Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Page 32
ernismálum. Hann getur lagt fyrir aðila eða lögmenn þeirra að afla nánar til-
greindra gagna. Hann getur einnig aflað sjálfur gagna, ef nauðsynlegt þykir. I
47. og 48. gr. laganna eru sérreglur varðandi rannsókn máls. Er málsaðilum
skylt að kröfu dómara að mæta fyrir dómi og gefa skýrslu nema ef móðirin er
sóknaraðili en máli verður þá vísað frá dómi ef hún neitar að gefa skýrslu sem
henni er unnt að gefa fyrir dómi eða ef hún neitar að leggja sig eða barnið undir
blóðrannsókn eða aðra sérfræðilega rannsókn sem dómari mælir fyrir um.
Dómari getur mælt fyrir um að blóðrannsókn verði gerð á móðurinni, barninu
og varnaraðilum svo og aðrar sérfræðilegar kannanir. Einnig getur dómari
ákveðið að blóðrannsókn og mannerfðafræðileg rannsókn skuli fara fram á for-
eldrum og eftir atvikum systkinum barnsmóður og varnaraðila, svo og á öðrum
börnum barnsmóður og öðrum börnum lýsts barnsföður.
í 34. gr., 60. gr. og 61. gr. barnalaga eru reglur um gagnaöflun í forsjármálum.
Verður fjallað nánar um þær hér á eftir og álitaefni í því sambandi.
D. Sérreglur eru um lögsögu, varnarþing og aðild
í 114. gr. hjúskaparlaga segir hvenær unnt er að höfða hjúskaparmál hér á
landi en það er í eftirtöldum tilvikum:
1. Ef stefndi er búsettur hér á landi.
2. Ef stefnandi er búsettur hér og hefur verið það síðastliðin tvö ár eða hefur
búið hér áður jafn langan tíma.
3. Ef stefnandi er íslenskur ríkisborgari og leitt er í ljós að hann geti ekki vegna
ríkisfangs síns höfðað mál í því landi sem hann er búsettur í.
4. Ef bæði eru íslenskir ríkisborgarar og stefndi lýsir eigi andstöðu sinni gegn
því að málið sæti úrlausn dómstóls hér á landi.
5. Ef lögskilnaðar er krafist á grundvelli undanfarandi skilnaðar að borði og
sæng enda hafi leyfi verið veitt eða dómur gengið hér á landi.
Mál til ógildingar hjúskapar má höfða hér á landi ef hjónavígslan hefur farið
fram hér. Akvæði milliríkjasamninga sem ísland er aðili að ganga þó framar
ákvæðum lagagreinarinnar.
Dómsmál um faðemi barns er unnt að höfða hér á landi ef:
a. varnaraðili er búsettur hér á landi,
b. dánarbú vamaraðila sætir eða hefur sætt skiptameðferð hér á landi,
c. móðir barns er búsett hér á landi,
d. barn er búsett hér á landi.
Víkja má frá þessurn reglum með samningum við erlend ríki, sbr. 41. gr. bamalaga.
í 1. mgr. 56. gr. barnalaga segir hvenær unnt er að höfða dómsmál hér á landi
vegna ágreinings um forsjá barns en það er ef:
a. stefndi er búsettur hér á landi,
b. barn eða börn sem málið varðar eru búsett hér á landi,
c. stefnandi er íslenskur ríkisborgari og leitt er í ljós að hann geti ekki vegna rík-
isfangs síns höfðað mál í því landi sem hann býr eða þar sem stefndi eða böm búa,
d. báðir foreldrar eru íslenskir ríkisborgarar og stefndi lýsir sig eigi andvígan
því að mál sé höfðað hér á landi.
274