Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 57

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 57
reglur laga, grunnreglur, undirstöðureglur, almenn lagarök og fleiri áþekkum, en allt fellur þetta undir eitt orð - lagahefðina. Hún er þannig hin almenna rétt- arheimild bakvið þær sem sérstaklega eru afmarkaðar eins og sett lög, skýr og óumdeild venja og að nokkru leyti fordæmi. Nú er áskilið að lög í réttarriki séu réttlát - þar með almenn - þau séu stöðug, aðgengileg og skynsamleg og þannig úr garði gerð að unnt sé að ná þeim mark- miðum sem þar eru sett - eða með öðrum orðum hagkvæm og þénanleg. I síbreytilegu umhverfi samtímans er ekki auðvelt að fullnægja þessum áskilnaði með settum lögum eins og fyrr var vikið að. Og þá kemur til kasta dómstólanna að standa vörð um lagahefðina. Hún er í eðli sínu stöðug, enda styðst hún við reynslu sem hefur slípazt í meðförum kynslóðanna. Því má ætla að hún sé rétt- lát, a.m.k. í megindráttum, öðrum kosti hefði hún ekki haldizt. Hefð sem þannig hefur þróazt má ætla að móti hugarfar manna og réttarvitund, en slíkt getur ekki gerzt nema hún sé aðgengileg og þá jafnframt skynsamleg. Öðrum kosti verður ekki ætlað að hún hefði náð að festast í sessi. Fortíðin og reynsla fyrri tíðar fólks er hluti af lífsviðhorfi hvers manns og ræður að einhverju leyti afstöðu hans og ákvörðunum. Hún veitir alltaf holla leiðsögn til eftirbreytni eða vamaðar. Þannig er almannaviljinn sem þjóðfélags- valdið á að styðjast við bundinn hefðinni. Þetta er viðurkennt með því að til- teknar mikilvægar og sígildar reglur em taldar hafa æðra gildi en aðrar og þannig búið um hnúta að torvelt er að breyta þeim, jafnvel ógerlegt í augum þeirra sem reisa lífsskoðun sína á eðlisréttinum. Almannaviljinn löghelgar þannig varðstöðu um hefðina - a.m.k. óbeint. Þannig verður hefðin vöm réttarrikisins gegn hugsanlegum skyndiráðum lög- gjafans í umróti samtímans og kemur stjómarskrárákvæðum til fyllingar og fulltingis, en þau hljóta eðli málsins samkvæmt einungis að geyma meginreglur. Þannig verður það hlutverk dómstólanna að móta nýjar reglur í anda þeirrar réttarmenningar sem kynslóðimar hafa látið eftir sig. Með þessu er ekki sagt að allur arfur fortíðarinnar veiti holla leiðsögn. Mið- aldamenn töluðu um óvenju eða abusus. Ekki er því heldur haldið fram að dóm- stólunum - þar á meðal Hæstarétti - geti ekki missýnst. Vel kann svo að fara að þeir felli dóma sem skiptar skoðanir eru um og þyki jafnvel orka tvímælis að beztu manna yfirsýn eða í ljós komi gallar á löggjöf, jafnvel að hefðin afvega- leiði dómstólana. En þá getur löggjafinn eða stjómarskrárgjafinn tekið í taum- ana og breytt lögum eða sett ný. Þannig verður víxlverkan milli dómsvalds og lagasetningarvalds sem stuðlar að gagnkvæmu aðhaldi. A þann veg er hollast að löggjöfin þróist milli hefðar og nýskipunar. Þetta gerðu þeir menn sér ljóst sem lifðu í deiglu miðaldaþjóðfélagsins og óvíða birtist skýrar en í stjórnskipan íslenzka þjóðveldisins með hinni skarplegu greiningu milli þess að rétta lög og gera nýmæli. Á þjóðveldisöld var þetta að vísu í höndum einnar og sömu stofn- unar - lögréttu - en aðgreiningin fólst í því að gerólrkum aðferðum var beitt. Nú þykir betur henta að tvær stofnanir eigi hér hlut að, annars vegar dómstólamir, hins vegar löggjafínn. 299
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.