Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Síða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Síða 40
Stefán Már Stefánsson er prófessor við lagadeild Háskóla Islands Stefán Már Stefánsson: UM SÉRFRÓÐA MEÐDÓMSMENN1 1. LAGAHEIMILDIR Ákvæði 2. mgr. 2. gr. laga um meðferð einkamála í héraði nr. 91/1991 tekur til sérfróðra meðdómsmanna2 og hljóðar svo: Ef deilt er um staðreyndir sem eru bornar fram sem málsástæður og dómari telur þurfa sérkunnáttu í dómi til að leysa úr getur hann kvatt til tvo meðdómsmenn sem hafa slíka sérkunnáttu. Samkvæmt 3. mgr. 4. gr. sömu laga skulu meðdómsmenn taka þátt í máls- meðferð og dómsuppsögu og hafa sömu réttindi og bera sömu skyldur og dóms- formaður í því máli. Dómsformaður stýrir þó dómi og kveður einn upp úrskurði um annað en frávísun máls. Dómsformaður ákveður þóknun til sérfróðra meðdómsmanna. Ekki er tilefni til að vfkja sérstaklega að ákvæði 5. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 sem hefur í raun að geyma sambærileg ákvæði og nú voru nefnd. 2. ÁLITAEFNI VARÐANDI SÉRFRÓÐA MEÐDÓMSMENN Þau álitaefni sem varða sérfróða meðdómsmenn eru mörg. Þau verða hvorki talin upp hér né reifuð en aðeins vikið að nokkrum þeirra. 1 Grein þessi er að nokkru leyti byggð á erindi sem höfundur flutti á ráðstefnu Dómarafélags Islands á Selfossi þann 5. nóvember 1994. 2 I grein þessari verður ekki fjallað um skilyrði þess eða álitamál sem rísa kunna er dómari kveður til aðra héraðsdómara til setu í dómi eða þegar hann kveður héraðsdómara til setu í dómi með einum sérfróðum meðdómsmanni. 282

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.