Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Page 14
1. Menn eignast náttúrugœði með því að nota þau eða vinna við þau á ein-
hvern þann hátt sem talist getur undirbúningur undir notkun, að því til-
skyldu að
2. þeir skerði hvorki kjör annarrafrá því sem er né útiloki þáfrá því sem þeir
hafa þegar.
Nú er spurningin: fullnægir fiskveiðikerfið þessum skilyrðum? Við skulum
skoða hvort þeirra fyrir sig og leita svara við þessari spumingu.
Meginhugmyndin í eignamámskenningunni er einföld: þegar maður aflar
einhverra gæða úr náttúrunni með vinnu sinni, þá hefur hann blandað eigin-
leikum sínum við þau. Þar með eru þau ekki lengur í almennri sameign, heldur
verða þau óumdeild séreign hins vinnandi manns.23 Þessi hugmynd virkar sann-
færandi við einföld vinnuskilyrði, en því flóknari sem framleiðsluhættimir eru
þeim mun erfiðara er að beita henni. Þannig virðist augljóst að trillusjómaður-
inn sem rær einn síns liðs á eigin báti, innbyrðir fiskinn og slægir eigin höndum,
hafi á þeim fiski ótvíræðan eignarrétt. En málið verður ólíkt flóknara þegar
margir hásetar á dekki frystitogara taka við hali úr trolli sem dregið er af skut-
togara í eigu útgerðarmanns sem borgar þeim laun fyrir verkið.
Hin hefðbundna lausn á þessum vanda hefur verið sú að eignarrétturinn sé
eiganda framleiðslutækisins, í þessu tilviki eiganda togarans. Það leiðir ekki
beinlínis af reglu Lockes, þótt vissulega megi færa sterk rök í hans anda fyrir
því. Utgerðarmenn hafa skapað sjómönnum og fiskvinnslufólki vinnuskilyrði
með því að fjárfesta í atvinnutæki, veiðiskipi, þar sem aflinn er dreginn úr sjó
og hann fluttur að landi. í ljósi þessa er það býsna harkalegt að halda því fram
að útgerðarmönnum hafi verið úthlutað veiðiheimildunum ókeypis. Einnig ber
að hafa í huga að þegar kvótakerfið var tekið upp voru atvinnutæki útgerðar-
manna sem slík í raun gerð verðlaus. Það hefði þó mátt bæta útgerðarmönnum
á sanngjarnari hátt en þann sem viðhafður var. Ósanngjamt hefði verið að svipta
útvegsmenn bótalaust áunnum atvinnuréttindum við úthlutunina 1983; spum-
ingin snýst um það hvort réttlætanlegt hafi verið árið 1990 að veita þeim veiði-
heimildir sem í reynd hafa jafngilt eignarrétti á íslandsmiðum. Þess vegna er
brýnt að huga að eignarréttarrökunum.24
Ef við tökum Locke á orðinu liggur það engan veginn í augum uppi að út-
gerðarmenn eignist þau náttúrugæði sem hér um ræðir. Þeir hafa ekki lagt fram
það andlega og líkamlega atgervi sem sjómennirnir hafa „blandað“ við aflann
með því að innbyrða hann og búa hann undir notkun og fiskverkafólkið með því
að gera hann að verðmætri söluvöm. Að ekki sé minnst á þá staðreynd að ís-
lenskir fiskimenn hafa um aldir lagt líf sitt í hættu við erfiðar aðstæður. Svo tala
23 John Locke: Ritgerð um ríkisvald. Atli Harðarson þýddi. Hið íslenska bókmenntafélag 1986,
bls. 67-68.
24 Þessu hafnar Þorsteinn Gylfason í „Fiskur, eignir og réttlæti". Hann segir að aðrir hópar fólks
en útvegsmenn eigi greinilega sams konar tilkall til gæðanna „í krafti áhuga síns á fiskveiðum“. En
áhuginn er ekki nægileg ástæða fyrir veiðiheimildum. Menn geta verðskuldað veiðiheimildir, hvort
sem þeir hafa áhuga á þeim eða ekki, hafi þeir unnið til þeirra.
80