segir að
dómstólar skeri úr öllum ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda. Einnig er
rétt að benda á að í sumum tilfellum getur verið vandasamt að leysa úr því hvort
úrskurðarvald er falið sýslumanni og að hvaða marki. í 18. gr. bamalaga er sýslu-
manni veitt heimild til að breyta samkomulagi foreldra um framfærslu bams ef
rökstudd krafa kemur fram um það enda telji sýslumaður að aðstæður hafí breyst
verulega eða samningur gangi í berhögg við þarfir bams. í dómi Hæstaréttar frá
23. júní 1994 í dómasafni Hæstaréttar 1994 bls. 1532 voru ákvæði bamalaga
túlkuð þannig að sýslumaður hefði takmarkaðar heimildir til að breyta samningi
foreldra um meðlög aftur í tímann. Taldi Hæstiréttur því ekki raunhæft úrræði
fyrir sóknaraðila að vísa honurn til sýslumanns með kröfur sínar og felldi frá-
vísunarúrskurð héraðsdómara úr gildi en héraðsdómarinn hafði talið í hinum
kærða úrskurði að sýslumaður ætti úrlausnarvald um sakarefnið. Lagði Hæsti-
réttur fyrir héraðsdómara að taka málið til efnislegrar meðferðar.
1.1 Mál samkvæmt hjúskaparlögum
í 113. gr. hjúskaparlaga (hjúskl.) em talin upp þau mál sem teljast til hjú-
skaparmála, en það eru mál til ógildingar á hjúskap, hjónaskilnaðarmál, mál til
úrlausnar á því hvort hjúskapur sé gildur eða ekki gildur og mál til úrlausnar á
því hvort réttaráhrif skilnaðar að borði og sæng séu niður fallin. í þessari um-
fjöllun er rétt að gera sérstaklega grein fyrir hjónaskilnaðarmálum en mál til
ógildingar á hjúskap og önnur hjúskaparmál sem talin voru hér að framan em
fremur sjaldgæf. Þó er rétt að nefna að skylt er að ógilda með dómi hjúskap
skyldmenna í beinan legg og systkina svo og tvíkvænishjúskap nema fyrra hjú-
skap hafi lokið áður en mál til ógildingar er höfðað, sbr. 27. gr. hjúskl.
Hjónaskilnaðarmál eru mál sem em höfðuð til að fá úrlausn dómstóls um
hjónaskilnað. Er þá gerð sú krafa fyrir dóminum að skilnaður verði veittur,
hvort sem krafan er um skilnað að borði og sæng eða lögskilnað.
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. hjúskl. veita sýslumenn leyfi til skilnaðar að borði
og sæng þegar hjón eru sammála um að leita slíks skilnaðar. Einnig veita sýslu-
menn lögskilnað þegar hjón em sammála um að leita lögskilnaðar og liðnir eru
sex mánuðir frá því að leyfi var gefíð út til skilnaðar að borði og sæng og réttar-
áhrif skilnaðarins eru ekki fallin niður. Einnig má samkvæmt 2. mgr. 41. gr.
sömu laga leita skilnaðar hjá sýslumönnum í öðrum tilfellum ef hjón em sam-
mála um það en ella hjá dómstólum. Úrlausn á hjónaskilnaði fæst því í megin-
atriðum hjá sýslumanni ef hjón eru sammála um að leita eftir skilnaði svo og ef
þau eru sammála um að leita eftir skilnaðinum hjá sýslumanni. Ef svo er ekki
fæst úrlausn á skilnaðarmáli fyrir dómstólum. Ef sýslumaður neitar að veita
skilnað er unnt að skjóta þeirri synjun til dómsmálaráðuneytisins, sbr. 3. mgr.
41. gr. hjúskl. Leita má skilnaðar fyrir dómstólum ef sýslumaður eða dóms-
málaráðuneyti hafa synjað um leyfi til skilnaðar, sbr. sömu lagagrein.
270