Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Page 3

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Page 3
TÍMARIT LÖGFRÆÐINGA 3. HEFTI 47. ÁRGANGUR SEPTEMBER 1997 ÚTGÁFA LÖGFRÆÐIRITA Við Islendingar höfum löngum stært okkur af því að vera bókaþjóð og það með nokkrum rétti. Að vísu mun hugtakið bókaþjóð ekki hafa verið skýrlega skilgreint svo vitað sé en gjaman er bent á að hér á landi séu gefnar út fleiri bækur miðað við íbúafjölda en í öðrum löndum og að þær seljist í stærri upplögum eftir sömu viðmiðun. Stundum gerist það þó að bækur hérlendis seljast í ótrúlega stórum upplögum miðað við það sem erlendis gerist. Fagurbókmenntirnar svokölluðu munu vera meginhluti þess sem gefið er út af bókum, fræðiritin aðeins brot. Allir þeir sem glíma við úrlausnarefni á sviði lögfræðinnar vita að mikill styrkur er að því að eiga greiðan aðgang að góðum lögfræðiritum og handbókum. Þar skiptir jafnan mestu máli það sem ritað hefur verið á íslensku með íslenskar aðstæður í huga þótt oft leitum við fanga með góðum árangri hjá Dönum og Norðmönnum og reyndar víðar. Þótt þessar þjóðir séu okkur skyldar, þjóðfélögin svipuð að gerð og lagakerfin sömuleiðis, þá er einatt á þessu einhver blæbrigðamunur sem hafa þarf í huga þegar metið er hvað á við hérlendis af því sem í þessum löndum er ritað. Það hefur þó árum saman verið svo að við kennslu í lagadeild Háskóla Islands hafa verið notaðar danskar og norskar kennslubækur, einkum danskar, þótt nú hin síðari ár hafi vægi íslenskra kennslurita aukist að miklum mun. Má væntanlega með fullum rétti segja að prófessorar og kennarar við lagadeildina hafi yfirleitt staðið vel að málum að því er kennsluefni varðar og þarf þá ekki endilega að miða við aðstæður allar eins og stundum er sagt, en staðreyndin er sú að föst laun prófessora og kennara við háskólann nú um stundir eru ekki fjarri því að vera aðhlátursefni. A prófessorum og kennurum háskólans hvílir rík rannsóknarskylda og rann- sóknirnar leiða oftast til útgáfu í einhverri mynd. Prófessorar og kennarar í lagadeild eru einu lögfræðingamir hér á landi sem skyldugir eru til að stunda 143

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.