Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Page 41

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Page 41
Fyrst af öllu má spyrja hvort réttarstaða þeirra sé nægjanlega trygg. Þeim er t.d. ekki tryggð æviráðning og þeir geta aldrei vitað fyrirffam hvort þeir verði kvaddir til setu í dómsmáh. Spyija má hvort það sé eðlilegt og sjálfsagt að dómendur sem hafa svo ótrygga réttarstöðu sem sérfróðir meðdómsmenn geti þrátt fyrir það haft áhrif á eða ráðið niðurstöðu dóms í því máli sem þeir eru kvaddir til setu í. I öðru lagi má spyrja hvort eðlilegt sé að dómari sem fer með tiltekið mál hafi heimild til að tilnefna sérfróða meðdómsmenn án þess að vera bundinn af leiðbeiningarreglum um það hvern hann skuli tilnefna. Vissulega veitir núgild- andi heimild svigrúm og gerir dómara kleift að bregðast fljótt við varðandi til- kvaðninguna. Hins vegar er hætta fyrir hendi að beiting dómara á þessari heim- ild geti sætt réttmætri gagnrýni ef hann hefur ekki við hlutlægar reglur að styðj- ast. Þannig er hugsanlegt að dómari velji einungis þá meðdómsmenn til setu í dóm sem hann telur sömu skoðunar og hann sjálfur í dómsmálinu eða að hann velji ekki þann meðdómsmann aftur til starfa sem hefur haft aðra skoðun held- ur en hann í tilteknu máli. Hvorug ákvörðunin verður talin eðlileg. í þriðja lagi má velta því fyrir sér hvenær „sérfræðikunnáttu“ sé þörf þannig að skilyrði laga séu fyrir hendi til að kveðja til sérfróða meðdómsmenn. Stund- um örlar á því að einstakir dómarar hafi mismunandi skoðanir á því við hvaða aðstæður beri að tilnefna sérfróða meðdómsmenn. Ef skoðanir eða framkvæmd er mjög mismunandi í þessu efni skapast hætta á að misræmi verði í dóma- framkvæmd. Það verður að teljast óæskilegt út frá sjónarmiðum um réttarör- yggi því að tilnefning sérfróðra meðdómsmanna til setu í dómsmáli getur að sjálfsögðu haft mikla þýðingu fyrir úrslit málsins og þar með fyrir samræmda beitingu réttarins yfirleitt. í fjórða lagi má spyrja hvert skuli vera hlutverk sérfróðra meðdómsmanna í dómi. I réttarfarsfræðum er algengt að menn greini á um það hvort sérfræðiálit skuli koma fyrir dóminn eða hvort dómurinn sjálfur skuli búa yfir sérfræði- þekkingu sem hann geti síðan beitt að meira eða minna leyti. Sérfræðiþekking í dómi er etv. æskileg út frá því sjónarmiði að almennt má búast við „réttari“ úr- lausnum frá dómstóli þar sem sérfræðiþekking er fyrir hendi heldur en ef hún væri það ekki. Þó ber að hafa í huga þá meginreglu að aðilar dómsmáls skulu alltaf eiga kost á því tjá sig um allar málsástæður sem bornar eru fram í dóms- máli. Sú meginregla styðst við gild rök sem kunnugt er. Beiting sérfræði- þekkingar í dómsmáli getur því væntanlega aðeins stuðlað að „réttari" úrlausn að þeirrar meginreglu sé gætt að fullu. í grein þessari verður aðeins rætt um tvö síðastgreindu atriðin. Verður fyrst rætt um það hvert sé hlutverk sérfróðra meðdómsmanna (kaflar 3-8) því að svar við því veitir vísbendingu um úrlausn þess hver verði talin skilyrði laga til að kveðja til meðdómsmenn (um það er fjallað í kafla 9). 3. DÓMSTÓLAR OG SÉRFRÆÐIÁLIT Segja má að í flestum dómsmálum sé bæði tekist á um að sanna hverjar séu staðreyndir tiltekins máls og að komast að réttri lögfræðilegri niðurstöðu í því. 283

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.