Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Page 37

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Page 37
innsæi í starfssvið sálfræðinga. í öllum tilfellum er mikilvægt að dómari viti að einhverju marki hvernig unnt er að nota sérfræðinga og sérfræðikunnáttu þeirra við úrlausnir í forsjármálum. Dómarinn verður þannig að vita hvaða athuganir unnt er að gera, hvenær þær eiga við, hvort þær eru nauðsynlegar og hverjir eru hæfir til að gera þær. Rétt er að benda á að hér á landi eru starfandi sálfræðingar sem hafa sérstaka sérfræðingsviðurkenningu en samkvæmt lögum um sálfræð- inga nr. 40/1976, sbr. 1. gr. laga nr. 68/1988, hefur sálfræðingur ekki leyfi til að kalla sig sérfræðing í sérgrein innan sálarfræði nema hann hafi fengið til þess leyfi menntamálaráðuneytisins. Dómari verður einnig að fylgjast með því að aðilar standi rétt að gagnaöflun en eins og segir í 1. mgr. 60. gr. barnalaga þá fylgist dómari með öflun sönn- unargagna. í því sambandi má nefna að dómarar þurfa að vera sérstaklega á verði gegn því að málsaðilar gangi ekki of langt í gagnaöflun. Sálfræðipróf ætti t.d. aldrei að leggja fyrir böm nema það þjóni tilgangi við að leysa úr forsjár- deilunni en slíkt próf sem barn er látið taka er töluvert álag fyrir það ekki síst ef barnið er þegar undir miklu álagi vegna deilu og jafnvel illinda foreldra sinna. Því þarf að meta það vandlega hvort það þjóni tilgangi við lausn deilu í forsjármáli að leggja sálfræðipróf fyrir börn. Reyndar ætti ekki að leggja sál- fræðipróf fyrir fullorðna heldur nema slíkt komi að gagni við að leysa úr því ágreiningsefni sem um er að ræða hverju sinni. Ekki er heldur framkvæmanlegt að leggja sálfræðipróf fyrir málsaðila í forsjárdeilu nema þeir séu því sjálfir samþykkir. Hins vegar gæti synjun málsaðila á að gangast undir slíkt próf verið metið honum í óhag nema fyrir synjuninni séu góð og gild rök. Dómari verður því að athuga gaumgæfilega hvaða athuganir er unnt að láta fara fram og hvort þær eigi við um úrlausnarefnið eftir því sem á stendur. Og aðilar málsins verða einnig að geta treyst því að dómari meti þörf fyrir gagnaöflun í samræmi við lög og skynsamleg rök. Sem dæmi um vandamál af þessu tagi má nefna úrskurð Héraðsdóms Reykja- víkur í máli nr. E-2490/1993 frá 24. ágúst 1993 en þar krafðist sóknaraðili að annar tveggja matsmanna sem til stóð að dómkveðja til að meta hæfni hins for- eldrisins væri geðlæknir. I málinu var ágreiningur milli málsaðila um þetta atriði og var leyst úr honum með ofangreindum úrskurði. I úrskurðinum segir að ekkert komi fram í gögnum málsins sem bendi til að nauðsynlegt væri að dómkveðja geðlækni til að meta það sem um var beðið. Dómarinn taldi að tveir sálfræðingar hefðu mun betri aðstöðu til að meta það sem fyrir var lagt í mats- málinu heldur en sálfræðingur og geðlæknir. Báðir sálfræðingarnir sem dóm- kvaddir voru höfðu víðtæka reynslu varðandi þau atriði sem máli skiptu en að nokkru leyti var reynsla þeirra á ólíku sviði. Annar starfaði á barna- og ung- lingageðdeild og hafði mikla reynslu í að leggja próf fyrir böm og meta ástand þeirra. Hinn starfaði á eigin sálfræðistofu og hafði menntun og reynslu í grein- ingu og meðferð áfengissjúklinga og ennfremur í að greina áhrif drykkjuskapar á börn þeirra. Einnig má nefna hér dóm Hæstaréttar frá 5. apríl 1995 í máli nr. 116/1995. í 279

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.