Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Qupperneq 22

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Qupperneq 22
Forsjármál eru rekin fyrir dómstólum samkvæmt málsmeðferðarreglum í lögum um meðferð einkamála nr. 91/1991 og í barnalögum nr. 20/1992. Mál þessi eru því rekin sem einkamál samkvæmt almennum reglum og samkvæmt ýmsum sérreglum um málmeðferð sem koma fram í barnalögum og gilda jafnhliða hinum almennu reglum. Sérreglurnar koma m.a. fram í VIII. kafla barnalaga en kaflinn ber heitið: Dómsmál vegna ágreinings um forsjá barna. I VI. kafla laganna koma einnig fram reglur um málsmeðferð svo sem í 1. mgr. 34. gr. sem mælir fyrir um hraða málsmeðferð, í 36. gr. sem fjallar um bráðabirgðaúrlausn um forsjá og í 39. gr. um heimildir dómara eða dómsmálaráðuneytis til að ákveða að ekki megi fara með barn úr landi. Þessi síðartöldu lagaákvæði gilda bæði um rekstur forsjár- mála fyrir dómstólum og um meðferð forsjármála sem til úrlausnar eru í dómsmálaráðuneytinu. Þegar dómsmálaráðuneytið leysir úr ágreiningi um forsjá barns gilda ennfremur ákvæði IX. kafla bamalaganna: Um meðferð og úrlausn stjórn- valda á málum samkvæmt lögum þessum. Einnig gilda almenn ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993 en samkvæmt 2. mgr. 1. gr. laganna gilda þau þegar stjómvöld taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Þegar ákvæði annarra laga hafa að geyma strangari málsmeðferðarreglur en stjórnsýslulögin mæla fyrir um halda þau lagaákvæði gildi sínu, sbr. 2. mgr. 2. gr. stjómsýslulaga. Aðalástæða þess að forsjármál sæta afbrigðilegri málsmeðferð er sú að mál þessi eru sérstaks eðlis eins og reyndar önnur mál á sviði sifja- og barnaréttar. Málsmeðferðarreglum er m.a. ætlað að tryggja að tillit sé tekið til hinna sérstöku hagsmuna sem í húfi eru þegar leyst er úr slíkum málum. Urræðið um ákvörðun forsjár til bráðabirgða er í reynd einn þáttur þeirrar afbrigðilegu málsmeðferðar sem forsjármál sæta. Mælt er fyrir um þetta úrræði í 36. gr. barnalaga eins og þegar hefur komið fram en í lagagreininni segir að dómstóll eða dómsmálaráðuneytið, eftir því hvar forsjármálið er til meðferðar, geti ákveðið til bráðabirgða hvemig fara skuli um forsjá barns eftir því sem bami er fyrir bestu. Þetta lagaákvæði hefur valdið nokkurri réttaróvissu. Má það m.a. rekja til þess að ekki kemur skýrt fram í lögunum eða tiltækum lögskýringargögnum hvemig því skuli beitt. Ekki kemur heldur fram hvaða gögn þurfi að liggja fyrir þegar ákvörðun er tekin um forsjá til bráðabirgða eða hvaða sjónarmið beri helst að leggja til grundvallar við slíka ákvörðun. Því má spyrja hvort þetta réttarfarsúrræði sé notað eins og til hefur verið ætlast, hvort sú hætta sé fyrir hendi að það verði ofnotað og loks hvort gera verði þá kröfu að í lögunum komi fram með skýrari hætti en nú er hvenær og hvernig úrræði þessu verði beitt. Hér á eftir verður fjallað um helstu álitamál sem ætla má að upp komi þegar taka þarf ákvörðun um forsjá barns til bráðabirgða undir rekstri forsjármáls. Þegar á þetta réttarúrræði reynir koma einnig til álita aðrar málsmeðferðarreglur sem annað hvort tengjast því eða óhjákvæmilegt er að hafðar verði til viðmiðunar þegar reglur um bráðabirgðaforsjá eru skilgreindar. I næsta kafla 162
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.