Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Page 46

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Page 46
taka vissa afstöðu til þeirra sérfræðiálita sem liggja fyrir í málinu þar sem túlk- un og beiting laga hvflir að talsverðu leyti á sönnunargildi sérfræðiálitanna. 7. HVENÆR EIGA SKOÐUNAR- OG MATSGERÐIR AÐ KOMA FRAM? Hér verður sett fram sú kenning að skoðunargerð, eins og henni er lýst hér að framan, skuli ávallt koma fyrir dóm og sæta gagnrýni þar ef því er að skipta. Einnig má orða sömu hugsun neikvætt þannig að skoðunargerð eigi ekki að koma fyrst fram í dómi í dómsmáli því sem rekið er milli aðila. Skoðunargerð í máli tengist gagnaöflun í því og þar með meginreglunni um málsforræði aðila málsins og jafnræði þeirra. Hugsanlegt er að einhver frávik kunni að vera frá þessu, td. þar sem dómur skipaður sérfróðum meðdómsmönnum fer í vett- vangsgöngu og telur eftir það að rétt sé að gera einhverjar athugasemdir við fyrirliggjandi gögn sem lúta að lýsingu á staðháttum. Einnig í sltku tilviki væri þó dómi rétt að gefa aðilum kost á að tjá sig á ný og eftir atvikum með gagna- öflun ef hann teldi skoðunargerð óljósa í einhverjum atriðum. Að mörgu leyti má segja það sama um matsgerðir. Þær bera það oftast með sér að vera endanlegar þannig að þær gefa ekki mikið svigrúm að því er varðar þá niðurstöðu sem kemur fram í þeim. Það væri andstætt meginreglum réttar- farslaga um jafnræði aðilanna og þar með málsforræði þeirra ef dómur skipaður sérfróðum meðdómsmönnum semdi sjálfur matsgerð eða kæmi í dómi fram með nýja matsgerð í stað þeirrar sem fyrir liggur í málinu. Aðalreglan er því tvímælalaust sú að dómendum er hvorki ætlað að gera sérfræðiskýrslur eða möt né breyta fyrirliggjandi sérfræðiskýrslum eða mötum með því að gera sínar eigin með dómi í málinu. Hins vegar geta þeir metið sönnunargildi fyrirliggj- andi sérfræðiskýrslna eða mata. Nokkrar undantekningar eða frávik er að finna frá þessu: I. I fyrsta lagi kann að vera að fyrirliggjandi matsgerðir geri sjálfar ráð fyrir einhverjum skekkjumörkum eða fyrirvörum. Þegar svo er virðist dómur, skip- aður sérfróðum meðdómsmönnum, geta beitt sérfræðiþekkingu sinni að ein- hverju marki, td. ef matsgerð gerir ráð fyrir að heildaráhrif tiltekinnar markaðs- ráðandi aðstöðu sé 40-60% af tilteknum markaði eða ef gefnir eru fleiri en einn möguleiki mismunandi dýr við að bæta úr göllum húss. 2.1 öðru lagi kann að vera að sérfróðir meðdómsmenn sjái tiltekna galla sem skipta máli í tengslum við almennar upplýsingar eða ályktanir í matsgerð. Það getur gefið dóminum tilefni til að endurupptaka mál samkvæmt 104. gr. eml. til þess að fá skýrari upplýsingar unt grundvöll matsgerðarinnar. Ljóst er að þetta er oft ekki unnt nema að dómurinn hafi yfir þekkingu að ráða sem gerir honum kleift að sjá í hverju gallarnir liggja. 3. í þriðja lagi má oft finna ályktanir í matsgerð sem varða ekki sérfræðiatriði eins og þau eru venjulega skilgreind heldur varða sönnunaratriði og jafnvel hvemig sönnunarbyrði sé háttað. Ur þessum atriðum getur dómur auðvitað skorið hvort sem dómur er skipaður sérfróðum meðdómsmönnum eða ekki. 288

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.