Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Síða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Síða 25
um ákvörðun bóta fyrir tjón á mönnum, þar á meðal tjón vegna missis framfæranda, og að færa til nútímahorfs reglur um tengsl skaðabótaréttar og annarra bótaúrræða. Samkvæmt greinargerðinni var og að því stefnt að gera lögin þannig úr garði að tjónþoli fengi almennt, auk hæfilegra miskabóta, fullar bætur fyrir raunverulegt fjártjón sitt. Einnig var þar sagt að hinar nýju reglur ættu að draga úr vafa og ósamræmi og vera einfaldari og skýrari en áður hefði tíðkast. Þetta ætti að leiða til spamaðar og hagræðingar, greiða fyrir málsmeðferð og flýta fyrir því að tjónþolar fengju bótafé í hendur. Akvæði laganna ættu því að vera til þess fallin að efia réttaröryggi, þannig að tjónþoli og hinn bótaskyldi ættu auðveldara með að gera sér grein fyrir því hve miklar skaðabætur skyldi greiða vegna líkamstjóns, sem orðið hefði. Hin nýju lög fela í sér gerbreytingu á reglum um örorkumat. Er þar tekið upp fjár- hagslegt mat í stað læknisfræðilegs og var megintilgangurinn sá að fá raunhæfari gmndvöll til að miða varanlegt tekjutap við. Þá em í lögunum ákvæði um að bóta- fjárhæðir verði í ríkum mæli staðlaðar, svo og ákvæði um lágmark og hámark bóta í nánar greindum tilvikum....I greinargerð með frumvarpi að lögum nr. 50/1993 segir að rökin fyrir föstum stuðli [í 6. gr. laganna] séu tvíþætt. Annars vegar að einfalda ákvörðun bótafjárhæðar og hins vegar að komast hjá miklum og tíðum sveiflum á bótafjárhæðum vegna breytinga á vöxtum. Meirihluti dómenda í Hæstarétti hafnaði bæði aðalkröfu og varakröfu áfrýj- anda, en dæmdi samkvæmt þrautavarakröfu hans. Einn dómenda vildi byggja dóm á varakröfu áfrýjanda. Rökstuðningur meirihlutans fyrir synjun aðalkröf- unnar var svohljóðandi: A það er fallist með áfrýjanda að í aflahæfi manna séu fólgin eignarréttindi, sem njóti vemdar eignarréttarákvæðis 72. gr. stjómarskrárinnar, sbr. 10. gr. stjómskipunarlaga nr. 97/1995. A hinn bóginn er ótvírætt og raunar óumdeilt í málinu, að löggjafinn hefur heimild til að setja reglur um það hvemig ákvarða skuli bætur þegar aflahæfi manna er skert, enda sé það markmið slíkra reglna að fullar bætur komi fyrir. Með skaðabótalögum nr. 50/1993 var bætt úr brýnni þörf fyrir lögfestar reglur á þessu sviði. Með lögunum var aðferðum við útreikning tjóns vegna varanlegrar örorku breytt í veralegum atriðum. Leitast var við að setja skýrari og einfaldari reglur um ákvörðun bótafjárhæða, sem til þess væra fallnar að draga úr vafa og leiða til skjótari og ódýrari málsmeðferðar. Hins vegar er ljóst að eftir sem áður verða bætur ekki ætíð ákveðnar þannig að óyggjandi sé. Þó verður að telja að hinar stöðluðu reglur laganna leiði til frekara samræmis í bótaákvörðunum og stuðli að jafnræði. Samanburður milli hins nýja bótakerfis og þess, sem áður gilti er örðugur og getur ekki gefið einhlít svör um það, hvort hin nýju lög fullnægi því markmiði að tryggja tjónþolum fullar bætur fyrir fjártjón. Slíkt mat er torvelt og verður að ætla löggjafanum nokkurt svigrúm í þessum efnum, enda er það hlutverk hans að setja almennar reglur um forsendur bótaákvarðana, þegar þess er þörf. Ekki verður annað séð en að þau ákvæði skaðabótalaganna, sem hér er um fjallað, þ.e. 5.-7. gr., eins og þau vora við setningu laganna 1993, hafi stuðst við málefnaleg sjónarmið og ekki falið í sér mismunun. Að öllu athuguðu verður að telja að ekki hafi verið sýnt fram á það í málinu, að lögin hafi ekki getað þjónað ofangreindu markmiði og verði því ekki beitt um tjón 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.