Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Page 66

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Page 66
stjórnarskrárinnar við að takmarka vald löggjafans og túlkun dómskerfisins á ákvæðum hennar. Loks er gerð grein fyrir einstökum greinum stjórnar- skrárinnar og þróun þeirra. Mannréttindi í stjórnarskrá - fjögur erindi. Mannréttindaskrifstofa íslands. 1994. 50 bls. I ritinu Mannréttindi í stjórnarskrá er að finna fjögur erindi sem haldin voru á fundi um mannréttindi og stjórnarskrá 1. desember 1994. Erindi Guðmundar Alfreðssonar nefnist Hugleiðingar um mannréttindi í stjórnarskrá; erindi Vilhjálms Arnasonar nefnist Mannhelgi og mannréttindi; erindi Hjördísar Hákonardóttur nefnist Mannréttindi - hvað viljum við hafa í VII. kafla stjórnarskrárinnar? og erindi Þórs Vilhjálmssonar nefnist Mannréttindafundur 1. desember 1994. Aftast í ritinu er að finna VI. og VII. kafla stjórnarskrárinnar, tillögur stjórnarskrárnefndar um mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar og frumvarp til stjórnskipunarlaga urn breytingu á mannréttindakafla stjórnar- skrárinnar. Páll Hreinsson. Stjórnsýslulögin - skýringarrit. Forsœtisráðuneytið. 1994. 377 bls. Verð: 2.305 kr. í ritinu eru helstu þættir stjórnsýslulaga skýrðir. Framsetning ritsins er í samræmi við venjubundna efnisskipan skýringarrita. Hver lagagrein er tekin sjálfstætt til umfjöllunar og skýringar. Reifaðir eru helstu dómar og álit umboðsmanns Alþingis. Ritinu er skipt niður í hluta í samræmi við kafla- skiptingu stjórnsýslulaganna. I viðauka eru birt helstu lög og reglugerðir sem tengjast efninu, auk stjórnsýslulaganna í danskri og enskri þýðingu. ítarlegar og hefðbundnar skrár fylgja. Samhliða útgáfunni voru stjórnsýslulögin ásamt greinargerð gefin út. Borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi á íslandi - Önnur og þriðja skýrsla íslands um framkvœmd alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. 1995. 128 bls. Verð: 570 kr. I bókinni eru, auk þeirra skýrslna sem gerðar eru í samræmi við ákvæði alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna frá 1966 um borgaraleg og stjórnmála- leg réttindi, að finna athugasemdir alþjóðlegrar nefndar sem starfar samkvæmt samningnum sem hún skilaði af sér eftir að hafa athugað efni annarrar skýrslunnar. í bókinni er að finna ítarlega lýsingu á ástandi mannréttindamála hér á landi með skírskotun til ákvæða samningsins um borgaraleg og stjórn- málaleg réttindi, hvernig þau eru tryggð í íslenskri löggjöf og hvernig þau birtast í framkvæmd. Auk þess fylgir í viðauka umræddur alþjóðasamningur. 206

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.