Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 24
miðað skyldi við tíföld árslaun, þar sem það var talið hafa komið í ljós, að ekki fengust fullar bætur fyrir varanlega örorku með því að miða við 7,5 föld árslaun. Akvæði 7. gr. laganna um árslaun er svohljóðandi:7 Arslaun teljast vera heildarvinnutekjur tjónþola á næstliðnu ári fyrir þann dag er tjón varð. Árslaun skulu þó metin sérstaklega þegar óvenjulegar aðstæður eru fyrir hendi, t.d. breytingar á tekjum eða atvinnuhögum. Ekki skal miða við hærri árslaun en 4.500.000 kr.8 Ekki fer á milli mála, að með ákvæðum 5.-7. gr. skaðabótalaganna er sett hámark á bætur fyrir varanlega örorku, þó að það sé ekki nema að hluta til gert með tilgreiningu ákveðinnar fjárhæðar. Var ekki um það deilt í málinu. Sam- kvæmt dómi Hæstaréttar virðist heldur ekki hafa verið um það deilt í þessu máli, að löggjafinn hefði heimild til þess að setja reglur um það, hvemig ákvarða skuli bætur fyrir varanlega örorku, enda sé það markmið slíkra reglna, að fullar bætur komi fyrir. Aðalkrafa áfrýjanda, sem hlotið hafði varanlega örorku, um bætur vegna tjóns af völdum örorkunnar var byggð á útreikningi tryggingafræðings og þeim venjum um ákvörðun tjóns, sem tíðkuðust fyrir gildistöku skaðabótalaganna. Hélt áfrýjandi því fram, að í reiknireglu 6. gr. skaðabótalaganna væri fólgin skerðing á fullum bótum, sem fái ekki staðizt gagnvart eignarréttarákvæði stjómarskrárinnar, en aflahæfi hans nyti vemdar þess. Var á það bent af hálfu áfrýjanda, að löggjafinn hefði sjálfur viðurkennt, að um slíka skerðingu væri að ræða, þar sem með lögum nr. 42/1996 hafi margfeldisstuðull 6. gr. skaðabóta- laganna verið hækkaður. Varakrafa áfrýjanda var á því reist, að miðað yrði við hinn nýja margfeldis- stuðul (tíföld árslaun), en þrautavarakrafa áfrýjanda miðaðist við reiknireglu 6. gr. skaðabótalaganna, eins og hún var, þegar hann slasaðist (7,5 föld árslaun). I dómi Hæstaréttar er gerð grein fyrir ákvörðun skaðabóta fyrir líkamstjón fyrir setningu skaðabótalaganna og ástæðunum fyrir setningu laganna. í dóm- inum sagði m.a.: Fram að gildistöku skaðabótalaga naut ekki við lögfestra reglna um bætur vegna líkamstjóns. Myndast hafði dómvenja um útreikning bóta, sem einkum var byggður á læknisfræðilegu örorkumati og var á grundvelli þess reynt að sannreyna raunverulegt tjón. Þó var ljóst að áætlun þess hlaut ætíð að vera mörgum vafaatriðum undirorpin og að tjónsfjárhæð yrði að verulegu leyti háð mati, sem á margan hátt var óvisst. Með hinum nýju skaðabótalögum voru sett ákvæði, sem samkvæmt greinargerð með frumvarpi að lögunum höfðu meðal annars þann megintilgang að endurbæta reglur 7 Sjá athugasemd í neðanmálsgrein 1. 8 Hámark árslauna, sem miða má við samkvæmt 3. mgr. 7. gr. er háð breytingum á lánskjaravísitölu frá gildistöku laganna hinn 1. júlí 1993, eins og aðrar bótafjárhæðir í lögunum, sbr. 15. gr. laganna. 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.