Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 3

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 3
TÍMARIT LÖGFRÆÐINGA 3. HEFTI 47. ÁRGANGUR SEPTEMBER 1997 ÚTGÁFA LÖGFRÆÐIRITA Við Islendingar höfum löngum stært okkur af því að vera bókaþjóð og það með nokkrum rétti. Að vísu mun hugtakið bókaþjóð ekki hafa verið skýrlega skilgreint svo vitað sé en gjaman er bent á að hér á landi séu gefnar út fleiri bækur miðað við íbúafjölda en í öðrum löndum og að þær seljist í stærri upplögum eftir sömu viðmiðun. Stundum gerist það þó að bækur hérlendis seljast í ótrúlega stórum upplögum miðað við það sem erlendis gerist. Fagurbókmenntirnar svokölluðu munu vera meginhluti þess sem gefið er út af bókum, fræðiritin aðeins brot. Allir þeir sem glíma við úrlausnarefni á sviði lögfræðinnar vita að mikill styrkur er að því að eiga greiðan aðgang að góðum lögfræðiritum og handbókum. Þar skiptir jafnan mestu máli það sem ritað hefur verið á íslensku með íslenskar aðstæður í huga þótt oft leitum við fanga með góðum árangri hjá Dönum og Norðmönnum og reyndar víðar. Þótt þessar þjóðir séu okkur skyldar, þjóðfélögin svipuð að gerð og lagakerfin sömuleiðis, þá er einatt á þessu einhver blæbrigðamunur sem hafa þarf í huga þegar metið er hvað á við hérlendis af því sem í þessum löndum er ritað. Það hefur þó árum saman verið svo að við kennslu í lagadeild Háskóla Islands hafa verið notaðar danskar og norskar kennslubækur, einkum danskar, þótt nú hin síðari ár hafi vægi íslenskra kennslurita aukist að miklum mun. Má væntanlega með fullum rétti segja að prófessorar og kennarar við lagadeildina hafi yfirleitt staðið vel að málum að því er kennsluefni varðar og þarf þá ekki endilega að miða við aðstæður allar eins og stundum er sagt, en staðreyndin er sú að föst laun prófessora og kennara við háskólann nú um stundir eru ekki fjarri því að vera aðhlátursefni. A prófessorum og kennurum háskólans hvílir rík rannsóknarskylda og rann- sóknirnar leiða oftast til útgáfu í einhverri mynd. Prófessorar og kennarar í lagadeild eru einu lögfræðingamir hér á landi sem skyldugir eru til að stunda 143
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.