Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Page 22

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Page 22
Forsjármál eru rekin fyrir dómstólum samkvæmt málsmeðferðarreglum í lögum um meðferð einkamála nr. 91/1991 og í barnalögum nr. 20/1992. Mál þessi eru því rekin sem einkamál samkvæmt almennum reglum og samkvæmt ýmsum sérreglum um málmeðferð sem koma fram í barnalögum og gilda jafnhliða hinum almennu reglum. Sérreglurnar koma m.a. fram í VIII. kafla barnalaga en kaflinn ber heitið: Dómsmál vegna ágreinings um forsjá barna. I VI. kafla laganna koma einnig fram reglur um málsmeðferð svo sem í 1. mgr. 34. gr. sem mælir fyrir um hraða málsmeðferð, í 36. gr. sem fjallar um bráðabirgðaúrlausn um forsjá og í 39. gr. um heimildir dómara eða dómsmálaráðuneytis til að ákveða að ekki megi fara með barn úr landi. Þessi síðartöldu lagaákvæði gilda bæði um rekstur forsjár- mála fyrir dómstólum og um meðferð forsjármála sem til úrlausnar eru í dómsmálaráðuneytinu. Þegar dómsmálaráðuneytið leysir úr ágreiningi um forsjá barns gilda ennfremur ákvæði IX. kafla bamalaganna: Um meðferð og úrlausn stjórn- valda á málum samkvæmt lögum þessum. Einnig gilda almenn ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993 en samkvæmt 2. mgr. 1. gr. laganna gilda þau þegar stjómvöld taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Þegar ákvæði annarra laga hafa að geyma strangari málsmeðferðarreglur en stjórnsýslulögin mæla fyrir um halda þau lagaákvæði gildi sínu, sbr. 2. mgr. 2. gr. stjómsýslulaga. Aðalástæða þess að forsjármál sæta afbrigðilegri málsmeðferð er sú að mál þessi eru sérstaks eðlis eins og reyndar önnur mál á sviði sifja- og barnaréttar. Málsmeðferðarreglum er m.a. ætlað að tryggja að tillit sé tekið til hinna sérstöku hagsmuna sem í húfi eru þegar leyst er úr slíkum málum. Urræðið um ákvörðun forsjár til bráðabirgða er í reynd einn þáttur þeirrar afbrigðilegu málsmeðferðar sem forsjármál sæta. Mælt er fyrir um þetta úrræði í 36. gr. barnalaga eins og þegar hefur komið fram en í lagagreininni segir að dómstóll eða dómsmálaráðuneytið, eftir því hvar forsjármálið er til meðferðar, geti ákveðið til bráðabirgða hvemig fara skuli um forsjá barns eftir því sem bami er fyrir bestu. Þetta lagaákvæði hefur valdið nokkurri réttaróvissu. Má það m.a. rekja til þess að ekki kemur skýrt fram í lögunum eða tiltækum lögskýringargögnum hvemig því skuli beitt. Ekki kemur heldur fram hvaða gögn þurfi að liggja fyrir þegar ákvörðun er tekin um forsjá til bráðabirgða eða hvaða sjónarmið beri helst að leggja til grundvallar við slíka ákvörðun. Því má spyrja hvort þetta réttarfarsúrræði sé notað eins og til hefur verið ætlast, hvort sú hætta sé fyrir hendi að það verði ofnotað og loks hvort gera verði þá kröfu að í lögunum komi fram með skýrari hætti en nú er hvenær og hvernig úrræði þessu verði beitt. Hér á eftir verður fjallað um helstu álitamál sem ætla má að upp komi þegar taka þarf ákvörðun um forsjá barns til bráðabirgða undir rekstri forsjármáls. Þegar á þetta réttarúrræði reynir koma einnig til álita aðrar málsmeðferðarreglur sem annað hvort tengjast því eða óhjákvæmilegt er að hafðar verði til viðmiðunar þegar reglur um bráðabirgðaforsjá eru skilgreindar. I næsta kafla 162

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.