Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Síða 11
ar veiðireynsla var lögð til grundvallar úthlutun kvóta. Hér blasir við ein þver-
stæðan í umræðunni. Yfirráð útvegsmanna yfir auðlindinni eru varin með skír-
skotun til sígildra hugmynda um eignarrétt, en fiskveiðikerfið grefur undan
þessum sömu hugmyndum.
2.2.3 Fáveldi og byggðaröskun
Með fáveldi11 er átt við þá staðreynd að kvótar hafa smám saman safnast á æ
færri hendur.12 Það kann að vera hagkvæmt, en er það réttlátt? Eignatilfærslu og
misskiptingu auðs má ekki leggja að jöfnu við þjóðfélagslegt ranglæti. Mis-
skipting auðs getur verið réttlætismál. Það er heldur ekki auðsöfnunin sem slrk
sem fólk skynjar sem ranglæti, heldur þau áhrif sem þessi samþjöppun veiði-
heimilda á fárra manna hendur hefur á samfélagsgerðina og sjávarútveginn al-
mennt. Um þetta segir Gísli Pálsson, mannfræðingur:
Afleiðingin verði ný stéttaskipting og mun djúpstæðari en sú sem Islendingar eiga að
venjast. ... Skipstjórar og áhafnir þeirra verði einungis launamenn í þjónustu þeirra
stórfyrirtækja sem eiga bátana og veiðileyftn.13
Og um orsökina segir Gísli að „með kvótakerfinu hafi ein mikilvægasta auð-
lind þjóðarinnar verið falin fámennum forréttindahópi til einkaafnota“. Þetta er
kjaminn í gagnrýninni. En hér gildir sama viðbára og áður: Ef úthlutun veiði-
heimildanna sem lögfest var 1983 og 1990 er réttlætanleg, þá er erfitt að gagn-
rýna afleiðingar hennar ef viðurkenndum leikreglum hefur verið fylgt í þeirri
eignatilfærslu sem síðan hefur átt sér stað.
Þetta á líka við um þá byggðaröskun sem stundum er haldið fram að hafi
orðið vegna kvótakerfisins og þess fáveldis sem það hafi alið af sér. Það getur
vart verið réttlætismál að halda óraskaðri byggð í landinu. En það er ranglæti
hafi fólkið í sjávarbyggðum landsins verið hlunnfarið við úthlutun veiðiheim-
ildanna þegar kvótakerfið var tekið upp.
2.2.4 Einokun sægreifanna
Ein meginafleiðing laganna frá 1990 er að „eftirleiðis eru kaup veiðiheimilda
einasta leið þeirra, sem ekki höfðu veiðireynslu á viðmiðunarárunum, til að
komast inn í kerfið“.14 Þetta er stundum talið ósanngjamt vegna þess að það
11 í Stjómspekinni (VII. bók) kallar Aristóteles það stjómarfar fáveldi þar sem fáir auðugir menn
stjóma með það fyrir augum að auðgast.
12 Samkvæmt athugun Agnars Helgasonar og Gísla Pálssonar voru kvótaeigendur árið 1991 1155
talsins og þar af áttu 16 „lénsherrar" u.þ.b. fjórðung allra veiðiheimilda. Snemma árs 1997 hafði
kvótaeigendum fækkað í 706 og þar af áttu 22 „lénsherrar" um helming allra veiðiheimilda. Agnar
Helgason og Gísli Pálsson: „Contested Commodities: The Moral Landscape of Modernist Regi-
mes“, bls. 456. Sjá einnig grein þeirra „Kvótakerfi: kenning og vemleiki". Skímir (vor 1999), bls.
26-52.
13 Gísli Pálsson: „Fiskveiðistefna og félagsleg ábyrgð“. Hagsæld í húfi, bls. 29.
14 Þorgeir Orlygsson: „Hver á kvótann?". Tímarit lögfræðinga, lsta hefti 48da árgangs (febrúar
1998), bls. 46.
77