Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Page 30

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Page 30
1.2 Mál samkvæmt barnalögum Mál sem rekin eru fyrir dómstólum samkvæmt barnalögum eru þessi: 1. Faðernismál, sbr. VII. kafli A barnalaga. 2. Vefengingarmál og mál til ógildingar á faðernisviðurkenningu, sbr. VII. kafli B barnalaga. 3. Forsjárdeilur. Dómstólai' skera úr ágreiningi um forsjá barns nema aðilar séu sammála um að fela dómsmálaráðuneytinu að skera úr ágreiningnum, en þá fer ráðuneytið með úrskurðarvald, sbr. 34. gr. bamalaga nr. 20/1992. Einn- ig leysir dómstóll úr kröfu foreldris um breytingu á forsjá hvort sem forsjáin hefur áður verið ákveðin með samkomulagi foreldra, úrskurði dómsmála- ráðuneytisins eða með dómi, sbr. 1. mgr. 35. gr. barnalaga. Þó leysir dóms- málaráðuneytið úr slíkri kröfu ef báðir aðilar eru sammála um þá málsmeð- ferð, sbr. sömu lagagrein. 4. Bráðabirgðaforsjá. Dómstóll leysir úr kröfu unt forsjá til bráðabirgða ef dómurinn hefur til meðferðar forsjármál, sbr. 36. gr. barnalaga, en dóms- málaráðuneyti ef forsjármál er þar til meðferðar. 5. Farbann. Dómur getur ákveðið með úrskurði að ekki megi fara með barn úr landi ef dómurinn hefur forsjármál til úrlausnar, sbr. 39. gr. barnalaga, en dómsmálaráðuneyti ef forsjármál er þar til úrlausnar. 6. Forsjá með aðfarargerð. Þá er unnt samkvæmt 75. gr. bamalaga að beina til héraðsdómara beiðni um að forsjá verði komið á með aðfarargerð þegar ákvörðun er fengin um forsjá barns og sá sem bam dvelst hjá neitar að af- henda það réttum forsjáraðila. Ekki er tekið fram í lagagreininni hvemig með skuli fara ef dómi héraðsdóms um forsjá hefur verið áfrýjað. í því sambandi má nefna dóm Hæstaréttar frá 14. júní 1994 í dómasafni Hæstaréttar 1994 bls. 1389. Úrskurði héraðsdóms frá 26. maí 1994 um að forsjá barns yrði komið á með aðfarargerð var skotið til Hæstaréttar en forsjáin hafði verið ákveðinn nteð dómi héraðsdóms þann 18. maí sama ár og hafði þeim dómi verið áfrýjað til Hæstaréttar þegar héraðsdómari hafði innsetningarbeiðnina til meðferðar. í ofangreindum dómi Hæstaréttar frá 14. júní segir að áfrýjun dóms leiði samkvæmt 2. mgr. 5. gr. aðfararlaga til þess að aðfararbeiðni á grundvelli hans verði ekki tekin fyrir á meðan máli er ólokið fyrir æðra dómi. Undantekningar væru frá þeirri reglu ef svo væri mælt fyrir í lögum, dómi eða úrskurði en svo var ekki í þessu tilfelli þar sem 75. gr. barnalaga mælti ekki fyrir um slíka undantekningu og hinn áfrýjaði dómur kvað ekki á um að áfrýjun frestaði ekki aðför enda var engin krafa gerð um það í því máli. Taldi Hæstiréttur að héraðsdómari sem hafði aðfararbeiðnina til meðferðar hafi borið að fresta málinu með úrskurði þar til forræðisdeila málsaðila væri til lykta leidd í æðra dómi en þeim úrskurði hefði mátt skjóta til Hæstaréttar. Forsjárforeldrið hafði þegar fengið umráð barnsins með aðfarargerð á grundvelli úrskurðar héraðsdóms og taldi Hæstiréttur ekki rétt með tilliti til hagsmuna barnsins að högum þess væri frekar raskað á meðan forræðismálið sætti áfrýjun. Var því ekki tekin frekari afstaða til úrskurðar héraðsdóms og var málinu vísað frá Hæstarétti. I 272

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.