Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Page 62
AÐALFUNDUR LÖGMANNAFÉLAGS ÍSLANDS 1995
Aðalfundur Lögmannafélags íslands var haldinn í Ársal Hótel Sögu föstudag-
inn 10. mars 1995. Fundarstjóri var kosinn Ásgeir Thoroddsen hrl. og fundar-
ritari Hjörtur Bragi Sverrisson hdl.
Formaður félagsins Ragnar Aðalsteinsson hrl. flutti skýrslu stjómar til aðal-
fundarins. I upphafi máls síns minntist formaðurinn látinna félagsmanna á
starfsárinu, þeirra Einars Sigurðssonar hrl., Guðmundar Markússonar hrl.,
Harðar Olafssonar hrl., Jóhanns Péturs Sveinssonar hdl., Jóns Þorsteinssonar
hrl. og Ragnars Steinbergssonar hrl.
Skýrsla stjórnarinnar fyrir starfsárið 1994-1995 lá fyrir aðalfundinum og
vísaði formaðurinn í hana um ýmis þau verkefni, sem stjómin vann að á starfs-
árinu. Formaðurinn vék því næst að hlutverki félagsins sem umsagnaraðila um
löggjafarmál og framkvæmd laga. Formaðurinn nefndi í þessu sambandi til-
lögu, sem fyrirhugað væri að leggja fram á fundinum, um skerðingu á málfrelsi
félagsins. Hlutverk félagsins væri meðal annars að fylgjast með lagasetningu og
lagaframkvæmd. Félagið hefði veitt umsagnir um lagafrumvörp, þó þau væru
pólitísk í eðli sínu. Formaðurinn taldi að stjórn félagsins yrði ekki bundin af
þessari tillögu, yrði hún samþykkt. Minnt var á umsagnir félagsins um laga-
frumvörp um söluskatt á lögmannsþjónustu, stjómskipunarlagafrumvarp um
landssvæði utan einstaklingseignar, um virðisaukaskatt, um gjafsókn, um rétt-
indi sakborninga, lögfræðiaðstoð við efnalítið fólk, jafnréttismál, jákvæða mis-
munun við ráðningu starfsfólks og lögfestingu Mannréttindasáttmála Evrópu.
Af þessu mætti sjá að félagið sinnti hlutverki sínu um að efla rétt og hrinda
órétti, án tillits til þess hver hefði verið formaður hverju sinni.
Formaðurinn fjallaði um tilurð umsagnar um stjómarskrárfrumvarpið og
hvers vegna farið var út í það að ráða sérstakan lögmann til að gera drög að um-
sögninni. Drögin vom síðan staðfest, eftir nokkar breytingai', af formanni laga-
nefndar og formanni félagsins, eftir að hafa verið rædd og samþykkt á fundi
stjórnar og laganefndar 25. janúar 1995. Umsögninni var síðan dreift til allra
lögmanna, alþingismanna og fjölmiðla. Formaðurinn sagði að athugasemdir
L.M.F.I. í umsögninni hefðu, ásamt öðmm umsögnum, leitt til breytinga á
frumvarpinu og að hann væri stoltur af því starfi, sem félagið hefði unnið í
þessu máli. Þær breytingai', sem gerðar voru á frumvarpinu, vora breytingar á
ákvæði um jafnrétti fyrir lögum, þar sem bætt hefði verið inn í að menn ættu að
njóta mannréttinda án mismununar. Þá hefði ný málsgrein um jafnrétti kynj-
anna verið sett inn og einnig hugtök eins og pyntingar og réttlát málsmeðferð.
Bætt var við ákvæði um hleranir, takmarkanir á tjáningarfrelsi voru bundnar við
það að vera nauðsynlegar og samræmast lýðræðishefðum, hugtakinu stéttarfé-
lög var bætt inn í frumvarpið og réttur til aðstoðar vegna sjúkleika og réttur til
almennrar menntunar.
I máli sínu fjallaði formaðurinn einnig um reglur IBA um sjálfstæða, óháða
lögmannastétt, sem fjalla meðal annars um að í laganámi skuli tekið tillit til
304