Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Page 5
Þótt nú sé staðan sú að fangelsi á íslandi rúmi mun fleiri en þar þurfa að sitja
segir það ekki alla söguna um stöðu mála.
Island er aðili að Evrópusamningi um vamir gegn pyndingum og ómannlegri
eða vanvirðandi meðferð eða refsingu en þessi samningur er frá árinu 1991.
Eftirlit með því að aðildarríkin virði þennan samning hefur nefnd sem ber heitið
„Evrópunefnd um vamir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi með-
ferð eða refsingu“, en er í daglegu tali kölluð „pyndinganefndin“. I skýrslu
nefndarinnar um heimsókn hennar til Islands dagana 29. mars til 6. apríl 1998,
sem er 66 síðna löng í íslenskri þýðingu, kemur fram að hún hefur heimsótt öll
fangelsi landsins nema Kvíabryggju.
Það er jafnan svo að „glöggt er gests augað“. Pyndinganefndin gerir ýmsar
athugasemdir við fangelsismálin sem fæstar geta talist stórvægilegar. Hún segir
vistunaraðbúnað í íslenskum fangelsum hvergi verri en svo að viðunandi geti
talist og sums staðar sé hann með ágætum. Tækifæri fanga til athafna og starfs-
menntunar þurfi að auka og bæta þurfi læknisþjónustu, en það mun þegar hafa
verið gert að einhverju leyti. Nefndin hvetur til þess að komið verði í fram-
kvæmd fullunnum meðferðaráætlunum um baráttu gegn áfengis- og fíkniefna-
notkun fanga. Nefndin kveðst fáar ásakanir hafa heyrt um illa líkamlega með-
ferð fanga en nýleg andlát fanga í fangelsinu á Litla-Hrauni sé mun meira
áhyggjuefni.
Veigamestu athugasemdir nefndarinnar eru í fyrsta lagi þær að gera verði
tafarlausar ráðstafanir til þess að tryggja að ungir fangar séu vistaðir aðskildir
frá fullorðnum föngum og veittur kostur á því athafnalífi sem samræmist þörf-
um þeirra.
I öðru lagi leggur nefndin áherslu á það að yfirvöld veiti byggingu fyrirhug-
aðs nýs gæsluvarðhaldsfangelsis í Reykjavík eins mikinn forgang og framast sé
unnt og segir: „Þetta myndi gera kleift að vista alla gæsluvarðhaldsfanga af
Reykjavíkursvæðinu þar sem þeir eiga fjölskyldur sínar og hafa sín félagslegu
tengsl í grennd við aðsetur viðeigandi rannsóknar- og ákæruvaldshafa, og
einnig að veita föngum kost á starfsskipulagi sem hentar“.
Nefndin telur aðbúnað til vistunar gæsluvarðhaldsfanga góðan á Litla-
Hrauni en öðru máli gegni um þá lifnaðarhætti sem þessir fangar eigi kost á.
Nefndin kveðst hafa beint athygli sinni sérstaklega að einangrunarvistun gæslu-
varðhaldsfanga á Islandi í þágu rannsóknar og telur það enn áhyggjuefni sitt
þótt ástandið að þessu leyti hafi skánað frá síðustu heimsókn nefndarinnar til Is-
lands en hún var árið 1993.
Segja má að það hafi vakið töluverða athygli dómara hve aðbúnaður þeirra
gæsluvarðhaldsfanga sem eru í einangrun á Litla-Hrauni er fábrotinn. Sýndist
aðbúnaður afplánunarfanga mun betri. Vaknar sú spuming hvort nokkur ástæða
sé til annars en að búa betur að þessum gæsluvarðhaldsföngum, hér er ekki um
sakfellda menn að ræða og ástæðan fyrir vistun þeirra í flestum tilfellum sú að
koma í veg fyrir að þeir geti haft áhrif á rannsókn mála. Það er óþarft að láta
71