Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Page 13

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Page 13
ur Þorgeir fram mikilvægan fyrirvara á þessa niðurstöðu sína þegar hann svarar spumingunni „hvort það fái staðist að afhenda tiltölulega fáum einstaklingum jafnverðmæt réttindi yfir sameiginlegri auðlind þjóðarinnar": Því er til að svara, að í lagalegum skilningi stenst þetta kerfi í aðalatriðum. Hvort það hins vegar stenst siðferðilega og er að öllu leyti réttlátt, er fyrst og fremst háð siðferðilegu og pólitísku mati, ekki lögfræðilegu. Nú gerast hinar heimspekilegu spumingar málsins áleitnar. Eg mun halda mig við eina þeirra. Hvaða siðfræðileg rök eru fyrir því að hafa lög sem heimila löggjafanum „að afhenda tiltölulega fáum einstaklingum jafnverðmæt réttindi yfir sameiginlegri auðlind þjóðarinnar“? 3.2 Siðfræði eignarréttarins Þegar siðferðilegt réttmæti þeirrar lögmætu ákvörðunar að afhenda útgerðar- mönnum afnotarétt á íslandsmiðum er freistandi að skyggnast að baki laganna og huga að þeim röksemdum sem fyrir henni má færa. Þetta gerir Atli Harðar- son heimspekingur í áðumefndri grein sinni. Réttara sagt er það meginvið- fangsefni greinar hans að rannsaka þá ályktun „að þjóðin eigi siðferðilegan rétt á leigu- eða arðgreiðslum frá útgerðarmönnum“19 vegna þess að „Nytjastofnar á Islandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar“, eins og segir í 1. grein laga nr. 38/1990. Atli kemst að sömu niðurstöðu og Þorgeir, þótt hann færi allt önnur rök fyrir henni, að umrædda lagagrein eigi ekki að skilja sem staðhæfingu um hefðbundinn eignarrétt. Hann veltir fyrir sér ýmsum leiðum til að skilja fullyrð- inguna að fiskistofnamir séu sameign þjóðarinnar og segir að engin þeirra feli það í sér að hver maður eigi rétt á hlut af arði útgerðarinnar. Ég geng út frá því að þessi rök Atla standist og sé ekki ástæðu til að ræða þau frekar. Þess í stað skulum við beina sjónum okkar að þeim heimspekilegu for- sendum sem Atli leggur til grundvallar þeirri staðhæfingu sinni að „það sé rétt- lætismál að tryggja rétt sjómanna og útvegsmanna á fiskimiðunurri1.20 Hér leitar Atli í smiðju enska heimspekingsins Johns Locke sem setti fram þekkta kenningu um eignarrétt. Það er fmmstæð kenning og afar umdeilanleg,21 en þar eð rök ýmissa verjenda kerfisins hvíla á henni er mikilvægt að meta þau. í endurbættri gerð Atla hljómar kenning Lockes um eignamám svona:22 18 Þorgeir Örlygsson: „Hver á kvótann?", bls. 47. 19 Atli Harðarson: „Hverjir eiga fiskinn?", bls. 407. 20 Sama rit, s. 417. Svipaða túlkun er að fmna hjá Sigurði Líndal: „Nytjastofnar á íslandsmiðum - Sameign þjóðarinnar", Davíð Oddsson fimmtugur 17. janúar 1998. Ritnefnd Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Þórarinn Eldjám. Bókafélagið 1998, bls. 794. „Hér hef- ur það gerzt að þeir sem umfram aðra hafa hagnýtt sér hafalmenningana við strendur íslands ... hafa með því áunnið sér ... stjómarskrárvarin atvinnuréttindi - almannaréttur verður séreignaréttur". 21 Síðara skilyrði kenningarinar í endursögn Atla er raunar oft talið fráleitt; sbr. Þorstein Gylfa- son: „Hvað er réttlæti?", bls. 185-86. 22 Atli Harðarson: „Hverjir eiga fiskinn?", bls. 414. 79

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.