Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 29
Stundum er unnt að gera aðrar kröfur í hjónaskilnaðarmáli en kröfu um að
skilnaður verði veittur. Kröfu um forsjá barns má gera í hjónaskilnaðarmáli,
sbr. 1. mgr. 34. gr. barnalaga og kröfu um lífeyri sem ekki næst samkomulag
um er unnt að gera fyrir dómi þar sem skilnaðarmál er til meðferðar, sbr. 1.
mgr. 51. gr. hjúskl. Samkvæmt þeirri lagagrein er leyst úr því í dómi hvort
krafa um greiðslu lífeyris verði tekin til greina en fjárhæð lífeyris ákveður
sýslumaður. Samkvæmt 4. mgr. 51. gr. sömu laga getur dómstóll breytt
úrlausn sinni um skyldu til greiðslu lífeyris að kröfu aðila samkvæmt nánari
skilmálum. Einnig er unnt að höfða sérstakt mál til breytinga á samningi
hjóna um greiðslu lífeyris samkvæmt 52. gr. hjúskl. enda sé sýnilega ósann-
gjarnt vegna breyttra aðstæðna að halda samningnum til streitu. Agreiningur
foreldra um forsjá og framfærslueyri kemur ekki í veg fyrir að skilnaður
verði veittur að kröfu annars hjóna að öðrum skilyrðum uppfylltum, sbr. 2.
mgr. 44. gr. hjúskl. Ef hjón gera hins vegar samkomulag um forsjá barna,
framfærslueyri og aðra skilnaðarskilmála skulu þau staðfesta samkomulagið
fyrir sýslumanni eða dómara áður en skilnaður er veittur, sbr. 1. mgr. 43. gr.
hjúskl.
Við hjónaskilnað ber að skipta milli hjóna eignum þeirra og skuldum. Gert er
ráð fyrir því í 6. gr. hjúskl. að hjón geti samið um fjárskipti sín vegna skilnaðar
en ella geti annað eða bæði krafist opinberra skipta til að slíta fjárfélagi, sbr.
einnig 2. mgr. 98. gr. laga um skipti á dánarbúum o. fl. nr. 20/1991. Ekki má
veita hjónum skilnað nema fyrir liggi samkomulag þeirra um fjárskipti eða
opinber skipti verið hafin til slita á fjárfélagi, sbr. 1. mgr. 44. gr. hjúskl. Samn-
ing hjónanna um fjárskipti skulu þau staðfesta fyrir sýslumanni eða dómara,
sbr. 1. mgr. 95. gr. hjúskl. Ef hjón eru eignalaus ber þeim að staðfesta yfirlýs-
ingu sína um það fyrir sýslumanni eða dómara eftir því hvar málið er til með-
ferðar, sbr. sömu lagagrein.
Kröfu um opinber skipti skal beina til héraðsdóms, sbr. 97. gr. hjúskl. og 1.
mgr. 101. gr. laga um skipti á dánarbúum o. fl. Héraðsdómari kveður upp úr-
skurð um hvort opinber skipti fari fram, sbr. 102. gr. sömu laga. Samsvarandi
reglur gilda um mál til ógildingar á hjúskap, sbr. 2. mgr. 98. gr. laga um skipti
á dánarbúum o. fl. Einnig er unnt að krefjast opinberra skipta samkvæmt XIII.
kafla hjúskl. og 99. gr. laga um skipti á dánarbúum o. fl. án þess að leitað hafi
verið eftir hjónaskilnaði. Þá er í ákveðnum tilfellum unnt að bera ágreining
hjóna um fjárslit vegna skilnaðar eða ógildingar hjúskapar undir héraðsdóm
samkvæmt lögum um skipti á dánarbúum o. fl. án þess að opinber skipti fari
fram. Verður að vísa til skiptaréttarins í þessu sambandi einkum 2. mgr. 125. gr.
laga um skipti á dánarbúum o. fl.
Önnur mál sem unnt er að reka fyrir dómstólum samkvæmt hjúskaparlögum
eru mál til ógildingar á samningi um fjárskipti, sbr. 2. mgr. 95. gr. hjúskl. Þar
segir að unnt sé að fella samning hjóna úr gildi sem þau hafa gert um fjárskipti
sín vegna skilnaðar ef samningurinn var bersýnilega ósanngjarn á þeim tíma er
til hans var stofnað.
271