Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 9
tími gafst til umræðna um málið á Alþingi, stjómmálaflokkamir höfðu enga ákveðna stefnu í málinu og því var aldrei kosið um það. Fiskveiðistefnan var mótuð á Fiskiþingi, ekki á Alþingi. Vinnubrögðin voru því í hæsta máta ábyrgð- arlaus þegar upphafsstaðan var mynduð. En er hægt að segja að hún hafi verið ranglát? Um það verður ekkert fullyrt fyrr en réttmæti sjálfrar úthlutunarregl- unnar hefur verið metið. Það verður einungis gert með því að kanna hvort aðrir en útvegsmenn hafi átt sambærilegt tilkall til gæðanna sem úthlutað var.6 Við það mat skiptir tvennt meginmáli. Annars vegar það að veiðikvótum var úthlutað til skipa og þar með til skipseigenda; hins vegar að aflamagn síðustu þriggja ára (1.11. 1980-31.10. 1983) var lagt til grundvallar skiptingu aflakvóta milli skipa. Síðari reglan, um viðmiðun veiðireynslu, er nánast dæmd til að valda ranglæti, þar eð þriggja ára tímabil gefur tæpast nógu góða mynd af meðalaflamagni skipa. En hún er ekki áhugaverð frá heimspekilegu sjónarmiði og því verður hún látin liggja á milli hluta hér. Fyrri reglan, að úthluta kvótum til skipseigenda, virðist við fyrstu sýn orka síður tvímælis, en hún er aftur á móti heimspekilega athyglisverð. Gera þarf greinarmun á tvenns konar á gagnrýni á þessa úthlutunarreglu. í fyrra lagi má draga réttmæti sjálfrar reglunnar í efa, spyrja hvort hún sem slík sé reist á nægilega góðum rökum. Hér er upphafsstaðan í brennidepli. í síðara lagi má meta regluna í ljósi þeirra afleiðinga sem hún hefur haft, út frá þeirri reynslu sem nú er komin á þessa fiskveiðistefnu. Hér er niðurstaðan því metin, ef svo má segja. Því þarf að meta réttmæti kvótakerfisins eftir báðum þessum leiðum. Fyrst skulum við huga stuttlega að þeim afleiðingum fiskveiðistefnunn- ar sem ósanngjamastar þykja. 2.2 Afleiðingar skiptareglunnar Fjögur atriði eru hvað oftast höfð til marks um ranglæti fiskveiðikerfisins. 2.2.1 Kvótabrask Það er athyglisvert að einstaka úthlutun frá 1983 virðist ekki einkum særa réttlætiskennd fólks, heldur hrópleg dæmi um það þegar handhafar veiðiheim- ilda auðgast á sölu þeirra og leigu.7 Einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, Kristján Pálsson, lýsir þessu svo í morgunblaðsgrein: 6 Þorsteinn Gylfason telur að það verði gert óháð umræðu um eignarrétt í „Fiskur, eignir og rétt- læti“. Réttlæti og ranglæti. Mál og menning 1998, bls. 109-130. 7 Lýsandi dæmi um þessa fremur umburðarlyndu afstöðu eru eftirfarandi ummæli íslenskra sjó- manna: „Við höfum ekkert upp á þá útgerðarmenn að klaga sem skiptast á jafngildum kvótum í mismunandi flsktegundum ... en við getum ekki liðið kvótabraskið þegar útgerðarmenn græða á því að selja það sem þeir eiga ekki“. („We have nothing against boat-owners who trade equivalent amounts of quotas in different fish species ... , but we will not tolerate quota-profiteering (kvóta- brask), where boat-owners make money from selling what they don’t own“.). Agnar Helgason og Gísli Pálsson: „Contested Commodities: The Moral Language of Modemist Regimes", bls. 458. ívitnuð orð er að finna í meistaraprófsritgerð Oðins Gunnars Oðinssonar: „Fagur, fagur ftskur í sjó: hugmyndir Islendinga um viðskipti með kvóta“. Félagsvísindadeild H.I. 1997. 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.